Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar 19. nóvember 2024 06:01 Af þeim 27 fjölmiðlum sem hlutu rekstrarstuðning til einkarekinna fjölmiðla 2024 voru 13 staðbundnir fjölmiðlar og af þeim 10 staðsettir utan höfuðborgarsvæðisins. Hver og einn af þessum staðbundnu miðlum þjónar gríðarlega mikilvægu hlutverki í sinni heimabyggð og styrkveitingin því sannarlega fagnaðarefni. Landsbyggðamiðlar sem fengu styrk: Akureyri.net, Austurfrétt/Austurglugginn, Bæjarblaðið Jökull, DB blaðið, Eyjafréttir, Feykir, Skessuhorn, Tígull, Vikublaðið og Víkurfréttir. Í heildina var 68 milljónum úthlutað til þessara staðbundnu miðla utan höfuðborgarsvæðisins. Við þá upphæð mætti bæta 22 milljónum til Bændasamtaka Íslands fyrir að halda úti hinu mjög svo skemmtilega og mikið lesna Bændablaði. Blaðið er vissulega ekki staðbundið en stendur fyrir öflugri umfjöllun frá byggðum landsins. Auka styrkur til staðbundinna fjölmiðla utan höfuðborgarsvæðisins Til viðbótar er einnig vert að nefna annan styrk sem menningar- og viðskiptaráðuneytið úthlutar til staðbundinna fjölmiðla utan höfuðborgarsvæðisins. Sá styrkur er nú helmingi hærri en 2023, eða 10 milljónir og við hann bætast 2,5 milljónir kr. frá innviðaráðuneytinu vegna aðgerðar í byggðaáætlun, Efling fjölmiðlunar í héraði. Alls fengu 7 fjölmiðlar utan höfuðborgarsvæðisins úthlutun úr þessum sjóði árið 2023 og 9 árin 2022 og 2021. 100 milljónir til fjölmiðlunar á landsbyggðunum Í heildina eru þetta um 100 milljónir sem settar eru í að styrkja fjölmiðlun á landsbyggðunum á þessu ári. Þetta er styrkur sem skiptir þessa miðla miklu máli og í sumum tilfellum algjör líflína. Á sama tíma og við höfum mikið aðgengi að fjölbreyttu úrvali frétta og dagskrárefnis hjá íslenskum fjölmiðlum án endurgjalds þá er fréttavinnsla og dagskrárgerð sannarlega ekki ókeypis. Rekstarumhverfi fjölmiðla í dag er síður en svo auðvelt og mikil samkeppni ríkir um auglýsingatekjur við stór og öflug erlend fyrirtæki sem reka samfélagsmiðla. Framleiðsla sjónvarpsefnis utan höfuðborgarsvæðisins Höfundur er fyrrum dagskrárgerðarmaður á N4. Á tímabilinu 2018-2021 átti ég þátt í framleiðslu um 400 sjónvarpsþátta, ásamt því að taka virkan þátt í ritstjórn og stefnumótun á miðlinum. Þar stýrði ég þáttum eins og Að norðan, Að austan, Að vestan á vestfjörðum, Lengri leiðin, Uppskrift að góðum degi, Taktíkin og áfram mætti lengi telja. Af lífi og sál gerðum við á N4 okkar besta, með takmarkmað fjármagn, til þess að halda úti sjónvarpsstöð sem fjallaði um landið utan höfuðborgarsvæðisins. Á endanum dugði hugsjónin ein og sér ekki til og N4 óskaði eftir gjaldþrotaskiptum 2023. Með því skapaðist gat í íslenskri dagskrárgerð sem enn hefur ekki verið fyllt. „Ég sakna svo að geta ekki horft lengur á N4“ Ég hef ekki tölu á því hversu oft ég hef heyrt þessa setningu bæði frá íbúum úti á landi en einnig á höfuðborgarsvæðinu. Það eru nefnilega ekki síður íbúar höfuðborgarsvæðisins sem vilja fylgjast með því sem er að gerast á landsbyggðunum. Styrkur til þessara fjölmiðla sem ég nefndi hér að ofan gagnast því öllum landsmönnum. „Það var svo gaman að fylgjast með ykkur og fá jákvæðar fréttir af landi og þjóð“ Það skiptir svo miklu máli að fjalla líka um það jákvæða í samfélaginu. Ef umfjöllun er alltaf neikvæð verður upplifun okkar einnig neikvæð. Ég sannarlega þekki það hark sem því fylgir að sinna umfjöllun af stórum landsvæðum, með mikla kröfu um afköst og hraða og stöðugt á barmi bæði fjárhagslegs og andlegs gjaldþrots. Það sem keyrði mig þó alltaf áfram var krafturinn í fólkinu sem ég var svo heppinn að fá að kynnast á ferð minni um landið. Hvert samfélag er samansafn af því fólki sem þar býr. Beinum athygli okkar oftar að öðru fólki og leyfum þeim að finna að allt sem þau gera, stórt sem smátt, skiptir samfélagið máli. „þetta er nú ekkert merkilegt þannig er það nokkuð?“ Jú sannaðu til! Mesta áhorfið var alltaf á þætti þar sem við sögðum sögur af venjulegu fólki sem var að gefa til samfélagsins á hverjum degi með sínum störfum. Galdra járnsmiðurinn í bílskúrnum sem reddar því sem ekki er hægt að panta á netinu, álfahúsið sem boðar komu jóla, bruggarinn og kokkurinn sem nýta hráefni úr heimabyggð, bændurnir sem gera það að verkum að það eru til hráefni úr heimabyggð, hjúkunarfræðingurinn í fjarheilbrigðisþjónustunni, kennarinn sem býr í frítíma til þemaverkefni um fjölbreytileika og fjölmenningu, börnin og ungmennin sem krefjast betri umgengni við umhverfið og svona getum við lengi talið. Næsta góða innslag getur leynst hvar sem er, þess vegna á næsta bæ, í næsta bílskúr eða í sögu næsta manns á næsta borði. Stöndum vörð um fjölmiðlun á landsbyggðunum Við finnum mörg fyrir því að það vantar eitthvað í flóruna eftir að N4 hætti útsendingum. Í kjölfarið misstum við einnig Fréttablaðið og Hringbraut úr íslenskri fjölmiðlaflóru og við áttuðum okkur á þeirri vondu staðreynd að ef við styðjum ekki við fjölmiðla í nútíma umhverfi þá missum við þá út einn af öðrum og umfjöllun verður einsleitari. Ég væri til í að geta lífgað þá alla við aftur en í staðinn getum við nýtt þetta sem áminningu um að passa vel upp á þá dýrmætu fjölmiðla sem við eigum. Takk Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra fyrir að standa vörð um fjölmiðlun á landsbyggðunum með þessum styrkjum. Höldum áfram að styrkja starf allra fjölmiðla landsins á tímum upplýsingaóreiðu og skautunar. Höldum áfram að styrkja staðbundna miðla, tryggjum fyrirsjáanleika í styrkjakerfinu og lyftum byggðum landsins upp! Höfundur er fjölmiðlafræðingur, fyrrum dagskrárgerðarmaður á N4 og í 4. sæti á lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Norðausturkjördæmi Skúli Bragi Geirdal Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Fjölmiðlar Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Af þeim 27 fjölmiðlum sem hlutu rekstrarstuðning til einkarekinna fjölmiðla 2024 voru 13 staðbundnir fjölmiðlar og af þeim 10 staðsettir utan höfuðborgarsvæðisins. Hver og einn af þessum staðbundnu miðlum þjónar gríðarlega mikilvægu hlutverki í sinni heimabyggð og styrkveitingin því sannarlega fagnaðarefni. Landsbyggðamiðlar sem fengu styrk: Akureyri.net, Austurfrétt/Austurglugginn, Bæjarblaðið Jökull, DB blaðið, Eyjafréttir, Feykir, Skessuhorn, Tígull, Vikublaðið og Víkurfréttir. Í heildina var 68 milljónum úthlutað til þessara staðbundnu miðla utan höfuðborgarsvæðisins. Við þá upphæð mætti bæta 22 milljónum til Bændasamtaka Íslands fyrir að halda úti hinu mjög svo skemmtilega og mikið lesna Bændablaði. Blaðið er vissulega ekki staðbundið en stendur fyrir öflugri umfjöllun frá byggðum landsins. Auka styrkur til staðbundinna fjölmiðla utan höfuðborgarsvæðisins Til viðbótar er einnig vert að nefna annan styrk sem menningar- og viðskiptaráðuneytið úthlutar til staðbundinna fjölmiðla utan höfuðborgarsvæðisins. Sá styrkur er nú helmingi hærri en 2023, eða 10 milljónir og við hann bætast 2,5 milljónir kr. frá innviðaráðuneytinu vegna aðgerðar í byggðaáætlun, Efling fjölmiðlunar í héraði. Alls fengu 7 fjölmiðlar utan höfuðborgarsvæðisins úthlutun úr þessum sjóði árið 2023 og 9 árin 2022 og 2021. 100 milljónir til fjölmiðlunar á landsbyggðunum Í heildina eru þetta um 100 milljónir sem settar eru í að styrkja fjölmiðlun á landsbyggðunum á þessu ári. Þetta er styrkur sem skiptir þessa miðla miklu máli og í sumum tilfellum algjör líflína. Á sama tíma og við höfum mikið aðgengi að fjölbreyttu úrvali frétta og dagskrárefnis hjá íslenskum fjölmiðlum án endurgjalds þá er fréttavinnsla og dagskrárgerð sannarlega ekki ókeypis. Rekstarumhverfi fjölmiðla í dag er síður en svo auðvelt og mikil samkeppni ríkir um auglýsingatekjur við stór og öflug erlend fyrirtæki sem reka samfélagsmiðla. Framleiðsla sjónvarpsefnis utan höfuðborgarsvæðisins Höfundur er fyrrum dagskrárgerðarmaður á N4. Á tímabilinu 2018-2021 átti ég þátt í framleiðslu um 400 sjónvarpsþátta, ásamt því að taka virkan þátt í ritstjórn og stefnumótun á miðlinum. Þar stýrði ég þáttum eins og Að norðan, Að austan, Að vestan á vestfjörðum, Lengri leiðin, Uppskrift að góðum degi, Taktíkin og áfram mætti lengi telja. Af lífi og sál gerðum við á N4 okkar besta, með takmarkmað fjármagn, til þess að halda úti sjónvarpsstöð sem fjallaði um landið utan höfuðborgarsvæðisins. Á endanum dugði hugsjónin ein og sér ekki til og N4 óskaði eftir gjaldþrotaskiptum 2023. Með því skapaðist gat í íslenskri dagskrárgerð sem enn hefur ekki verið fyllt. „Ég sakna svo að geta ekki horft lengur á N4“ Ég hef ekki tölu á því hversu oft ég hef heyrt þessa setningu bæði frá íbúum úti á landi en einnig á höfuðborgarsvæðinu. Það eru nefnilega ekki síður íbúar höfuðborgarsvæðisins sem vilja fylgjast með því sem er að gerast á landsbyggðunum. Styrkur til þessara fjölmiðla sem ég nefndi hér að ofan gagnast því öllum landsmönnum. „Það var svo gaman að fylgjast með ykkur og fá jákvæðar fréttir af landi og þjóð“ Það skiptir svo miklu máli að fjalla líka um það jákvæða í samfélaginu. Ef umfjöllun er alltaf neikvæð verður upplifun okkar einnig neikvæð. Ég sannarlega þekki það hark sem því fylgir að sinna umfjöllun af stórum landsvæðum, með mikla kröfu um afköst og hraða og stöðugt á barmi bæði fjárhagslegs og andlegs gjaldþrots. Það sem keyrði mig þó alltaf áfram var krafturinn í fólkinu sem ég var svo heppinn að fá að kynnast á ferð minni um landið. Hvert samfélag er samansafn af því fólki sem þar býr. Beinum athygli okkar oftar að öðru fólki og leyfum þeim að finna að allt sem þau gera, stórt sem smátt, skiptir samfélagið máli. „þetta er nú ekkert merkilegt þannig er það nokkuð?“ Jú sannaðu til! Mesta áhorfið var alltaf á þætti þar sem við sögðum sögur af venjulegu fólki sem var að gefa til samfélagsins á hverjum degi með sínum störfum. Galdra járnsmiðurinn í bílskúrnum sem reddar því sem ekki er hægt að panta á netinu, álfahúsið sem boðar komu jóla, bruggarinn og kokkurinn sem nýta hráefni úr heimabyggð, bændurnir sem gera það að verkum að það eru til hráefni úr heimabyggð, hjúkunarfræðingurinn í fjarheilbrigðisþjónustunni, kennarinn sem býr í frítíma til þemaverkefni um fjölbreytileika og fjölmenningu, börnin og ungmennin sem krefjast betri umgengni við umhverfið og svona getum við lengi talið. Næsta góða innslag getur leynst hvar sem er, þess vegna á næsta bæ, í næsta bílskúr eða í sögu næsta manns á næsta borði. Stöndum vörð um fjölmiðlun á landsbyggðunum Við finnum mörg fyrir því að það vantar eitthvað í flóruna eftir að N4 hætti útsendingum. Í kjölfarið misstum við einnig Fréttablaðið og Hringbraut úr íslenskri fjölmiðlaflóru og við áttuðum okkur á þeirri vondu staðreynd að ef við styðjum ekki við fjölmiðla í nútíma umhverfi þá missum við þá út einn af öðrum og umfjöllun verður einsleitari. Ég væri til í að geta lífgað þá alla við aftur en í staðinn getum við nýtt þetta sem áminningu um að passa vel upp á þá dýrmætu fjölmiðla sem við eigum. Takk Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra fyrir að standa vörð um fjölmiðlun á landsbyggðunum með þessum styrkjum. Höldum áfram að styrkja starf allra fjölmiðla landsins á tímum upplýsingaóreiðu og skautunar. Höldum áfram að styrkja staðbundna miðla, tryggjum fyrirsjáanleika í styrkjakerfinu og lyftum byggðum landsins upp! Höfundur er fjölmiðlafræðingur, fyrrum dagskrárgerðarmaður á N4 og í 4. sæti á lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar