Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. nóvember 2024 08:13 Yfir 10.000 manns hafa tekið kosningapróf Viðskiptaráðs. Vísir/Einar Afnám stimpilgjalds við fasteignakaup, aukin orkuöflun, áframhaldandi innflutningur jarðefnaeldsneytisbíla og samræmt námsmat við lok grunnskólagöngu eru þau mál sem njóta mesta stuðnings þátttakenda í kosningaprófi Viðskiptaráðs í aðdraganda alþingiskosninga. Þetta kemur fram á vef Viðskiptaráðs. Þar segir að yfr tíu þúsund manns hafi tekið prófið, en það samanstendur af 60 spurningum um margvísleg málefni. Stimpilgjaldið gæti vel farið „Mestur stuðningur var við afnám stimpilgjalds við kaup á fasteignum. Stimpilgjöld eru enda úrelt skattheimta sem dregur úr veltu á fasteignamarkaði og velferð með því að hindra viðskipti á milli aðila. Sé miðað við niðurstöður Kosningaáttavita Viðskiptaráðs, þar sem öll stjórnmálaframboð á landsvísu voru spurð sömu spurninga og í kosningaprófinu, gæti afnám þess raungerst á næsta kjörtímabili, en sjö framboð eru fylgjandi afnámi og tvö hlutlaus,“ segir á vef Viðskiptaráðs. Samræmt námsmat og aukin orkuöflun Önnur mál sem hafi notið stuðnings meiri hluta þátttakenda hafi verið aukin orkuöflun í jarðvarma og vatnsafli, með 81 prósenta stuðning. Flestir þátttakenda séu einnig fylgjandi áframhaldandi innflutningi bíla sem gangi fyrir jarðefnaeldsneyti. Fjórða vinsælasta málið hafi verið samræmt námsmat við lok grunnskólagöngu og það fimmta að ríkið semji við einkaaðila jafnt sem opinbera um annars stigs heilbrigðisþjónustu, til að mynda ákveðnar skurðaðgerðir. Sala á Landsvirkjun óvinsælust „Önnur mál hlutu hins vegar dræmari hljómgrunn meðal þátttakenda. Þar sker sig sérstaklega úr spurning um sölu á hlut í Landsvirkjun, en 83% voru andvíg því á meðan 8% voru fylgjandi. Niðurstaðan var ekki jafn afgerandi fyrir aðrar spurningar á lista yfir þær sem minnstra vinsælda nutu. Þar má nefna takmarkaðan stuðning við að draga úr lögverndun starfa og starfsheita.“ Eins hafi mátt merkja stuðning við gjaldfrjálsar skólamáltíðir, auk þess sem ríflega helmingur svarenda hafi verið andvígur sölu á hlutum í Keflavíkurflugvelli og/eða Landsbankanum. Íbúðir í skammtímaleigu og kaupakagreiðslur fjármálafyrirtækja nutu ekki heldur mikils stuðnings þátttakenda. „Heilt yfir sýna niðurstöður kosningaprófsins að meirihluti þátttakenda er fylgjandi tugum góðra mála sem eru til þess fallin að auka hagsæld hér á landi. Vert er að taka fram að svör þátttakenda kosningaprófsins þurfa ekki að endurspegla afstöðu allra kjósenda. Engu að síður gefa niðurstöðurnar vísbendingu um afstöðu kjósenda til þessara mála. Að mati Viðskiptaráðs gefa niðurstöður kosningaprófsins tilefni til bjartsýni varðandi mörg þjóðþrifamál sem breið samstaða gæti náðst um. Það er von ráðsins að mörg þeirra verði að veruleika á næsta kjörtímabili,“ segir í tilkynningu Viðskiptaráðs um niðurstöðurnar. Alþingiskosningar 2024 Landsvirkjun Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Viðskiptaráðs. Þar segir að yfr tíu þúsund manns hafi tekið prófið, en það samanstendur af 60 spurningum um margvísleg málefni. Stimpilgjaldið gæti vel farið „Mestur stuðningur var við afnám stimpilgjalds við kaup á fasteignum. Stimpilgjöld eru enda úrelt skattheimta sem dregur úr veltu á fasteignamarkaði og velferð með því að hindra viðskipti á milli aðila. Sé miðað við niðurstöður Kosningaáttavita Viðskiptaráðs, þar sem öll stjórnmálaframboð á landsvísu voru spurð sömu spurninga og í kosningaprófinu, gæti afnám þess raungerst á næsta kjörtímabili, en sjö framboð eru fylgjandi afnámi og tvö hlutlaus,“ segir á vef Viðskiptaráðs. Samræmt námsmat og aukin orkuöflun Önnur mál sem hafi notið stuðnings meiri hluta þátttakenda hafi verið aukin orkuöflun í jarðvarma og vatnsafli, með 81 prósenta stuðning. Flestir þátttakenda séu einnig fylgjandi áframhaldandi innflutningi bíla sem gangi fyrir jarðefnaeldsneyti. Fjórða vinsælasta málið hafi verið samræmt námsmat við lok grunnskólagöngu og það fimmta að ríkið semji við einkaaðila jafnt sem opinbera um annars stigs heilbrigðisþjónustu, til að mynda ákveðnar skurðaðgerðir. Sala á Landsvirkjun óvinsælust „Önnur mál hlutu hins vegar dræmari hljómgrunn meðal þátttakenda. Þar sker sig sérstaklega úr spurning um sölu á hlut í Landsvirkjun, en 83% voru andvíg því á meðan 8% voru fylgjandi. Niðurstaðan var ekki jafn afgerandi fyrir aðrar spurningar á lista yfir þær sem minnstra vinsælda nutu. Þar má nefna takmarkaðan stuðning við að draga úr lögverndun starfa og starfsheita.“ Eins hafi mátt merkja stuðning við gjaldfrjálsar skólamáltíðir, auk þess sem ríflega helmingur svarenda hafi verið andvígur sölu á hlutum í Keflavíkurflugvelli og/eða Landsbankanum. Íbúðir í skammtímaleigu og kaupakagreiðslur fjármálafyrirtækja nutu ekki heldur mikils stuðnings þátttakenda. „Heilt yfir sýna niðurstöður kosningaprófsins að meirihluti þátttakenda er fylgjandi tugum góðra mála sem eru til þess fallin að auka hagsæld hér á landi. Vert er að taka fram að svör þátttakenda kosningaprófsins þurfa ekki að endurspegla afstöðu allra kjósenda. Engu að síður gefa niðurstöðurnar vísbendingu um afstöðu kjósenda til þessara mála. Að mati Viðskiptaráðs gefa niðurstöður kosningaprófsins tilefni til bjartsýni varðandi mörg þjóðþrifamál sem breið samstaða gæti náðst um. Það er von ráðsins að mörg þeirra verði að veruleika á næsta kjörtímabili,“ segir í tilkynningu Viðskiptaráðs um niðurstöðurnar.
Alþingiskosningar 2024 Landsvirkjun Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sjá meira