Afurðastöðvar í samkeppni við sjálfar sig? Ólafur Stephensen skrifar 20. nóvember 2024 16:31 Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag var rætt við Trausta Hjálmarsson, formann Bændasamtaka Íslands, um dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum brjóti gegn stjórnarskránni og hafi ekki lagagildi. Í lok viðtalsins, sem birtist í lengri útgáfu á Vísi, var rætt um umsvif afurðastöðvanna í innflutningi á kjötvörum. Fréttamaður benti á að eftir kaup á Kjarnafæði-Norðlenska sér Kaupfélag Skagfirðinga, sem er jafnframt stór innflytjandi á kjötvöru, um slátrun á 60 prósent sauðfjár og nautgripa og er langstærsti heildsöluaðilinn á kjötvöru á landinu. Spurt var hvort þetta væri ekki bara einokun. „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá,“ svaraði formaður Bændasamtakanna og bætti við að að innflutningur væri sú samkeppni sem landbúnaðurinn byggi við. „Þá geri ég fastlega ráð fyrir og hef ekki væntingar og trú um neitt annað en það að þessi fyrirtæki, sem eru saman sett af íslenskum bændum, séu að reyna að skapa sér stöðu til þess að ná vopnum sínum í framleiðslu á innlendum afurðum og þar með draga sjálfir úr innflutningi.“ Afurðastöðvarnar hindra samkeppni við sjálfar sig Það er afar sérkennilegur málflutningur að stilla málinu þannig upp að afurðastöðvarnar eigi í vök að verjast gagnvart innflutningi á kjötvörum. Staðreyndin er sú að þær hafa sjálfar árum saman verið einna stærstu innflytjendurnir á kjöti. Í töflunni hér að neðan má sjá það hlutfall sem innlendar afurðastöðvar og bændur hafa fengið úthlutað af tollkvóta fyrir helztu flokka innfluttra kjötvara frá aðildarríkjum Evrópusambandsins, undanfarin þrjú ár. Í kílóum talið fluttu innlendar afurðastöðvar eða fyrirtæki þeim tengd inn 52% tollkvótans í þessum kjöttegundum á þessu tímabili. Sem kunnugt er, er tollkvótum úthlutað með útboði. Innflutningsfyrirtækin bjóða í kvótann og greiða fyrir svokallað útboðsgjald. Félag atvinnurekenda hefur bent bæði matvælaráðuneytinu og Samkeppniseftirlitinu á að það sé í hæsta máta óeðlilegt að innlendar afurðastöðvar taki þátt í tollkvótaútboðum. Það er þeirra hagur að bjóða sem hæst í kvótann, sem hækkar útboðsgjaldið sem öll innflutningsfyrirtæki verða að greiða og þar með verðið á innflutningnum, en þannig takmarka þær samkeppni frá innflutningi við eigin framleiðslu. Að láta í veðri vaka að innflutningur sé stórfelld ógn við innlenda kjötframleiðslu er í hæsta máta villandi. Hafa afurðastöðvarnar haft samráð um tilboðin? Eftir að Alþingi gaf afurðastöðvunum víðtæka undanþágu frá samkeppnislögum, hefur ekkert staðið í vegi fyrir því að þær hafi með sér samráð um tilboð í tollkvótana – allt þar til dómur Héraðsdóms féll í fyrradag. Slíkt samráð brýtur að sjálfsögðu gegn samkeppnislögum. Matvælaráðuneytið, sem sér um útboð tollkvótanna, hlýtur nú að kanna rækilega hvort afurðastöðvarnar og fyrirtæki þeim tengd hafi haft með sér slíkt samráð um tilboð, í skjóli hinnar ógildu samkeppnisundanþágu. Sé minnsti grunur um slíkt, ætti að útiloka viðkomandi fyrirtæki frá þátttöku í því tollkvótaútboði, sem nú stendur yfir vegna innflutnings á fyrri helmingi næsta árs. Háihólmi og trú bænda á afurðastöðvunum Mörgum bændum hefur, með réttu eða röngu, mislíkað að afurðastöðvarnar, sem sumar hverjar eru a.m.k. að nafninu til í þeirra eigu, standi í innflutningi á kjöti. Þegar formaður Bændasamtakanna segist „ekki [hafa] væntingar og trú um neitt annað“ en að afurðastöðvarnar dragi úr innflutningi, er hann líklega búinn að gleyma því sem gerðist í kjölfar aðalfundar Kaupfélags Skagfirðinga í fyrra. Samkvæmt frásögn Bændablaðsins beindi aðalfundurinn því til stjórnar KS að félagið og dótturfélög þess stæðu ekki í innflutningi á erlendum búvörum. Í frétt blaðsins var haft eftir Sigurjóni Rafnssyni aðstoðarkaupfélagsstjóra að ályktunin væri „skýr skilaboð um hvað Kaupfélagið eigi að standa fyrir og það sama eigi að gilda um dótturfélögin.“ Í framhaldi af aðalfundinum hætti Esja Gæðafæði, dótturfélag KS, að bjóða í tollkvóta. Hins vegar skaut upp kollinum nýr bjóðandi, sem tryggt hefur sér ágætan skerf af tollfrjálsum heimildum til innflutnings á kjöti. Það er fyrirtækið Háihólmi, sem við stofnun var skráð á viðskiptafélaga KS í veitingarekstri. Heimildin hefur upplýst að innflutningur fyrirtækisins fari að stærstum hluta til vinnslu hjá Esju. Skráður eigandi Háahólma er með aðstöðu á skrifstofum Esju, með netfang sem endar á esja.is og sendir út tölvupósta með undirskriftinni „innkaupastjóri – Esja Gæðafæði“. Kaupfélag Skagfirðinga bregzt með öðrum orðum við áskorunum félagsmanna sinna, bænda, með leynimakki og leppum til að geta haldið áfram að flytja inn kjöt. Hafa bændur örugglega trú á slíkum fyrirtækjum? Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Búvörusamningar Landbúnaður Samkeppnismál Alþingi Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Sjá meira
Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag var rætt við Trausta Hjálmarsson, formann Bændasamtaka Íslands, um dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum brjóti gegn stjórnarskránni og hafi ekki lagagildi. Í lok viðtalsins, sem birtist í lengri útgáfu á Vísi, var rætt um umsvif afurðastöðvanna í innflutningi á kjötvörum. Fréttamaður benti á að eftir kaup á Kjarnafæði-Norðlenska sér Kaupfélag Skagfirðinga, sem er jafnframt stór innflytjandi á kjötvöru, um slátrun á 60 prósent sauðfjár og nautgripa og er langstærsti heildsöluaðilinn á kjötvöru á landinu. Spurt var hvort þetta væri ekki bara einokun. „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá,“ svaraði formaður Bændasamtakanna og bætti við að að innflutningur væri sú samkeppni sem landbúnaðurinn byggi við. „Þá geri ég fastlega ráð fyrir og hef ekki væntingar og trú um neitt annað en það að þessi fyrirtæki, sem eru saman sett af íslenskum bændum, séu að reyna að skapa sér stöðu til þess að ná vopnum sínum í framleiðslu á innlendum afurðum og þar með draga sjálfir úr innflutningi.“ Afurðastöðvarnar hindra samkeppni við sjálfar sig Það er afar sérkennilegur málflutningur að stilla málinu þannig upp að afurðastöðvarnar eigi í vök að verjast gagnvart innflutningi á kjötvörum. Staðreyndin er sú að þær hafa sjálfar árum saman verið einna stærstu innflytjendurnir á kjöti. Í töflunni hér að neðan má sjá það hlutfall sem innlendar afurðastöðvar og bændur hafa fengið úthlutað af tollkvóta fyrir helztu flokka innfluttra kjötvara frá aðildarríkjum Evrópusambandsins, undanfarin þrjú ár. Í kílóum talið fluttu innlendar afurðastöðvar eða fyrirtæki þeim tengd inn 52% tollkvótans í þessum kjöttegundum á þessu tímabili. Sem kunnugt er, er tollkvótum úthlutað með útboði. Innflutningsfyrirtækin bjóða í kvótann og greiða fyrir svokallað útboðsgjald. Félag atvinnurekenda hefur bent bæði matvælaráðuneytinu og Samkeppniseftirlitinu á að það sé í hæsta máta óeðlilegt að innlendar afurðastöðvar taki þátt í tollkvótaútboðum. Það er þeirra hagur að bjóða sem hæst í kvótann, sem hækkar útboðsgjaldið sem öll innflutningsfyrirtæki verða að greiða og þar með verðið á innflutningnum, en þannig takmarka þær samkeppni frá innflutningi við eigin framleiðslu. Að láta í veðri vaka að innflutningur sé stórfelld ógn við innlenda kjötframleiðslu er í hæsta máta villandi. Hafa afurðastöðvarnar haft samráð um tilboðin? Eftir að Alþingi gaf afurðastöðvunum víðtæka undanþágu frá samkeppnislögum, hefur ekkert staðið í vegi fyrir því að þær hafi með sér samráð um tilboð í tollkvótana – allt þar til dómur Héraðsdóms féll í fyrradag. Slíkt samráð brýtur að sjálfsögðu gegn samkeppnislögum. Matvælaráðuneytið, sem sér um útboð tollkvótanna, hlýtur nú að kanna rækilega hvort afurðastöðvarnar og fyrirtæki þeim tengd hafi haft með sér slíkt samráð um tilboð, í skjóli hinnar ógildu samkeppnisundanþágu. Sé minnsti grunur um slíkt, ætti að útiloka viðkomandi fyrirtæki frá þátttöku í því tollkvótaútboði, sem nú stendur yfir vegna innflutnings á fyrri helmingi næsta árs. Háihólmi og trú bænda á afurðastöðvunum Mörgum bændum hefur, með réttu eða röngu, mislíkað að afurðastöðvarnar, sem sumar hverjar eru a.m.k. að nafninu til í þeirra eigu, standi í innflutningi á kjöti. Þegar formaður Bændasamtakanna segist „ekki [hafa] væntingar og trú um neitt annað“ en að afurðastöðvarnar dragi úr innflutningi, er hann líklega búinn að gleyma því sem gerðist í kjölfar aðalfundar Kaupfélags Skagfirðinga í fyrra. Samkvæmt frásögn Bændablaðsins beindi aðalfundurinn því til stjórnar KS að félagið og dótturfélög þess stæðu ekki í innflutningi á erlendum búvörum. Í frétt blaðsins var haft eftir Sigurjóni Rafnssyni aðstoðarkaupfélagsstjóra að ályktunin væri „skýr skilaboð um hvað Kaupfélagið eigi að standa fyrir og það sama eigi að gilda um dótturfélögin.“ Í framhaldi af aðalfundinum hætti Esja Gæðafæði, dótturfélag KS, að bjóða í tollkvóta. Hins vegar skaut upp kollinum nýr bjóðandi, sem tryggt hefur sér ágætan skerf af tollfrjálsum heimildum til innflutnings á kjöti. Það er fyrirtækið Háihólmi, sem við stofnun var skráð á viðskiptafélaga KS í veitingarekstri. Heimildin hefur upplýst að innflutningur fyrirtækisins fari að stærstum hluta til vinnslu hjá Esju. Skráður eigandi Háahólma er með aðstöðu á skrifstofum Esju, með netfang sem endar á esja.is og sendir út tölvupósta með undirskriftinni „innkaupastjóri – Esja Gæðafæði“. Kaupfélag Skagfirðinga bregzt með öðrum orðum við áskorunum félagsmanna sinna, bænda, með leynimakki og leppum til að geta haldið áfram að flytja inn kjöt. Hafa bændur örugglega trú á slíkum fyrirtækjum? Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun