Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar 19. nóvember 2024 10:01 Á Íslandi erum við í einstakri stöðu með okkar náttúrulegu auðlindir til raforkuframleiðslu. Til að tryggja sem besta nýtingu þeirra og stuðla að orkuskiptum er nauðsynlegt að efla flutnings- og dreifikerfið. Með styrkingu þess getum við aukið orkuöryggi, minnkað orkutap og tryggt að auðlindirnar okkar nýtist íbúum og atvinnulífi um land allt. Þó að mikið sé rætt um virkjanakosti og nýtingu auðlinda, er jafn mikilvægt að horfa til þess hvernig raforkan kemst til neytenda um landið. Tapið í kerfinu jafngildir orkuþörf heimila landsins Heimilum landsins, sem nýta einungis um 5% af heildarraforku landsins, verður tryggð öruggari og stöðugri afhending orku með styrkingu flutnings- og dreifikerfisins. Það magn rafmagns sem nú tapast í kerfinu vegna spennuþrepunar frá 220 kV í 130 kV jafnast á við alla orkunotkun heimila landsins. Með þessum breytingum verður ekki aðeins bætt afhending orku, heldur opnast nýir möguleikar fyrir smávirkjanir og nýjar orkutegundir, eins og vindorku, sem gætu stuðlað að enn frekara orkuöryggi og fjölbreyttari lausnum. Kerfisáætlun Landsnets – Skref í átt að sjálfbærni Halla Hrund Logadóttir, fyrrverandi orkumálastjóri, samþykkti nýlega kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2023–2032, sem markar mikilvægt skref í átt að bættu orkuöryggi og sjálfbærni. Áætlunin felur í sér uppfærslu á flutningskerfinu með nýrri kynslóð byggðalínu, þar sem samfelld 220 kV tenging verður frá Hvalfirði, norður um land og inn á Austurlandskerfið. Með þessari nýju tengingu eykst flutningsgeta milli landshluta, truflanir minnka og orkutap vegna spennuþrepunar verður að mestu úr sögunni. Aukin nýsköpun og atvinnuuppbygging um land allt Þessar umbætur gera Ísland betur í stakk búið til að takast á við orkuskipti, sem eru grundvöllur þess að landið verði minna háð innfluttri olíu og eldsneyti. Jafnframt munu breytingarnar hafa víðtæk áhrif á atvinnulíf og nýsköpun um land allt. Með öruggari og stöðugri afhendingu rafmagns verður auðveldara fyrir fyrirtæki að fá stöðugan aðgang að orku, sem er lykill að nýsköpun og þróun í fjölbreyttum atvinnugreinum. Sérstaklega mun þetta hafa jákvæð áhrif á landsbyggðina, þar sem orkuöryggi opnar dyr fyrir ný fyrirtæki og tæknilausnir. Verum ekki háð öðrum auðlindum en okkar eigin Við eigum að treysta á okkar eigin auðlindir og tryggja að þær séu nýttar á sjálfbæran og ábyrgan hátt til hagsbóta fyrir þjóðina. Með orkuskiptum, þar sem áhersla er lögð á endurnýjanlegar orkulindir eins og vatnsafl, jarðvarma og vindorku, getum við minnkað þörfina á innflutningi orkugjafa eins og olíu og jarðgasi. Þetta skref eykur sjálfbærni og dregur úr óvissu sem fylgir því að vera háð erlendum markaðsbreytingum. Mikilvægt er að íslenskar orkuauðlindir séu áfram í eigu og forræði þjóðarinnar, þar sem þær tryggja áreiðanlega og hagkvæma orku fyrir heimili og fyrirtæki. Innviðir eins og Landsvirkjun gegna lykilhlutverki í að viðhalda þessu jafnvægi. Með því að halda eignarhaldi auðlindanna innanlands tryggjum við að arðurinn af nýtingu þeirra nýtist samfélaginu í heild og að ákvarðanir um nýtingu þeirra séu teknar með langtímamarkmið um sjálfbærni að leiðarljósi. Þetta er ekki einungis spurning um orkuöryggi – það er líka spurning um sjálfstæði, samfélagslega ábyrgð í þágu allra landsmanna. Höfundur er orku- og umhverfistæknifræðingur og skipar 4. sæti lista Framsóknar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Orkumál Fida Abu Libdeh Framsóknarflokkurinn Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi erum við í einstakri stöðu með okkar náttúrulegu auðlindir til raforkuframleiðslu. Til að tryggja sem besta nýtingu þeirra og stuðla að orkuskiptum er nauðsynlegt að efla flutnings- og dreifikerfið. Með styrkingu þess getum við aukið orkuöryggi, minnkað orkutap og tryggt að auðlindirnar okkar nýtist íbúum og atvinnulífi um land allt. Þó að mikið sé rætt um virkjanakosti og nýtingu auðlinda, er jafn mikilvægt að horfa til þess hvernig raforkan kemst til neytenda um landið. Tapið í kerfinu jafngildir orkuþörf heimila landsins Heimilum landsins, sem nýta einungis um 5% af heildarraforku landsins, verður tryggð öruggari og stöðugri afhending orku með styrkingu flutnings- og dreifikerfisins. Það magn rafmagns sem nú tapast í kerfinu vegna spennuþrepunar frá 220 kV í 130 kV jafnast á við alla orkunotkun heimila landsins. Með þessum breytingum verður ekki aðeins bætt afhending orku, heldur opnast nýir möguleikar fyrir smávirkjanir og nýjar orkutegundir, eins og vindorku, sem gætu stuðlað að enn frekara orkuöryggi og fjölbreyttari lausnum. Kerfisáætlun Landsnets – Skref í átt að sjálfbærni Halla Hrund Logadóttir, fyrrverandi orkumálastjóri, samþykkti nýlega kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2023–2032, sem markar mikilvægt skref í átt að bættu orkuöryggi og sjálfbærni. Áætlunin felur í sér uppfærslu á flutningskerfinu með nýrri kynslóð byggðalínu, þar sem samfelld 220 kV tenging verður frá Hvalfirði, norður um land og inn á Austurlandskerfið. Með þessari nýju tengingu eykst flutningsgeta milli landshluta, truflanir minnka og orkutap vegna spennuþrepunar verður að mestu úr sögunni. Aukin nýsköpun og atvinnuuppbygging um land allt Þessar umbætur gera Ísland betur í stakk búið til að takast á við orkuskipti, sem eru grundvöllur þess að landið verði minna háð innfluttri olíu og eldsneyti. Jafnframt munu breytingarnar hafa víðtæk áhrif á atvinnulíf og nýsköpun um land allt. Með öruggari og stöðugri afhendingu rafmagns verður auðveldara fyrir fyrirtæki að fá stöðugan aðgang að orku, sem er lykill að nýsköpun og þróun í fjölbreyttum atvinnugreinum. Sérstaklega mun þetta hafa jákvæð áhrif á landsbyggðina, þar sem orkuöryggi opnar dyr fyrir ný fyrirtæki og tæknilausnir. Verum ekki háð öðrum auðlindum en okkar eigin Við eigum að treysta á okkar eigin auðlindir og tryggja að þær séu nýttar á sjálfbæran og ábyrgan hátt til hagsbóta fyrir þjóðina. Með orkuskiptum, þar sem áhersla er lögð á endurnýjanlegar orkulindir eins og vatnsafl, jarðvarma og vindorku, getum við minnkað þörfina á innflutningi orkugjafa eins og olíu og jarðgasi. Þetta skref eykur sjálfbærni og dregur úr óvissu sem fylgir því að vera háð erlendum markaðsbreytingum. Mikilvægt er að íslenskar orkuauðlindir séu áfram í eigu og forræði þjóðarinnar, þar sem þær tryggja áreiðanlega og hagkvæma orku fyrir heimili og fyrirtæki. Innviðir eins og Landsvirkjun gegna lykilhlutverki í að viðhalda þessu jafnvægi. Með því að halda eignarhaldi auðlindanna innanlands tryggjum við að arðurinn af nýtingu þeirra nýtist samfélaginu í heild og að ákvarðanir um nýtingu þeirra séu teknar með langtímamarkmið um sjálfbærni að leiðarljósi. Þetta er ekki einungis spurning um orkuöryggi – það er líka spurning um sjálfstæði, samfélagslega ábyrgð í þágu allra landsmanna. Höfundur er orku- og umhverfistæknifræðingur og skipar 4. sæti lista Framsóknar í Suðurkjördæmi.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun