Fúskið, letin, hugleysið og spillingin Björn Þorláksson skrifar 27. nóvember 2024 10:01 Handhafar varðhundshlutverksins hjá Rúv þurfa með örfáum undantekningum að gera betur í að greina fyrir þjóðinni hvers vegna við göngum til kosninga á laugardaginn. Við göngum til kosninga í brjáluðu veðri, í myrkri um miðjan vetur vegna þess að ríkisstjórnin sprakk. Og ríkisstjórnin sprakk vegna spillingar, óheilinda og ömurlegrar efnahagsstjórnar. Hún sprakk vegna þess að henni var stýrt undir lokin af spilltasta stjórnmálamanni samtímans samkvæmt fjölmörgum viðhorfskönnunum sem gerðar hafa verið um álit landsmanna. Fjöldi spillingarmála hans talar sínu máli. 45.000 Íslendingar reyndu að afþakka þjónustu þessa manns fyrir skemmstu en án árangurs. Nú horfir þó í að við losnum við hann. Um það má ekki tala Átta milljarða fær Rúv í forgjöf umfram alla aðra fjölmiðla hér á landi. Til þess eins nú um stundir að ræða það ekki sem allur almenningur ræðir frá morgni til kvölds. Til dæmis orsök stjórnarslitanna og óvinsældir formans Sjálfstæðisflokksins. Fjölmiðill sem nýtur svo gríðarlegra forréttinda (en býr því miður ekki lengur yfir faglegum yfirburðum) þarf að leggja einstaka áherslu á varðhundshlutverkið, sem er annað orð yfir eftirlits- og aðhaldshlutverk fjölmiðla. Einkum á tímum mikilla þjóðfélagsbreytinga. En það er eins og rúvarar hafi gleymt allri spillingunni, eins og að Rúv líti undan því að stór hluti landsmanna lepur dauðann úr skel vegna spillingar, kaupmáttur ungs fólks hefur ekki vaxið í tvo áratugi, drjúgur hluti hins íslenska alþýðufólks er í allt að þrefaldri vinnu til að hafa efni á morgunkorninu handa börnunum okkar. Fólk í erfiðisvinnu slítur sér út fyrir sextugt. Afturhvarf til tíma fátæktar og bágrar heilsu hér á landi. Í boði fráfarandi stjórnvalda. Í stað þess að allir hafi nóg og ætti að vera vegna auðlinda landsmanna eru hér tvö þjóðarbrot, þar sem minnihlutinn á næstum allt en meirihlutinn lítið sem ekki neitt. Þegar ég vann á Rúv fyrir tveimur áratugum, áttuðu flestir fréttamenn sig jafnan á því að þegar fólkið í landinu segir hingað og ekki lengra og umbyltir stjórnarfari eins og nú er í pípunum samkvæmt skoðanakönnum, þá hefur eitthvað stórt og hrikalegt gerst í heimi stjórnmálanna, sem almenningi finnst óverjandi. En Rúv segir bara pass. Jafnvel ríkisbankar hafa í skjóli stjórnmálanna hegðað sér undanfarið eins og rányrkjufyrirtæki í einkaeigu. Reist sér stjórnlaust hallir fyrir tugi milljarða. Bankarnir hafa frekjast inn á dýrustu lóðir á sama tíma og hundruð íslenskra ungmenna flýja land. Nú er svo komið að vegna húsnæðisskorts og kostnaðar við húsnsæði gerir Ísland ekki ráð fyrir að önnur börn en útsæði hinna ríku fái þak yfir höfuðið. Þess vegna blasir við bylting í stjórnarfari. Bankarnir planta sér þar sem ætti að rísa menningarrými fyrir svangan almenning. Menningarrými til heiðurs hins lúbarða Íslendings fyrir að hafa þraukað af ömurleg stjórnvöld. Bankarnir nenna ekki lengur að láta eigin arkitekta teikna inn þjónusturými fyrir almenning þegar nýjar hallir eru rissaðar upp. Og fyrir bókelska minni ég á kafla sem allt fjölmiðlafólk ætti að lesa - Að læka Íslandsbanka - í spillingarsögunni Besti vinur aðal, bók sem er nýkomin út en samt nánast uppseld og verið að prenta annað upplag vegna þess að landsmenn þekkja spillinguna og vilja lesa meira um spillinguna þótt Rúvarar skili auðu. Ég ætla rétt að vona að sú stund renni upp og helst í dag að rúvarar geri sér grein fyrir því sem flest fólk í hópi almennings virðist hafa áttað sig á, að þar sem Ísland er orðið eins gjörspillt land og raun ber vitni, þarf viðsnúning í mönnun ráðandi kerfa. Sú er helsta ástæða þess að skoðanakannanir hafa um langt skeið sýnt að landsmenn ætla að gefa spillingu ráðandi afla hér á landi rauða spjaldið á laugardaginn. Ég elska Rúv Fjölmiðlar eru hluti spillingarvandans hér á landi. Rúv gæti verið hluti lausnarinnar en er það alls ekki, þvert á móti. Ég elska Ríkisútvarpið og vil veg Rúv sem mestan, ég vil öflugt og óhrætt, sjálfstætt almannaútvarp. Ekki værukæra starfsmenn sem segja bara pass. Gleymum ekki að þegar fúsk og hugleysi ræður ríkjum er styst í spillinguna. Hefði þeim sem stóðu að Frönsku byltingunni forðum dottið í hug að bjóða almenningi upp á knúz- og hróshring eins og fréttastofa landsmanna bauð okkur upp á eftir fyrri umræðurnar í sjónvarpi meðal leiðtoga flokkanna um daginn? Það sem þau áttu að tala um Það sem þau í Silfrinu síðastliðið mánudagskvöld hefðu átt að ræða er að sjálft tjáningarfrelsið er í hættu vegna þess að sama fólkið er að kaupa allt upp. Og einnig atvinnulíf okkar almúgans. Þess vegna er sérstök ástæða fyrir Rúv að girða sig af krafti í brók. "Til að toppa græðgina og spillinguna hækkuðu bankarnir vexti á verðtryggðum húsnæðislánum sem Seðlabankinn hefur rekið stóran hluta þjóðarinnar í með okurvaxta stefnu sinni. Og þrátt fyrir aumingjalega vaxtalækkun er vaxtamunur bankanna, álagning, að aukast vegna þessa,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. „Bankarnir græða sem aldrei fyrr. Hreinar vaxtatekjur og þjónustugjöld námu 145 milljörðum fyrstu 9 mánuði ársins hjá bönkunum þremur. Þetta er tvöföld sú upphæð sem kostaði að kaupa allt íbúðarhúsnæði í Grindavík. ÞRÍR BANKAR! NÍU MÁNUÐIR!" Um þetta ætti Ríkisútvarpið að fjalla. Ef Rúv ætlar að standa sig í hlutverkinu hornsteinn lýðræðis. Því vegna auðræðis er að okkur sótt um ýmsum áttum þessa dagana og varnir eru minni en ella vegna þess að spilling hefur verið inngróið mein í tíð fráfarandi ríkisstjórnar. Mig langar að lokum að hvetja alla landsmenn til að nýta kosningaréttinn. Höfundur er blaðamaður og rithöfundur, skipar 3. sætið í Reykjavík norður fyrir Flokk fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Handhafar varðhundshlutverksins hjá Rúv þurfa með örfáum undantekningum að gera betur í að greina fyrir þjóðinni hvers vegna við göngum til kosninga á laugardaginn. Við göngum til kosninga í brjáluðu veðri, í myrkri um miðjan vetur vegna þess að ríkisstjórnin sprakk. Og ríkisstjórnin sprakk vegna spillingar, óheilinda og ömurlegrar efnahagsstjórnar. Hún sprakk vegna þess að henni var stýrt undir lokin af spilltasta stjórnmálamanni samtímans samkvæmt fjölmörgum viðhorfskönnunum sem gerðar hafa verið um álit landsmanna. Fjöldi spillingarmála hans talar sínu máli. 45.000 Íslendingar reyndu að afþakka þjónustu þessa manns fyrir skemmstu en án árangurs. Nú horfir þó í að við losnum við hann. Um það má ekki tala Átta milljarða fær Rúv í forgjöf umfram alla aðra fjölmiðla hér á landi. Til þess eins nú um stundir að ræða það ekki sem allur almenningur ræðir frá morgni til kvölds. Til dæmis orsök stjórnarslitanna og óvinsældir formans Sjálfstæðisflokksins. Fjölmiðill sem nýtur svo gríðarlegra forréttinda (en býr því miður ekki lengur yfir faglegum yfirburðum) þarf að leggja einstaka áherslu á varðhundshlutverkið, sem er annað orð yfir eftirlits- og aðhaldshlutverk fjölmiðla. Einkum á tímum mikilla þjóðfélagsbreytinga. En það er eins og rúvarar hafi gleymt allri spillingunni, eins og að Rúv líti undan því að stór hluti landsmanna lepur dauðann úr skel vegna spillingar, kaupmáttur ungs fólks hefur ekki vaxið í tvo áratugi, drjúgur hluti hins íslenska alþýðufólks er í allt að þrefaldri vinnu til að hafa efni á morgunkorninu handa börnunum okkar. Fólk í erfiðisvinnu slítur sér út fyrir sextugt. Afturhvarf til tíma fátæktar og bágrar heilsu hér á landi. Í boði fráfarandi stjórnvalda. Í stað þess að allir hafi nóg og ætti að vera vegna auðlinda landsmanna eru hér tvö þjóðarbrot, þar sem minnihlutinn á næstum allt en meirihlutinn lítið sem ekki neitt. Þegar ég vann á Rúv fyrir tveimur áratugum, áttuðu flestir fréttamenn sig jafnan á því að þegar fólkið í landinu segir hingað og ekki lengra og umbyltir stjórnarfari eins og nú er í pípunum samkvæmt skoðanakönnum, þá hefur eitthvað stórt og hrikalegt gerst í heimi stjórnmálanna, sem almenningi finnst óverjandi. En Rúv segir bara pass. Jafnvel ríkisbankar hafa í skjóli stjórnmálanna hegðað sér undanfarið eins og rányrkjufyrirtæki í einkaeigu. Reist sér stjórnlaust hallir fyrir tugi milljarða. Bankarnir hafa frekjast inn á dýrustu lóðir á sama tíma og hundruð íslenskra ungmenna flýja land. Nú er svo komið að vegna húsnæðisskorts og kostnaðar við húsnsæði gerir Ísland ekki ráð fyrir að önnur börn en útsæði hinna ríku fái þak yfir höfuðið. Þess vegna blasir við bylting í stjórnarfari. Bankarnir planta sér þar sem ætti að rísa menningarrými fyrir svangan almenning. Menningarrými til heiðurs hins lúbarða Íslendings fyrir að hafa þraukað af ömurleg stjórnvöld. Bankarnir nenna ekki lengur að láta eigin arkitekta teikna inn þjónusturými fyrir almenning þegar nýjar hallir eru rissaðar upp. Og fyrir bókelska minni ég á kafla sem allt fjölmiðlafólk ætti að lesa - Að læka Íslandsbanka - í spillingarsögunni Besti vinur aðal, bók sem er nýkomin út en samt nánast uppseld og verið að prenta annað upplag vegna þess að landsmenn þekkja spillinguna og vilja lesa meira um spillinguna þótt Rúvarar skili auðu. Ég ætla rétt að vona að sú stund renni upp og helst í dag að rúvarar geri sér grein fyrir því sem flest fólk í hópi almennings virðist hafa áttað sig á, að þar sem Ísland er orðið eins gjörspillt land og raun ber vitni, þarf viðsnúning í mönnun ráðandi kerfa. Sú er helsta ástæða þess að skoðanakannanir hafa um langt skeið sýnt að landsmenn ætla að gefa spillingu ráðandi afla hér á landi rauða spjaldið á laugardaginn. Ég elska Rúv Fjölmiðlar eru hluti spillingarvandans hér á landi. Rúv gæti verið hluti lausnarinnar en er það alls ekki, þvert á móti. Ég elska Ríkisútvarpið og vil veg Rúv sem mestan, ég vil öflugt og óhrætt, sjálfstætt almannaútvarp. Ekki værukæra starfsmenn sem segja bara pass. Gleymum ekki að þegar fúsk og hugleysi ræður ríkjum er styst í spillinguna. Hefði þeim sem stóðu að Frönsku byltingunni forðum dottið í hug að bjóða almenningi upp á knúz- og hróshring eins og fréttastofa landsmanna bauð okkur upp á eftir fyrri umræðurnar í sjónvarpi meðal leiðtoga flokkanna um daginn? Það sem þau áttu að tala um Það sem þau í Silfrinu síðastliðið mánudagskvöld hefðu átt að ræða er að sjálft tjáningarfrelsið er í hættu vegna þess að sama fólkið er að kaupa allt upp. Og einnig atvinnulíf okkar almúgans. Þess vegna er sérstök ástæða fyrir Rúv að girða sig af krafti í brók. "Til að toppa græðgina og spillinguna hækkuðu bankarnir vexti á verðtryggðum húsnæðislánum sem Seðlabankinn hefur rekið stóran hluta þjóðarinnar í með okurvaxta stefnu sinni. Og þrátt fyrir aumingjalega vaxtalækkun er vaxtamunur bankanna, álagning, að aukast vegna þessa,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. „Bankarnir græða sem aldrei fyrr. Hreinar vaxtatekjur og þjónustugjöld námu 145 milljörðum fyrstu 9 mánuði ársins hjá bönkunum þremur. Þetta er tvöföld sú upphæð sem kostaði að kaupa allt íbúðarhúsnæði í Grindavík. ÞRÍR BANKAR! NÍU MÁNUÐIR!" Um þetta ætti Ríkisútvarpið að fjalla. Ef Rúv ætlar að standa sig í hlutverkinu hornsteinn lýðræðis. Því vegna auðræðis er að okkur sótt um ýmsum áttum þessa dagana og varnir eru minni en ella vegna þess að spilling hefur verið inngróið mein í tíð fráfarandi ríkisstjórnar. Mig langar að lokum að hvetja alla landsmenn til að nýta kosningaréttinn. Höfundur er blaðamaður og rithöfundur, skipar 3. sætið í Reykjavík norður fyrir Flokk fólksins.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun