Skoðun

Óframseljanlegt DAGA-kerfi

Kári Jónsson skrifar

Hvað breytist/gerist með óframseljanlegt DAGA-kerfi sem fiskveiðistjórn ?

  1. Úthlutun DAGA í stað tonna fyrir skipa/bátaflokka.
  2. Allur veiddur fiskur skilar sér í land.
  3. Brottkast/framhjá-löndun/ísprufusvindl heyrir sögunni til (hafnarvigt og fiskmarkaðir vigta fiskinn)
  4. Heimavigtun og endurvigtun heyrir sögunni til (hafnarvigt og fiskmarkaðir vigta fiskinn)
  5. Allt eftirlit verður einfaldara og skilvirkara.
  6. Nýliðun í atvinnugreinina verður auðveldari á allan hátt og kostar ekki milljarða.
  7. Sóknargeta fiskiskipaflotanns er þekkt áratugi aftur í tímann (löndunardagar)
  8. Auðveldara verður að bregðast við óvæntum breytingum í hafinu STRAX með fjölgun/fækkun DAGA.
  9. Einokun og fákeppni í sjávarútvegi heyrir sögunni til (aðskilnaður veiða og fiskvinnslu = fiskmarkaðir)
  10. Ógnar-vald ríkistyrktu-einokunar-útgerðanna yfir stjórnmálafólki/flokkum heyrir sögunni til.
  11. RENTAN af sjávarútvegi mun flæða um æðar þjóðfélagsins, en ekki vera geymd í skattaskjólum stærstu eiganda ríkistyrktu-einokunar-útgerðanna, aðskilnaður veiða og fiskvinnslu tryggir það í gegnum fiskmarkaðina.
  12. RENTAN af 70% úthlutaðra aflaheimilda er 50-milljarðar -/+ á hverju fiskveiðiári frá 2011 til dagsins í dag, þessi RENTA er á bankareikningum skattaskjólsfélaga með erlenda kennitölur í eignarhaldi ríkistyrktu-einokunar-útgerðanna í útlandinu, sem hafa yfirgefið íslenska hagkerfið og hafa þess vegna enga samfélagslega ábyrgð gagnvart þjóðfélaginu Íslandi. (heimild Indriði H. Þorláksson fyrrum ríkisskattstjóri).

Tengdar fréttir

Fiskmarkaðir

Hvað breytist/gerist þegar allur fiskur verður seldur á fiskmarkaði?




Skoðun

Sjá meira


×