Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Kjartan Kjartansson skrifar 20. nóvember 2024 12:30 Marine Le Pen í dómshúsi í París þar sem fjársvikamál á hendur henni og 24 öðrum félögum Þjóðfylkingarinnar var tekið fyrir fyrr í þessum mánuði. Vísir/EPA Marine Le Pen, leiðtogi hægriöfgaflokksins Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi, sakar saksóknara um að reyna að dæma hana til pólitísks dauða í fjársvikamáli á hendur henni. Þá hótar hún því að fella minnihlutastjórn Michels Barnier. Saksóknarar krefjast þess að Le Pen verði bannað að gegna opinberu embætti í fimm ár og verði dæmd í fimm ára fangelsi fyrir hennar þátt í meintum fjárdrætti Þjóðfylkingarinnar. Flokkurinn er ákærður fyrir að nota styrk frá Evrópusambandinu sem átti að fjármagna starf hans á Evrópuþinginu til þess að reka starfsemi flokksins í Frakklandi. Le Pen líkti þessu við pólitískan dauðadóm í viðtali í vikunni. Yrði hún fundin sek yrði orðspor hennar varanlega laskað jafnvel þótt hún fengi niðurstöðunni síðar hnekkt með áfrýjun. Dómur í málinu spillti fyrir væntanlegu framboði hennar til forseta árið 2027. „Þetta er algerlega svívirðileg refsing sem er ekki aðeins vandamál fyrir réttarríkið heldur einnig fyrir lýðræðið,“ sagði Le Pen sem sakaði saksóknara um að valda friðrofi. Þá hótaði Le Pen því að fella ríkisstjórn Barnier forsætisráðherra sem þarf að reiða sig á hlutleysi Þjóðfylkingarinnar á þingi. Hún sagðist telja að fjárlagafrumvarp Barnier tæki ekki nægilegt tillit til sjónarmiða flokks hennar um innflytjendur og framfærslukostnað almennings. Fyrirhuguð skattahækkun á rafmagn væru dropinn sem fyllti mælinn. „Forgangsmál okkar voru ekki að hækka skatta á einstaklinga eða frumkvöðla, ekki að láta ellilífeyrisþega borga og að skera kerfisbundið niður útgjöld ríkisins,“ sagði Le Pen sem ætlar að funda með Barnier í næstu viku. Stjórmálaskýrendur telja að málaferlin gegn Le Pen og Þjóðfylkingunni gætu flýtt áformum hennar um að fella ríkisstjórnina, að því er kemur fram í frétt Reuters. Frakkland Erlend sakamál Evrópusambandið Tengdar fréttir Meirihluti Frakka telur lýðræðið ekki virka Flestir svarendur skoðanakönnunar í Frakklandi sögðust telja að lýðræðið virkaði ekki og fjórðungur sagði að það væri ekki besta stjórnskipulagið sem völ væri á. Meira en helmingur svarenda sagði að það þyrfti „sterkt vald“ til að halda uppi lögum og rétti í landinu. 24. október 2024 08:29 Stóð af sér vantrauststillögu Vantrauststillaga franskra þingmanna á hendur Michel Barnier, forsætisráðherra Frakklands, var felld á þinginu í gær. Emmanuel Macron Frakklandsforseti skipaði Barnier forsætisráðherra í sumar en fyrir liggur að meirihlutastuðningur við Barnier er afar viðkvæmur á þinginu. 9. október 2024 13:56 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fleiri fréttir Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Sjá meira
Saksóknarar krefjast þess að Le Pen verði bannað að gegna opinberu embætti í fimm ár og verði dæmd í fimm ára fangelsi fyrir hennar þátt í meintum fjárdrætti Þjóðfylkingarinnar. Flokkurinn er ákærður fyrir að nota styrk frá Evrópusambandinu sem átti að fjármagna starf hans á Evrópuþinginu til þess að reka starfsemi flokksins í Frakklandi. Le Pen líkti þessu við pólitískan dauðadóm í viðtali í vikunni. Yrði hún fundin sek yrði orðspor hennar varanlega laskað jafnvel þótt hún fengi niðurstöðunni síðar hnekkt með áfrýjun. Dómur í málinu spillti fyrir væntanlegu framboði hennar til forseta árið 2027. „Þetta er algerlega svívirðileg refsing sem er ekki aðeins vandamál fyrir réttarríkið heldur einnig fyrir lýðræðið,“ sagði Le Pen sem sakaði saksóknara um að valda friðrofi. Þá hótaði Le Pen því að fella ríkisstjórn Barnier forsætisráðherra sem þarf að reiða sig á hlutleysi Þjóðfylkingarinnar á þingi. Hún sagðist telja að fjárlagafrumvarp Barnier tæki ekki nægilegt tillit til sjónarmiða flokks hennar um innflytjendur og framfærslukostnað almennings. Fyrirhuguð skattahækkun á rafmagn væru dropinn sem fyllti mælinn. „Forgangsmál okkar voru ekki að hækka skatta á einstaklinga eða frumkvöðla, ekki að láta ellilífeyrisþega borga og að skera kerfisbundið niður útgjöld ríkisins,“ sagði Le Pen sem ætlar að funda með Barnier í næstu viku. Stjórmálaskýrendur telja að málaferlin gegn Le Pen og Þjóðfylkingunni gætu flýtt áformum hennar um að fella ríkisstjórnina, að því er kemur fram í frétt Reuters.
Frakkland Erlend sakamál Evrópusambandið Tengdar fréttir Meirihluti Frakka telur lýðræðið ekki virka Flestir svarendur skoðanakönnunar í Frakklandi sögðust telja að lýðræðið virkaði ekki og fjórðungur sagði að það væri ekki besta stjórnskipulagið sem völ væri á. Meira en helmingur svarenda sagði að það þyrfti „sterkt vald“ til að halda uppi lögum og rétti í landinu. 24. október 2024 08:29 Stóð af sér vantrauststillögu Vantrauststillaga franskra þingmanna á hendur Michel Barnier, forsætisráðherra Frakklands, var felld á þinginu í gær. Emmanuel Macron Frakklandsforseti skipaði Barnier forsætisráðherra í sumar en fyrir liggur að meirihlutastuðningur við Barnier er afar viðkvæmur á þinginu. 9. október 2024 13:56 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fleiri fréttir Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Sjá meira
Meirihluti Frakka telur lýðræðið ekki virka Flestir svarendur skoðanakönnunar í Frakklandi sögðust telja að lýðræðið virkaði ekki og fjórðungur sagði að það væri ekki besta stjórnskipulagið sem völ væri á. Meira en helmingur svarenda sagði að það þyrfti „sterkt vald“ til að halda uppi lögum og rétti í landinu. 24. október 2024 08:29
Stóð af sér vantrauststillögu Vantrauststillaga franskra þingmanna á hendur Michel Barnier, forsætisráðherra Frakklands, var felld á þinginu í gær. Emmanuel Macron Frakklandsforseti skipaði Barnier forsætisráðherra í sumar en fyrir liggur að meirihlutastuðningur við Barnier er afar viðkvæmur á þinginu. 9. október 2024 13:56