Að vera stjórntækur að mati Viðreisnar Friðjón R. Friðjónsson skrifar 20. nóvember 2024 21:31 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar var á dögunum í einhverskonar skjallspjalli með formanni Samfylkingarinnar í hlaðvarpi Björns Inga Hrafnssonar, Grjótkastinu. Þar mærði Þorgerður meirihlutasamstarf Viðreisnar og Samfylkingarinnar í borgarstjórn Reykjavíkur undanfarin 6 ár, sagði samstarfið fínt og bætti við að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki stjórntækur, hvorki í borgarstjórn né á landsvísu. Sú fullyrðing kallar á að maður spyrji sig hvað það er að vera „stjórntækur“ að mati formanns Viðreisnar. Þá er vitnisburðurinn frá Reykjavík kannski vísbending. Þar hefur Viðreisn undirgengist öll helstu stefnumál Samfylkingarinnar, svo sem: Ofurþéttingarstefna Samfylkingarinnar er núna líka stefna Viðreisnar Afskiptaleysi Samfylkingarinnar í garð atvinnulífs í Reykjavík er núna líka stefna Viðreisnar Hatrömm andstaða Samfylkingarinnar í garð bifreiða er núna líka stefna Viðreisnar Skattahækkunarstefna Samfylkingarinnar er núna líka stefna Viðreisnar Biðlistastefna Samfylkingarinnar er núna líka stefna Viðreisnar Skeytingarleysi Samfylkingarinnar um rekstur Reykjavíkur er núna líka stefna Viðreisnar Í raun má vart á milli sjá hver situr í borgarstjórn fyrir Viðreisn og hver situr fyrir Samfylkingu. Fordæmin sýna því að það að vera stjórntækur fyrir Viðreisn er að kokgleypa stefnumál Samfylkingarinnar í einu og öllu. Það er kannski stefnan fyrir næsta kjörtímabil, að Viðreisn hlýði Víði og Kristrúnu. Því þó Viðreisn hafi kannski haft stefnumál í síðustu og þarsíðustu borgarstjórnarkosningum sem sker flokkinn frá Samfylkingunni þá hefur ekkert af þeim málum orðið að veruleika. Við sem höfum reynslu af störfum systurflokkanna í Reykjavík, Viðreisnar og Samfylkingar, verðum því að vara landsmenn við því að innleiða rekstur Reykjavíkur í landsmálin. Vara við því að innleiða þjónustu borgarinnar við borgarbúa til landsmanna allra og vara við því að innleiða yfirlæti meirihlutans í garð kjósenda. Skattgreiðendur hafa ekki efni á Reykjavíkurmódelinu, landsmenn eiga betra skilið. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Friðjón Friðjónsson Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar var á dögunum í einhverskonar skjallspjalli með formanni Samfylkingarinnar í hlaðvarpi Björns Inga Hrafnssonar, Grjótkastinu. Þar mærði Þorgerður meirihlutasamstarf Viðreisnar og Samfylkingarinnar í borgarstjórn Reykjavíkur undanfarin 6 ár, sagði samstarfið fínt og bætti við að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki stjórntækur, hvorki í borgarstjórn né á landsvísu. Sú fullyrðing kallar á að maður spyrji sig hvað það er að vera „stjórntækur“ að mati formanns Viðreisnar. Þá er vitnisburðurinn frá Reykjavík kannski vísbending. Þar hefur Viðreisn undirgengist öll helstu stefnumál Samfylkingarinnar, svo sem: Ofurþéttingarstefna Samfylkingarinnar er núna líka stefna Viðreisnar Afskiptaleysi Samfylkingarinnar í garð atvinnulífs í Reykjavík er núna líka stefna Viðreisnar Hatrömm andstaða Samfylkingarinnar í garð bifreiða er núna líka stefna Viðreisnar Skattahækkunarstefna Samfylkingarinnar er núna líka stefna Viðreisnar Biðlistastefna Samfylkingarinnar er núna líka stefna Viðreisnar Skeytingarleysi Samfylkingarinnar um rekstur Reykjavíkur er núna líka stefna Viðreisnar Í raun má vart á milli sjá hver situr í borgarstjórn fyrir Viðreisn og hver situr fyrir Samfylkingu. Fordæmin sýna því að það að vera stjórntækur fyrir Viðreisn er að kokgleypa stefnumál Samfylkingarinnar í einu og öllu. Það er kannski stefnan fyrir næsta kjörtímabil, að Viðreisn hlýði Víði og Kristrúnu. Því þó Viðreisn hafi kannski haft stefnumál í síðustu og þarsíðustu borgarstjórnarkosningum sem sker flokkinn frá Samfylkingunni þá hefur ekkert af þeim málum orðið að veruleika. Við sem höfum reynslu af störfum systurflokkanna í Reykjavík, Viðreisnar og Samfylkingar, verðum því að vara landsmenn við því að innleiða rekstur Reykjavíkur í landsmálin. Vara við því að innleiða þjónustu borgarinnar við borgarbúa til landsmanna allra og vara við því að innleiða yfirlæti meirihlutans í garð kjósenda. Skattgreiðendur hafa ekki efni á Reykjavíkurmódelinu, landsmenn eiga betra skilið. Höfundur er borgarfulltrúi.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar