Í umfjöllun Hollywood Reporter er haft eftir syni hans að hann hafi látist á heimili sínu í Santa Monica í Kaliforníu. Abrahams skrifaði margar af þekktustu grínmyndum samtímans og leikstýrði þeim með vinum sínum bræðrunum Jerry og David Zucker.
Tríóið gerði sína fyrstu mynd saman árið 1977 en það var myndin Kentucky Fried Movie. Þeir unnu svo saman að myndum likt og Animal House og Top Secret! Abrahams leikstýrði svo á eigin vegum myndum líkt og Big Business og Hot Shots! sem kom út árið 1993 og skartaði Charlie Sheen í aðalhlutverki.
Fram kemur í umfjöllun miðilsins að kvikmyndir Abrahams hafi þótt framúrskarandi fyrir einstakan húmor sinn og kaldhæðni í handriti sem aldrei hafði sést áður á hvíta tjaldinu. Ein frægasta mynd þeirra Airplane sem kom út árið 1980 varð til á tíma þar sem dramatískar og alvörugefnar kvikmyndir hvers söguþræðir gerðust í flugvélum voru allsráðandi. Abrahams og félagar hafi séð sér leik á borði.