Frelsi eykur fjölbreytni og er hvetjandi fyrir samfélagið Jón Óskar Sólnes skrifar 20. nóvember 2024 13:33 Unga fólkið sem nú er að kjósa fulltrúa sína til sætis á hinu háa Alþingi, jafnvel í fyrsta skipti, kann kannski að undrast það afhverju við í Viðreisn viljum halda í heiðri frelsi í sinni víðustu mynd. Frelsi einstaklinga til að fá að vera í friði frá stjórnvöldum með sín mál, frelsi til athafna, lífsskoðana og viðskipta. Það þykir sennilega sjálfsagt mál núorðið en hefur ekki alltaf verið svo. Fyrir okkur sem eldri erum rifjast upp margt forvitnilegt sem fallið hafði í gleymsku þegar við spáum í frelsishugtakinu. En frelsi, svona almennt, er mjög af hinu jákvæða, um það geta kannski flestir orðið sammála, aldnir sem ungir. Þeir sem orðnir eru miðaldra muna þá tíð er hundahald var með öllu óheimilt í Reykjavík. Var það meðal annars skýrt með þeim rökum að hundahaldi fylgdi mikill sóðaskapur og var þá sennilega vísað til hundaskítsins sem óneitanlega var hvimleiður. Hundaeigendum í dag, sem fara jafnan í göngutúra með besta vininum þykir þetta sennilega haldlítil rök þegar þeir munda lítinn grænan plastpoka og málið er úr sögunni. Þegar Varnarliðið hóf útsendingar í sjónvarpi á Viðreisnarárunum svonefndu, með miklu afþreyingarefni, var stöðin fljótlega bönnuð af íslenskum stjórnvöldum. Þetta var gert til að vernda íslenska tungu og þó margir hafi saknað skemmtiefnisins var ekki gerður mikill ágreiningur um þetta. Það þótti sjálfsagt að skerða heldur frelsið en að tefla íslenskunni í voða. Á svipuðum tíma var ákveðið að á Íslandi skyldi starfa ein sjónvarpsstöð í eigu ríkisins. Sjónvarpsrekstur á örmarkaðinum Íslandi var strembinn og ýmislegt þar sem kyndugt þætti eða skoplegt í dag. Það voru engar útsendingar á fimmtudögum, því það var frídagur starfsmanna sjónvarpsins. Það var heldur enginn rekstur í júlí. Þá var einfaldlega skellt í lás í einn mánuð og voru þá starfsmenn sendir í sumarfrí. Það var lítill vilji til að senda út í lit, það þótti óráðsía rétt eins og þegar bændur mótmæltu komu landsímans á bernskuárum fullveldisins. Um miðjan níunda áratuginn á síðustu öld, gerðu ýmsir athafnamenn sér þann leik að kanna hvort mögulegt væri að stofna rekstur um einkarekið útvarp í fyrstu og síðar sjónvarp. Þingmenn tóku ekkert sérstaklega vel í þessi áform. Þaðan af síður þeir sem með stjórnvald á þessu sviði fóru. Þegar útvarpsútsendingar hófust loks í tilraunaskyni úr litlum sendi í Breiðholti, var harðskeytt lögreglusveit send á vettvang til að skella í lás. Einokun ríkisins á þessu sviði skyldi varin af ákveðni. Einkennilega harkaleg viðbrögð gegn áformum um sjónvarpsrekstur sneri mörgum á sveif með stofnendum Stöðvar 2, sem fór svo í loftið árið 1986 með glæsibrag, þrátt fyrir ýmsa byrjunarörðugleika. Frelsið sigraði í þessum átökum en það var ekkert sjálfgefið, til þess þurftu þeir er studdu atvinnufrelsi og höfnuðu einokun á fjarskiptamarkaði að taka höndum saman. Það borgar sig að hafa þingmenn við Austurvöll sem skilja mikilvægi frelsis alls staðar þar sem því verður við komið. Þessu hafa verið gerð skýr skil í stefnuskrá Viðreisnar og munu þingmenn okkar standa vörð um þetta grundvallaratriði og láta frelsið njóta vafans þegar að því er sótt. Höfundur skipar áttunda sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Unga fólkið sem nú er að kjósa fulltrúa sína til sætis á hinu háa Alþingi, jafnvel í fyrsta skipti, kann kannski að undrast það afhverju við í Viðreisn viljum halda í heiðri frelsi í sinni víðustu mynd. Frelsi einstaklinga til að fá að vera í friði frá stjórnvöldum með sín mál, frelsi til athafna, lífsskoðana og viðskipta. Það þykir sennilega sjálfsagt mál núorðið en hefur ekki alltaf verið svo. Fyrir okkur sem eldri erum rifjast upp margt forvitnilegt sem fallið hafði í gleymsku þegar við spáum í frelsishugtakinu. En frelsi, svona almennt, er mjög af hinu jákvæða, um það geta kannski flestir orðið sammála, aldnir sem ungir. Þeir sem orðnir eru miðaldra muna þá tíð er hundahald var með öllu óheimilt í Reykjavík. Var það meðal annars skýrt með þeim rökum að hundahaldi fylgdi mikill sóðaskapur og var þá sennilega vísað til hundaskítsins sem óneitanlega var hvimleiður. Hundaeigendum í dag, sem fara jafnan í göngutúra með besta vininum þykir þetta sennilega haldlítil rök þegar þeir munda lítinn grænan plastpoka og málið er úr sögunni. Þegar Varnarliðið hóf útsendingar í sjónvarpi á Viðreisnarárunum svonefndu, með miklu afþreyingarefni, var stöðin fljótlega bönnuð af íslenskum stjórnvöldum. Þetta var gert til að vernda íslenska tungu og þó margir hafi saknað skemmtiefnisins var ekki gerður mikill ágreiningur um þetta. Það þótti sjálfsagt að skerða heldur frelsið en að tefla íslenskunni í voða. Á svipuðum tíma var ákveðið að á Íslandi skyldi starfa ein sjónvarpsstöð í eigu ríkisins. Sjónvarpsrekstur á örmarkaðinum Íslandi var strembinn og ýmislegt þar sem kyndugt þætti eða skoplegt í dag. Það voru engar útsendingar á fimmtudögum, því það var frídagur starfsmanna sjónvarpsins. Það var heldur enginn rekstur í júlí. Þá var einfaldlega skellt í lás í einn mánuð og voru þá starfsmenn sendir í sumarfrí. Það var lítill vilji til að senda út í lit, það þótti óráðsía rétt eins og þegar bændur mótmæltu komu landsímans á bernskuárum fullveldisins. Um miðjan níunda áratuginn á síðustu öld, gerðu ýmsir athafnamenn sér þann leik að kanna hvort mögulegt væri að stofna rekstur um einkarekið útvarp í fyrstu og síðar sjónvarp. Þingmenn tóku ekkert sérstaklega vel í þessi áform. Þaðan af síður þeir sem með stjórnvald á þessu sviði fóru. Þegar útvarpsútsendingar hófust loks í tilraunaskyni úr litlum sendi í Breiðholti, var harðskeytt lögreglusveit send á vettvang til að skella í lás. Einokun ríkisins á þessu sviði skyldi varin af ákveðni. Einkennilega harkaleg viðbrögð gegn áformum um sjónvarpsrekstur sneri mörgum á sveif með stofnendum Stöðvar 2, sem fór svo í loftið árið 1986 með glæsibrag, þrátt fyrir ýmsa byrjunarörðugleika. Frelsið sigraði í þessum átökum en það var ekkert sjálfgefið, til þess þurftu þeir er studdu atvinnufrelsi og höfnuðu einokun á fjarskiptamarkaði að taka höndum saman. Það borgar sig að hafa þingmenn við Austurvöll sem skilja mikilvægi frelsis alls staðar þar sem því verður við komið. Þessu hafa verið gerð skýr skil í stefnuskrá Viðreisnar og munu þingmenn okkar standa vörð um þetta grundvallaratriði og láta frelsið njóta vafans þegar að því er sótt. Höfundur skipar áttunda sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun