Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar 26. nóvember 2024 15:32 Hvert líður land sem stjórnað er af þeim sem kunni að telja peninga en skilji ekki gildi mannsins? Hér kemur á svið okkar sagan af Bjarna og Simma, tveimur höfðingjum sem hafa setið við stjórnvöl Íslands lengur en flestir vilja muna. Þeir hafa siglt þjóðarskútunni í gegnum myrkur og birtu, en við skulum spyrja; Hvert hefur ferðinni verið heitið? Við skulum byrja á Bjarna. Hann stendur í háa hallargarði sínum, fjárhirslurnar þrútnar af seðlum og skuldabréfum, en hugsunin svo þröng að ekki kemst þar inn draumur um réttlæti. Það má segja að Bjarni sé eins konar Mílanómaður Íslands, hann kann að klæða sig í skrautleg föt fjármála en skilur ekki hvernig maður klæðir sár samfélagsins. Simmi, hinn, er ekki síður sérstakur. Hann hefur verið kallaður "maður fólksins," en það er líklega aðeins vegna þess að hann stendur svo oft í kringum fólk í myndavélaljósinu. Verk hans á sviði mannréttinda hafa þó verið svo léttvæg að ef þau væru sett á vogarskál við vindhviðu myndu þau sveiflast á brott. Hann hefur talað fyrir jafnræði, en það jafnræði virðist alltaf einhvern veginn skila sér til þeirra sem hafa það nú þegar bærilegt. En hvað hafa þessir tveir höfðingjar í raun gert fyrir þá sem standa höllum fæti? Ekki nema sárar minningar um loforð sem brotnuðu áður en þau náðu út í loftið. Við eigum foreldra fatlaðra barna og fullorðinna sem bíða óþreyjufull eftir stuðningi eða réttindagæslu. Við eigum heimilislausa sem standa í biðröðum fyrir utan hús sem aldrei opnast. Og við eigum öldruð hjón sem þurfa að velja á milli hita og matar. Það er eins og Bjarni og Simmi séu fastir í þeirri trú að hagvöxtur sé lækning við öllum meinum, án þess að átta sig á því að hagvöxturinn nær sjaldan þeim sem helst þurfa á honum að halda. Það er gaman að hugsa til þess hvernig Halldór Laxness hefði skrifað um þá félaga. Hann hefði líklega sett þá í skáldsögu, kannski kallað þá Bjarna peninga og Simma sjónhverfingarmann. Bókin hefði byrjað í glæsilegum salarkynnum, en enda í kotbýli þar sem bændafólk situr og dregur skítuga ull úr rekkju. Það er kaldhæðni í því að þeir sem hafa það best, skuli sjaldnast skilja hvað það er að eiga ekki neitt. Við verðum þó að enda þetta með von. Ísland hefur lifað af meiri storma en Bjarna og Simma. Það hefur rísað úr öskustó í bókstaflegri merkingu, og það mun gera það aftur. Til þess þarf nýja leiðtoga, ekki aðeins þá sem tala fyrir fólkið, heldur þá sem standa með því. Það þarf stjórnendur sem skilja að hagkerfið er ekki markmið heldur verkfæri. Þá fyrst getum við vonað að þau sem standa höllum fæti fái að njóta lífsins til jafns við þá sem það hafa fengið í arf. Þar liggja sönn mannréttindi. Og það er hlutverk okkar allra að krefjast þess, því Bjarni og Simmi munu ekki gera það fyrir okkur. Höfundur er náms- og starfsráðgjafi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Hvert líður land sem stjórnað er af þeim sem kunni að telja peninga en skilji ekki gildi mannsins? Hér kemur á svið okkar sagan af Bjarna og Simma, tveimur höfðingjum sem hafa setið við stjórnvöl Íslands lengur en flestir vilja muna. Þeir hafa siglt þjóðarskútunni í gegnum myrkur og birtu, en við skulum spyrja; Hvert hefur ferðinni verið heitið? Við skulum byrja á Bjarna. Hann stendur í háa hallargarði sínum, fjárhirslurnar þrútnar af seðlum og skuldabréfum, en hugsunin svo þröng að ekki kemst þar inn draumur um réttlæti. Það má segja að Bjarni sé eins konar Mílanómaður Íslands, hann kann að klæða sig í skrautleg föt fjármála en skilur ekki hvernig maður klæðir sár samfélagsins. Simmi, hinn, er ekki síður sérstakur. Hann hefur verið kallaður "maður fólksins," en það er líklega aðeins vegna þess að hann stendur svo oft í kringum fólk í myndavélaljósinu. Verk hans á sviði mannréttinda hafa þó verið svo léttvæg að ef þau væru sett á vogarskál við vindhviðu myndu þau sveiflast á brott. Hann hefur talað fyrir jafnræði, en það jafnræði virðist alltaf einhvern veginn skila sér til þeirra sem hafa það nú þegar bærilegt. En hvað hafa þessir tveir höfðingjar í raun gert fyrir þá sem standa höllum fæti? Ekki nema sárar minningar um loforð sem brotnuðu áður en þau náðu út í loftið. Við eigum foreldra fatlaðra barna og fullorðinna sem bíða óþreyjufull eftir stuðningi eða réttindagæslu. Við eigum heimilislausa sem standa í biðröðum fyrir utan hús sem aldrei opnast. Og við eigum öldruð hjón sem þurfa að velja á milli hita og matar. Það er eins og Bjarni og Simmi séu fastir í þeirri trú að hagvöxtur sé lækning við öllum meinum, án þess að átta sig á því að hagvöxturinn nær sjaldan þeim sem helst þurfa á honum að halda. Það er gaman að hugsa til þess hvernig Halldór Laxness hefði skrifað um þá félaga. Hann hefði líklega sett þá í skáldsögu, kannski kallað þá Bjarna peninga og Simma sjónhverfingarmann. Bókin hefði byrjað í glæsilegum salarkynnum, en enda í kotbýli þar sem bændafólk situr og dregur skítuga ull úr rekkju. Það er kaldhæðni í því að þeir sem hafa það best, skuli sjaldnast skilja hvað það er að eiga ekki neitt. Við verðum þó að enda þetta með von. Ísland hefur lifað af meiri storma en Bjarna og Simma. Það hefur rísað úr öskustó í bókstaflegri merkingu, og það mun gera það aftur. Til þess þarf nýja leiðtoga, ekki aðeins þá sem tala fyrir fólkið, heldur þá sem standa með því. Það þarf stjórnendur sem skilja að hagkerfið er ekki markmið heldur verkfæri. Þá fyrst getum við vonað að þau sem standa höllum fæti fái að njóta lífsins til jafns við þá sem það hafa fengið í arf. Þar liggja sönn mannréttindi. Og það er hlutverk okkar allra að krefjast þess, því Bjarni og Simmi munu ekki gera það fyrir okkur. Höfundur er náms- og starfsráðgjafi
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun