Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar 21. nóvember 2024 12:47 Í gær skrifaði ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar grein þar sem hún telur engan vafa liggja á því að fyrirtæki eins og Intuens og Greenfit geti létt á heilbrigðiskerfinu. Það að ráðherra haldi að það teljist til jákvæðrar nýsköpunar í heilbrigðisgeiranum að taka blóðprufur útí bláinn og að fólk geti fengið tilefnislausa segulómun af öllum líkamanum lýsir alveg gífurlegri vanþekkingu á þessum málaflokki og fer ansi frjálslega með orðið nýsköpun. Það stingur í auga að ráðherra finnist enginn vafi leika á þessari fullyrðingu sinni að umrædd fyrirtæki létti á heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir að stjórn Læknafélags Íslands, Félag heimilislækna, Félags íslenskra krabbameinslækna og Félag röntgenlækna hafi harðlega gagnrýnt Intuens og starfsleyfi þess. Ástæða gagnrýnarinnar er meðal annars álagsaukning í heilbrigðiskerfinu, þvert á orð ráðherrans. Grein ráðherra lýsir skammsýni og vanþekkingu. Ráðherra heldur því fram að læknar séu á móti slíkum rannsóknum til að halda einokunarstöðu á markaði. Niðurstöður þessara rannsókna enda þó einmitt á borði lækna sem pöntuðu aldrei þessar blóðprufur eða þessa segulómun. Því hvað á fólk að gera við niðurstöðurnar? Þessi svokölluðu nýsköpunarfyrirtæki geta ekkert gert við þær og kunna ekki að túlka þær. Í þessum umræddu ástandsskoðunum, finnast oft á tíðum saklausar breytingar sem geta krafist frekari, í flestum tilvikum, óþarfra inngripa. Öllum inngripum fylgir áhætta og sumir bera skaða af. Ríkisrekna heilbrigðiskerfið okkar, kostað af skattpening, fer í að rannsaka þessar breytingar með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið og á sálarlíf einstaklingsins. Oflækningar eru dýrar og valda einstaklingum skaða. Þess vegna mæla vísindin á móti þeim. Ég veit ekki um þann lækni sem hefur pantað af sér segulómun af öllum líkamanum, enda vitum við áhættuna sem að fylgir því fyrir okkur persónulega, kostnaðinn fyrir samfélagið og meðvituð um að rannsóknir sýna ekki fram á neinn ábata af slíkri „skimun”. Nýsköpun í heilbrigðiskerfinu er af hinu góða og má efla. Embætti Landlæknis styður við nýsköpun og má þar nefna „Hackathon“ þar sem nýsköpunarfyrirtæki og til að mynda Landspítali og Háskóli Íslands hafa komið saman til að búa til lausnir við þeim vandamálum sem steðja að heilbrigðiskerfinu. Fyrirtæki eins og Greenfit og Intuens taka hins vegar ekki þátt í því að leysa vandamál en búa þau til í staðinn. Að nota orðið einokun eins og um samkeppnismarkað sé um að ræða er fjarstæðukennt. Ég sem spítalalæknir er ekki í samkeppni um sjúklingana mína, ég myndi gjarnan vilja að þeir þyrftu ekki á þjónustu minni að halda. Ég vil byggja upp heilbrigðiskerfi þar sem þeim fækkar sem þurfa að leita til mín. Það fæst með því að efla heilsugæsluna, ásamt því að styrkja forvarnir og efla skimanir sem hafa á bak við sig gagnreynda þekkingu. Höfundur er spítalalæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Sjá meira
Í gær skrifaði ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar grein þar sem hún telur engan vafa liggja á því að fyrirtæki eins og Intuens og Greenfit geti létt á heilbrigðiskerfinu. Það að ráðherra haldi að það teljist til jákvæðrar nýsköpunar í heilbrigðisgeiranum að taka blóðprufur útí bláinn og að fólk geti fengið tilefnislausa segulómun af öllum líkamanum lýsir alveg gífurlegri vanþekkingu á þessum málaflokki og fer ansi frjálslega með orðið nýsköpun. Það stingur í auga að ráðherra finnist enginn vafi leika á þessari fullyrðingu sinni að umrædd fyrirtæki létti á heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir að stjórn Læknafélags Íslands, Félag heimilislækna, Félags íslenskra krabbameinslækna og Félag röntgenlækna hafi harðlega gagnrýnt Intuens og starfsleyfi þess. Ástæða gagnrýnarinnar er meðal annars álagsaukning í heilbrigðiskerfinu, þvert á orð ráðherrans. Grein ráðherra lýsir skammsýni og vanþekkingu. Ráðherra heldur því fram að læknar séu á móti slíkum rannsóknum til að halda einokunarstöðu á markaði. Niðurstöður þessara rannsókna enda þó einmitt á borði lækna sem pöntuðu aldrei þessar blóðprufur eða þessa segulómun. Því hvað á fólk að gera við niðurstöðurnar? Þessi svokölluðu nýsköpunarfyrirtæki geta ekkert gert við þær og kunna ekki að túlka þær. Í þessum umræddu ástandsskoðunum, finnast oft á tíðum saklausar breytingar sem geta krafist frekari, í flestum tilvikum, óþarfra inngripa. Öllum inngripum fylgir áhætta og sumir bera skaða af. Ríkisrekna heilbrigðiskerfið okkar, kostað af skattpening, fer í að rannsaka þessar breytingar með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið og á sálarlíf einstaklingsins. Oflækningar eru dýrar og valda einstaklingum skaða. Þess vegna mæla vísindin á móti þeim. Ég veit ekki um þann lækni sem hefur pantað af sér segulómun af öllum líkamanum, enda vitum við áhættuna sem að fylgir því fyrir okkur persónulega, kostnaðinn fyrir samfélagið og meðvituð um að rannsóknir sýna ekki fram á neinn ábata af slíkri „skimun”. Nýsköpun í heilbrigðiskerfinu er af hinu góða og má efla. Embætti Landlæknis styður við nýsköpun og má þar nefna „Hackathon“ þar sem nýsköpunarfyrirtæki og til að mynda Landspítali og Háskóli Íslands hafa komið saman til að búa til lausnir við þeim vandamálum sem steðja að heilbrigðiskerfinu. Fyrirtæki eins og Greenfit og Intuens taka hins vegar ekki þátt í því að leysa vandamál en búa þau til í staðinn. Að nota orðið einokun eins og um samkeppnismarkað sé um að ræða er fjarstæðukennt. Ég sem spítalalæknir er ekki í samkeppni um sjúklingana mína, ég myndi gjarnan vilja að þeir þyrftu ekki á þjónustu minni að halda. Ég vil byggja upp heilbrigðiskerfi þar sem þeim fækkar sem þurfa að leita til mín. Það fæst með því að efla heilsugæsluna, ásamt því að styrkja forvarnir og efla skimanir sem hafa á bak við sig gagnreynda þekkingu. Höfundur er spítalalæknir.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun