Að lifa með reisn Sandra Sigurðardóttir skrifar 19. nóvember 2024 20:17 Ég tók þátt í pallborðsumræðum á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga um málefni fatlaðs fólks nú í vikunni. Meginumræðuefnið var hvernig sveitarfélögum hefði tekist að þjónusta fatlað fólk, nú 13 árum eftir að sveitarfélögin tóku við málaflokknum af hendi ríkisins. Það stakk mig í hjartað að heyra talað um fólk með fatlanir sem byrði á sveitarfélögum og stóran og íþyngjandi kostnaðarlið. Við erum að tala um fólk, ekki tölur á blaði. Fólk sem á rétt á að lifa með reisn og fá þá þjónustu sem þeim ber samkvæmt lögum sem við höfum undirritað. Skilyrðislaust. Það verður að segjast eins og er að líkt og þegar grunnskólinn var færður yfir til sveitarfélaga haustið 1996 vantaði verulega upp á skýra framtíðarsýn í málaflokknum. Ríkið hefði þurft að tryggja sveitarfélögunum mun meira fjármagn til þess að þau gætu staðið við lögbundnar skuldbindingar sínar, ekki bara til nokkurra mánaða eða ára heldur til frambúðar. Um leið þarf að huga að því að efla tekjustofna sveitarfélaga til að þau geti staðið undir lögbundinni þjónustu við fatlað fólk án þess að hækka álögur á íbúa, eða vera upp á duttlunga ríkisvaldsins komin hverju sinni . Það mætti til dæmis gera með því að hluti af fjármagnstekjum íbúa rynnu til þess sveitarfélags þar sem viðkomandi hefur búsetu og nýtur þjónustu, en ekki til ríkisins eingöngu eins og nú er. Það er sanngjörn og einföld aðgerð. Flækjustig sem gerir engum gott Allt of margt í kerfunum okkar er óskilvirkt og einkennist af of háu flækjustigi. Flækjustigi sem er vel hægt að breyta, ef viljinn er fyrir hendi. Alls staðar í kerfunum starfar líka fólk sem vill gera vel, en getur það ekki vegna þess að verkefni eru vanfjármögnuð og illa undirbúin í upphafi. Dæmi um slíkt eru lög um persónulega notendastýrða aðstoð (NPA) sem samþykkt voru á Alþingi árið 2018. Þar er settur kvóti á fjölda samninga, rétt eins og um hlutdeildarlán eða aðra dauða hluti væri að ræða. Sem gerir það að verkum að fjöldi fólks sem uppfyllir öll skilyrði um NPA samninga fær ekki að njóta þess sjálfstæðis sem þeim er ætlað að veita. Það er ekki mikil reisn yfir því. Ég hef setið í bæjarstjórn í Hveragerði undanfarin ár og hef þannig kynnst því mikla óþarfa flækjustigi sem ríkir í málefnum fólks með fatlanir. Ég á það sammerkt með öðrum starfsmönnum sveitarfélagsins að ég tel það ekki eftir mér að leita hingað og þangað í kerfinu eftir svörum um það hver eigi að veita hvaða þjónustu og hver eigi að greiða fyrir hana, þótt mér finnist það sorgleg sóun á mannauði að verkferlar í þessum mikilvæga málaflokki séu svo óskýrir. En að bjóða fólki með fatlanir og aðstandendum þeirra upp á að bíða vikum, mánuðum og jafnvel árum saman eftir því að ríki og sveitarfélög komi sér saman um hver á að borga hvað er einfaldlega ekki boðlegt. Við hljótum að geta gert miklu betur. Breytum þessu! Höfundur er bæjarfulltrúi Hveragerðisbæjar og skipar 2. Sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Sveitarstjórnarmál Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ég tók þátt í pallborðsumræðum á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga um málefni fatlaðs fólks nú í vikunni. Meginumræðuefnið var hvernig sveitarfélögum hefði tekist að þjónusta fatlað fólk, nú 13 árum eftir að sveitarfélögin tóku við málaflokknum af hendi ríkisins. Það stakk mig í hjartað að heyra talað um fólk með fatlanir sem byrði á sveitarfélögum og stóran og íþyngjandi kostnaðarlið. Við erum að tala um fólk, ekki tölur á blaði. Fólk sem á rétt á að lifa með reisn og fá þá þjónustu sem þeim ber samkvæmt lögum sem við höfum undirritað. Skilyrðislaust. Það verður að segjast eins og er að líkt og þegar grunnskólinn var færður yfir til sveitarfélaga haustið 1996 vantaði verulega upp á skýra framtíðarsýn í málaflokknum. Ríkið hefði þurft að tryggja sveitarfélögunum mun meira fjármagn til þess að þau gætu staðið við lögbundnar skuldbindingar sínar, ekki bara til nokkurra mánaða eða ára heldur til frambúðar. Um leið þarf að huga að því að efla tekjustofna sveitarfélaga til að þau geti staðið undir lögbundinni þjónustu við fatlað fólk án þess að hækka álögur á íbúa, eða vera upp á duttlunga ríkisvaldsins komin hverju sinni . Það mætti til dæmis gera með því að hluti af fjármagnstekjum íbúa rynnu til þess sveitarfélags þar sem viðkomandi hefur búsetu og nýtur þjónustu, en ekki til ríkisins eingöngu eins og nú er. Það er sanngjörn og einföld aðgerð. Flækjustig sem gerir engum gott Allt of margt í kerfunum okkar er óskilvirkt og einkennist af of háu flækjustigi. Flækjustigi sem er vel hægt að breyta, ef viljinn er fyrir hendi. Alls staðar í kerfunum starfar líka fólk sem vill gera vel, en getur það ekki vegna þess að verkefni eru vanfjármögnuð og illa undirbúin í upphafi. Dæmi um slíkt eru lög um persónulega notendastýrða aðstoð (NPA) sem samþykkt voru á Alþingi árið 2018. Þar er settur kvóti á fjölda samninga, rétt eins og um hlutdeildarlán eða aðra dauða hluti væri að ræða. Sem gerir það að verkum að fjöldi fólks sem uppfyllir öll skilyrði um NPA samninga fær ekki að njóta þess sjálfstæðis sem þeim er ætlað að veita. Það er ekki mikil reisn yfir því. Ég hef setið í bæjarstjórn í Hveragerði undanfarin ár og hef þannig kynnst því mikla óþarfa flækjustigi sem ríkir í málefnum fólks með fatlanir. Ég á það sammerkt með öðrum starfsmönnum sveitarfélagsins að ég tel það ekki eftir mér að leita hingað og þangað í kerfinu eftir svörum um það hver eigi að veita hvaða þjónustu og hver eigi að greiða fyrir hana, þótt mér finnist það sorgleg sóun á mannauði að verkferlar í þessum mikilvæga málaflokki séu svo óskýrir. En að bjóða fólki með fatlanir og aðstandendum þeirra upp á að bíða vikum, mánuðum og jafnvel árum saman eftir því að ríki og sveitarfélög komi sér saman um hver á að borga hvað er einfaldlega ekki boðlegt. Við hljótum að geta gert miklu betur. Breytum þessu! Höfundur er bæjarfulltrúi Hveragerðisbæjar og skipar 2. Sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun