Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar 18. nóvember 2024 22:46 Fíknisjúkdómar eru ekki aðeins vandi einstaklingsins sem glímir við fíknina – þeir eru fjölskyldusjúkdómur sem snerta allt samfélagið. Á síðasta ári létust 56 Íslendingar vegna lyfjaeitrunar, og fjöldinn er líklega enn meiri vegna dauðsfalla sem tengjast ofneyslu lyfja án þess að vera skráð sem slíkt. Þetta eru fleiri en fara á kaffihús á hverjum degi og njóta með vin eða vinkonu. Hvert þeirra bar nafn, átti fjölskyldu og ástvini sem syrgja þá nú. Þrátt fyrir að samfélagið komi oft saman til að sýna samstöðu í sorg, þá er hópur fólks sem fellur frá vegna fíknisjúkdóma og er oftar en ekki útskúfaður og gleymdur. Í gagnagrunni stjórnvalda verða þau oftar en ekki, aðeins tölur á blaði, nafnlaus gögn í excel skjali. Því finnst mér mikilvægt að minnast á að þetta eru feður, mæður, systkini og jafnvel börn. Sem áttu sér stóra drauma, áhugamál og vonir um betra líf. Ung börn! Stundum eru þau móður- og föðurlaus vegna fíknarinnar sem foreldrar þeirra ná ekki að losa sig undan. Börnin eiga ekki að þurfa líða fyrir endalausar tilraunir foreldra sinna. Þau eiga ekki að þurfa að bera þau áföll með sér út í lífið án stuðnings og skilnings samfélagsins. Án stuðnings og skilnings eykst hættan á áhættuhegðun og fangelsin fyllast af einstaklingum sem fengu vond spil í hendurnar og það er dýrara fyrir okkar samfélag. Þverfaglegur stuðningur sem nær til allra sem eiga í hlut Mikilvægasti þátturinn í meðferð og bataferli fólks með fíknivanda er samþætt þjónusta sem tekur á öllum þáttum sjúkdómsins. Í dag er skortur á þverfaglegum úrræðum sem tengja saman heilbrigðis-, félags- og sálfræðiþjónustu. Þegar einstaklingur lokar dyrum á meðferðarstofnun þarf hann eða hún á stuðning að halda á mikið fleiri sviðum en tólf spora samtök geta veitt til að viðhalda bata og endurbyggja líf sitt. Það þarf samstarf milli heilbrigðisstarfsfólks, geðheilbrigðisstarfsfólks, félagsráðgjafa og sérfræðinga í fíknisjúkdómum til að tryggja þessa samfellu í þjónustunni. Með betri þverfaglegri samvinnu tryggjum við endurheimt af duglegu og tilbúnu fólki inn í menntaskóla, háskóla og á vinnumarkaðinn. Fyrir 10 árum voru lyfjaeitranir orsakavaldur 23 dauðsfalla, en árið 2023 voru þessi dauðsföll orðin 56. Þessi þróun ætti að skelfa okkur öll og vekja okkur til umhugsunar um það hvernig við sem samfélag getum brugðist við. Þar liggur ábyrgð á öllum sviðum samfélagsins að byggja upp mannúðlega og heildstæða nálgun til að hjálpa bæði einstaklingum með fíknivanda og fjölskyldum þeirra. Þetta er ekki bara heilbrigðisvandi heldur samfélagsvandi, þar sem hver einstaklingur á rétt á stuðningi og mannúð í baráttunni við sjúkdóm sinn. Mannúð og persónulegur stuðningur – ekki bara tölur í gagnagrunni Enn er of mikið um fordóma og skilningsleysi þegar kemur að fíknivanda, og þessir fordómar bitna oft ekki aðeins á þeim sem glíma við sjúkdóminn, heldur líka á fjölskyldum þeirra. Þetta eru fjölskyldur sem eiga rétt á stuðningi og samkennd, rétt eins og aðstandendur þeirra sem láta lífið af völdum krabbameins eða annarra sjúkdóma sem samfélagið viðurkennir og syrgir opinberlega. Þegar krabbameinssjúklingur fellur frá heldur samfélagið oft söfnun til að styðja fjölskylduna og syrgir með henni. En þegar einstaklingur fellur fyrir fíknisjúkdómi standa fjölskyldur og börn oft ein eftir, án stuðnings og í skugga fordóma. Jafnvel í þögn. Reið og sár. Við verðum að sjá að þetta eru ekki bara „tölur á blaði“ – þetta eru alvöru manneskjur af holdi og blóði, með lífssögu, fjölskyldur og drauma. Þau sem við syrgjum eftir dauðsfall af völdum fíknar eiga líka skilið virðingu, samkennd og stuðning samfélagsins. Fyrir börnin sem missa foreldra og eiga ekki minningar um þau sem þau elska, verður missirinn varanlegur og djúpstæður. Það eru sár sem fylgja þessum börnum út lífið, og þau eiga rétt á að samfélagið standi með þeim. Að horfa til framtíðar – ábyrgð samfélagsins Við getum og verðum að gera betur í því að mæta þessum vanda með þverfaglegum og mannúðlegum úrræðum. Það kallar á meira fjármagn, betri stefnumótun og framför í nálgun okkar á fíknisjúkdómum, ekki sem refsiverðan brest heldur sem heilbrigðisvanda sem krefst alhliða þjónustu. Við berum öll ábyrgð á því að skapa samfélag sem styður við þau sem glíma við fíknivanda og aðstandendur þeirra – samfélag þar sem þau sem missa ástvini í baráttunni við fíkn fá þann stuðning sem þau eiga skilið. Við höfum val um það hvernig við bregðumst við – við getum valið að horfa fram hjá þessum hörmungum og látið fólk verða tölfræði í gagnagrunni, eða við getum valið að bjóða upp á raunveruleg úrræði sem bjarga lífum. Þetta eru ekki bara tölur. Þetta eru ástvinir, foreldrar, börn og systkini. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að enginn einstaklingur eða fjölskylda þurfi að fara í gegnum þetta án stuðnings og að enginn þurfi að bera harm sinn í hljóði. Þessi grein kallast á við stefnumál Vinstri grænna sem snúa að fíknivanda og samfélagslegri ábyrgð. Við verðum að tryggja að meðferð og stuðningur nái til allra þeirra sem þurfa á því að halda – þetta er ekki bara heilbrigðisvandi heldur samfélagsvandi sem þarf að leysa með samvinnu og heildstæðum úrræðum. Höfundur er í 9. sæti Vinstri Grænna í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Suðvesturkjördæmi Vinstri græn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Meðferðarheimili Mest lesið Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Fíknisjúkdómar eru ekki aðeins vandi einstaklingsins sem glímir við fíknina – þeir eru fjölskyldusjúkdómur sem snerta allt samfélagið. Á síðasta ári létust 56 Íslendingar vegna lyfjaeitrunar, og fjöldinn er líklega enn meiri vegna dauðsfalla sem tengjast ofneyslu lyfja án þess að vera skráð sem slíkt. Þetta eru fleiri en fara á kaffihús á hverjum degi og njóta með vin eða vinkonu. Hvert þeirra bar nafn, átti fjölskyldu og ástvini sem syrgja þá nú. Þrátt fyrir að samfélagið komi oft saman til að sýna samstöðu í sorg, þá er hópur fólks sem fellur frá vegna fíknisjúkdóma og er oftar en ekki útskúfaður og gleymdur. Í gagnagrunni stjórnvalda verða þau oftar en ekki, aðeins tölur á blaði, nafnlaus gögn í excel skjali. Því finnst mér mikilvægt að minnast á að þetta eru feður, mæður, systkini og jafnvel börn. Sem áttu sér stóra drauma, áhugamál og vonir um betra líf. Ung börn! Stundum eru þau móður- og föðurlaus vegna fíknarinnar sem foreldrar þeirra ná ekki að losa sig undan. Börnin eiga ekki að þurfa líða fyrir endalausar tilraunir foreldra sinna. Þau eiga ekki að þurfa að bera þau áföll með sér út í lífið án stuðnings og skilnings samfélagsins. Án stuðnings og skilnings eykst hættan á áhættuhegðun og fangelsin fyllast af einstaklingum sem fengu vond spil í hendurnar og það er dýrara fyrir okkar samfélag. Þverfaglegur stuðningur sem nær til allra sem eiga í hlut Mikilvægasti þátturinn í meðferð og bataferli fólks með fíknivanda er samþætt þjónusta sem tekur á öllum þáttum sjúkdómsins. Í dag er skortur á þverfaglegum úrræðum sem tengja saman heilbrigðis-, félags- og sálfræðiþjónustu. Þegar einstaklingur lokar dyrum á meðferðarstofnun þarf hann eða hún á stuðning að halda á mikið fleiri sviðum en tólf spora samtök geta veitt til að viðhalda bata og endurbyggja líf sitt. Það þarf samstarf milli heilbrigðisstarfsfólks, geðheilbrigðisstarfsfólks, félagsráðgjafa og sérfræðinga í fíknisjúkdómum til að tryggja þessa samfellu í þjónustunni. Með betri þverfaglegri samvinnu tryggjum við endurheimt af duglegu og tilbúnu fólki inn í menntaskóla, háskóla og á vinnumarkaðinn. Fyrir 10 árum voru lyfjaeitranir orsakavaldur 23 dauðsfalla, en árið 2023 voru þessi dauðsföll orðin 56. Þessi þróun ætti að skelfa okkur öll og vekja okkur til umhugsunar um það hvernig við sem samfélag getum brugðist við. Þar liggur ábyrgð á öllum sviðum samfélagsins að byggja upp mannúðlega og heildstæða nálgun til að hjálpa bæði einstaklingum með fíknivanda og fjölskyldum þeirra. Þetta er ekki bara heilbrigðisvandi heldur samfélagsvandi, þar sem hver einstaklingur á rétt á stuðningi og mannúð í baráttunni við sjúkdóm sinn. Mannúð og persónulegur stuðningur – ekki bara tölur í gagnagrunni Enn er of mikið um fordóma og skilningsleysi þegar kemur að fíknivanda, og þessir fordómar bitna oft ekki aðeins á þeim sem glíma við sjúkdóminn, heldur líka á fjölskyldum þeirra. Þetta eru fjölskyldur sem eiga rétt á stuðningi og samkennd, rétt eins og aðstandendur þeirra sem láta lífið af völdum krabbameins eða annarra sjúkdóma sem samfélagið viðurkennir og syrgir opinberlega. Þegar krabbameinssjúklingur fellur frá heldur samfélagið oft söfnun til að styðja fjölskylduna og syrgir með henni. En þegar einstaklingur fellur fyrir fíknisjúkdómi standa fjölskyldur og börn oft ein eftir, án stuðnings og í skugga fordóma. Jafnvel í þögn. Reið og sár. Við verðum að sjá að þetta eru ekki bara „tölur á blaði“ – þetta eru alvöru manneskjur af holdi og blóði, með lífssögu, fjölskyldur og drauma. Þau sem við syrgjum eftir dauðsfall af völdum fíknar eiga líka skilið virðingu, samkennd og stuðning samfélagsins. Fyrir börnin sem missa foreldra og eiga ekki minningar um þau sem þau elska, verður missirinn varanlegur og djúpstæður. Það eru sár sem fylgja þessum börnum út lífið, og þau eiga rétt á að samfélagið standi með þeim. Að horfa til framtíðar – ábyrgð samfélagsins Við getum og verðum að gera betur í því að mæta þessum vanda með þverfaglegum og mannúðlegum úrræðum. Það kallar á meira fjármagn, betri stefnumótun og framför í nálgun okkar á fíknisjúkdómum, ekki sem refsiverðan brest heldur sem heilbrigðisvanda sem krefst alhliða þjónustu. Við berum öll ábyrgð á því að skapa samfélag sem styður við þau sem glíma við fíknivanda og aðstandendur þeirra – samfélag þar sem þau sem missa ástvini í baráttunni við fíkn fá þann stuðning sem þau eiga skilið. Við höfum val um það hvernig við bregðumst við – við getum valið að horfa fram hjá þessum hörmungum og látið fólk verða tölfræði í gagnagrunni, eða við getum valið að bjóða upp á raunveruleg úrræði sem bjarga lífum. Þetta eru ekki bara tölur. Þetta eru ástvinir, foreldrar, börn og systkini. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að enginn einstaklingur eða fjölskylda þurfi að fara í gegnum þetta án stuðnings og að enginn þurfi að bera harm sinn í hljóði. Þessi grein kallast á við stefnumál Vinstri grænna sem snúa að fíknivanda og samfélagslegri ábyrgð. Við verðum að tryggja að meðferð og stuðningur nái til allra þeirra sem þurfa á því að halda – þetta er ekki bara heilbrigðisvandi heldur samfélagsvandi sem þarf að leysa með samvinnu og heildstæðum úrræðum. Höfundur er í 9. sæti Vinstri Grænna í Suðvesturkjördæmi.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun