FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Jakob Bjarnar skrifar 22. nóvember 2024 14:13 Ólafur telur Willum rífa af sér grímu forræðishyggjunnar á lokametrum ríkisstjórnarinnar og gangi freklega gegn meðal annars atvinnufrelsi fyrirtækja með reglugerð sinni. vísir/vilhelm Félag atvinnurekenda hefur sent umboðsmanni Alþingis kvörtun vegna reglugerðar Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra, sem hann undirritaði í lok október. Félagið telur ráðherra, sem nú situr í starfsstjórn, ganga alltof langt í forræðishyggjuátt og að hann troði meðal annars á stjórnarskrárvörðum eignar- og atvinnuréttindum. Þar er meðal annars kveðið á um að tóbaksvörur skuli vera í einsleitum umbúðum í „ljótasta lit í heimi“ og afmá skuli vörumerki af þeim. Hvað kemur næst? Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri FA er ekki sáttur. „Einhvers staðar verður að draga mörkin hvað varðar inngrip stjórnvalda í starfsemi fyrirtækja sem selja löglegar vörur. Það geta verið lýðheilsurök fyrir takmörkunum á réttindum framleiðenda og seljenda tóbaks, en slíkt inngrip í grundvallarréttindi á að vera í höndum Alþingis en ekki geðþóttaákvörðun ráðherra. Ef þetta er látið óátalið, hvað kemur þá næst?“ spyr Ólafur forviða. FA telur reglugerðina ekki hafa lagastoð og hún sé svo veigamikið inngrip í stjórnarskrárvernduð eignar- og atvinnuréttindi að ótækt sé að ráðherra ákveði slíkt upp á sitt einsdæmi. Willum var orðinn ráðherra í starfsstjórn er reglugerðin var sett. Vísað er til ákvæða í grein 6.c í tóbaksvarnarlögum þar sem finna má tæmandi upptalningu á því hvaða merkingar sé óheimilt að hafa á tóbaksumbúðum. En vörumerki fyrirtækja eru ekki þar á meðal. Skrítið að ráðherra í starfsstjórn skuli ráðast í annað eins og þetta „FA fær því ekki séð að lagastoð sé til staðar hvað varðar ákvæði 20 gr. reglugerðarinnar um einsleitar umbúðir. Ráðherra, sem meira að segja situr í starfsstjórn er reglugerðin er undirrituð, getur ekki upp á sitt einsdæmi ákveðið að setja reglugerð sem hefur ekki stoð í lögum. Þetta hefur umboðsmaður staðfest í álitum sínum, t.d. áliti nr. 1792/1996. Þar kom fram „að nauðsynlegt sé að skýrt sé frá því gengið í lögum, hvaða kvaðir verði lagðar á borgana“,“ segir í kvörtun FA. Þá er bent á að um veigamikil inngrip sé að ræða í bæði eigarréttindi sem og atvinnufrelsi fyrirtækja. Rétt sé að Alþingi fjalli um slíkt, en það sé ekki ákveðið af ráðherra með reglugerð. Bent er á að þegar séu í gildi ákvæði um að bannað sé að hafa tóbak sýnilegt á sölustöðum og því vandséð hvaða markmiðum ákvæði um einsleitar umbúðir eigi að ná. Enginn rökstuðningur hafi komið fram af hálfu heilbrigðisráðuneytisins hvað þetta varðar. Rekstur hins opinbera Áfengi og tóbak Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Félagasamtök Stjórnsýsla Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Sjá meira
Þar er meðal annars kveðið á um að tóbaksvörur skuli vera í einsleitum umbúðum í „ljótasta lit í heimi“ og afmá skuli vörumerki af þeim. Hvað kemur næst? Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri FA er ekki sáttur. „Einhvers staðar verður að draga mörkin hvað varðar inngrip stjórnvalda í starfsemi fyrirtækja sem selja löglegar vörur. Það geta verið lýðheilsurök fyrir takmörkunum á réttindum framleiðenda og seljenda tóbaks, en slíkt inngrip í grundvallarréttindi á að vera í höndum Alþingis en ekki geðþóttaákvörðun ráðherra. Ef þetta er látið óátalið, hvað kemur þá næst?“ spyr Ólafur forviða. FA telur reglugerðina ekki hafa lagastoð og hún sé svo veigamikið inngrip í stjórnarskrárvernduð eignar- og atvinnuréttindi að ótækt sé að ráðherra ákveði slíkt upp á sitt einsdæmi. Willum var orðinn ráðherra í starfsstjórn er reglugerðin var sett. Vísað er til ákvæða í grein 6.c í tóbaksvarnarlögum þar sem finna má tæmandi upptalningu á því hvaða merkingar sé óheimilt að hafa á tóbaksumbúðum. En vörumerki fyrirtækja eru ekki þar á meðal. Skrítið að ráðherra í starfsstjórn skuli ráðast í annað eins og þetta „FA fær því ekki séð að lagastoð sé til staðar hvað varðar ákvæði 20 gr. reglugerðarinnar um einsleitar umbúðir. Ráðherra, sem meira að segja situr í starfsstjórn er reglugerðin er undirrituð, getur ekki upp á sitt einsdæmi ákveðið að setja reglugerð sem hefur ekki stoð í lögum. Þetta hefur umboðsmaður staðfest í álitum sínum, t.d. áliti nr. 1792/1996. Þar kom fram „að nauðsynlegt sé að skýrt sé frá því gengið í lögum, hvaða kvaðir verði lagðar á borgana“,“ segir í kvörtun FA. Þá er bent á að um veigamikil inngrip sé að ræða í bæði eigarréttindi sem og atvinnufrelsi fyrirtækja. Rétt sé að Alþingi fjalli um slíkt, en það sé ekki ákveðið af ráðherra með reglugerð. Bent er á að þegar séu í gildi ákvæði um að bannað sé að hafa tóbak sýnilegt á sölustöðum og því vandséð hvaða markmiðum ákvæði um einsleitar umbúðir eigi að ná. Enginn rökstuðningur hafi komið fram af hálfu heilbrigðisráðuneytisins hvað þetta varðar.
Rekstur hins opinbera Áfengi og tóbak Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Félagasamtök Stjórnsýsla Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Sjá meira