Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 27. nóvember 2024 15:11 Flest börn sem komin eru á ákveðinn aldur eru á samfélagsmiðlum í gegnum símana sína. Mörg eru á samfélagsmiðlum marga tíma á sólarhring. Stór hópur barna geta ekki hugsað sér að skilja við símann nema kannski í örstutta stund og fengju þau að ráða myndu þau aldrei skilja við hann. Í gegnum samfélagsmiðla eru börn í samskiptum við aðra krakka, þau meðtaka alls konar skilaboð og deila sömuleiðis bæði texta og myndum. „Lækin“ skipta börn máli. „Lækin“ stýra jafnvel líðan barns frá mínútu til mínútu. Samfélagsmiðlar hafa gríðarlegt aðdráttarafl og láta fráhvarfseinkenni fljótt á sér kræla ef barn og sími eru lengi aðskilin. Þá myndast jafnvel pirringur, óþreyja og ergelsi. Samhliða aukinni notkun barna á samfélagsmiðlum hafa annars konar samskipti þurft undan að láta og margt sem áður þótti eftirsóknarvert og jafnvel skemmtilegt þykir nú ekki jafn spennandi, jafnvel leiðinlegt og grámyglulegt. Fái barn að gefa sig alfarið að samfélagsmiðlum og netinu má telja líklegt að eitthvað annað í lífi barnsins þurfi undan að láta. Verðum að setja mörk En þetta er sá raunveruleiki sem við búum við í dag og hann þurfum við að „tækla“ eins vel og hægt er með hagsmuni barna að leiðarljósi. Meðal þess sem foreldrar þurfa að beita sér fyrir er að ungt barn hafi ekki óheftan aðgang að neti án nokkurs eftirlits. Netið er eins og stórborg sem bæði býður upp á skemmtanir, fræðslu en einnig miklar hættur. Setja þarf takmörk á skjátíma barna, setja þak sem hæfir aldri og þroska barns. Best er ef hægt er að setja reglur í sátt og samlyndi við barnið. Þetta er mikilvægt því rannsóknir hafa ítrekað staðfest að andlegri líðan barna hefur hrakað og svefntími þeirra minnkað, m.a. vegna mikillar skjánotkunar. Óhófleg skjánotkun, jafnvel á annan tug klukkutíma á sólarhring, hefur eðlilega áhrif á annað í lífi barnsins s.s. námsáhuga og skólaástundun. Flokkur fólksins, bæði í borgarstjórn og á Alþingi, vill leyfa börnum að njóta fullrar einbeitingar í grunnskólum. Það næst einungis ef síminn er skilinn eftir utan skóla. Flokkur fólksins vill sjá stjórnvöld axla ábyrgð í þessu máli og gefa út tilmæli um samræmdar reglur. Það myndi létta á stjórnendum, foreldrum og auðvelda alla framkvæmd. Síminn og samfélagsmiðlar eru aldrei besti vinurinn Á sama tíma og við viljum leyfa börnum í samræmi við aldur þeirra og þroska að njóta tækni og nýsköpunar og sækja sér fræðslu sem víðast þurfum við einnig að gæta öryggis þeirra á netinu og á samfélagsmiðlum. Það þarf að kenna þeim að flokka upplýsingar og vera varkár, t.d. ekki trúa og treysta öllum sem setja sig í samband við þau. Umfram allt þarf að brýna fyrir þeim að senda aldrei neikvæð, vafasöm skilaboð eða myndir af sér sem þau vilja ekki að komi fyrir augu almennings. Við þurfum jafnframt að ræða við börnin um að símanotkun og samskipti á netinu geta aldrei komið í staðinn fyrir vin, persónuleg samskipti eða nánd. Börnum sem finnst þau eigi marga góða vini á netinu upplifa sig engu að síður oft einmana og einangruð og finna til kvíða og þunglyndis. Flokkur fólksins var stofnaður til að taka utan um börnin Flokkur fólksins hefur látið að sér kveða í þessum málum. Við skiljum að þetta er nýr og breyttur veruleiki sem við þurfum að læra á og aðlagast. Nú líður að kosningum til Alþingis. Flokkur fólksins, komist hann til áhrifa mun ávallt setja velferð barna í forgang. Flokkurinn var stofnaður til að taka utan um börn og barnafjölskyldur og þá sem minna mega sín í samfélaginu. Flokkurinn hefur aldrei þau ár sem hann hefur verið á Alþingi vikið frá þessu markmiði sínu. Sama má segja um Flokk fólksins í borgarstjórn. Oddviti hans í borgarstjórn sem einnig er sálfræðingur með áratuga reynslu af því að vinna með börnum og ungmennum er nú jafnframt frambjóðandi og skipar 2. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík suður í komandi Alþingiskosningum. Flokkur fólksins er með reynslu og raunverulegar lausnir byggðar á réttlæti og sanngirni. Góðar stundir Höfundur er sálfræðingur og frambjóðandi Flokks fólksins í komandi Alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Símanotkun barna Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Sjá meira
Flest börn sem komin eru á ákveðinn aldur eru á samfélagsmiðlum í gegnum símana sína. Mörg eru á samfélagsmiðlum marga tíma á sólarhring. Stór hópur barna geta ekki hugsað sér að skilja við símann nema kannski í örstutta stund og fengju þau að ráða myndu þau aldrei skilja við hann. Í gegnum samfélagsmiðla eru börn í samskiptum við aðra krakka, þau meðtaka alls konar skilaboð og deila sömuleiðis bæði texta og myndum. „Lækin“ skipta börn máli. „Lækin“ stýra jafnvel líðan barns frá mínútu til mínútu. Samfélagsmiðlar hafa gríðarlegt aðdráttarafl og láta fráhvarfseinkenni fljótt á sér kræla ef barn og sími eru lengi aðskilin. Þá myndast jafnvel pirringur, óþreyja og ergelsi. Samhliða aukinni notkun barna á samfélagsmiðlum hafa annars konar samskipti þurft undan að láta og margt sem áður þótti eftirsóknarvert og jafnvel skemmtilegt þykir nú ekki jafn spennandi, jafnvel leiðinlegt og grámyglulegt. Fái barn að gefa sig alfarið að samfélagsmiðlum og netinu má telja líklegt að eitthvað annað í lífi barnsins þurfi undan að láta. Verðum að setja mörk En þetta er sá raunveruleiki sem við búum við í dag og hann þurfum við að „tækla“ eins vel og hægt er með hagsmuni barna að leiðarljósi. Meðal þess sem foreldrar þurfa að beita sér fyrir er að ungt barn hafi ekki óheftan aðgang að neti án nokkurs eftirlits. Netið er eins og stórborg sem bæði býður upp á skemmtanir, fræðslu en einnig miklar hættur. Setja þarf takmörk á skjátíma barna, setja þak sem hæfir aldri og þroska barns. Best er ef hægt er að setja reglur í sátt og samlyndi við barnið. Þetta er mikilvægt því rannsóknir hafa ítrekað staðfest að andlegri líðan barna hefur hrakað og svefntími þeirra minnkað, m.a. vegna mikillar skjánotkunar. Óhófleg skjánotkun, jafnvel á annan tug klukkutíma á sólarhring, hefur eðlilega áhrif á annað í lífi barnsins s.s. námsáhuga og skólaástundun. Flokkur fólksins, bæði í borgarstjórn og á Alþingi, vill leyfa börnum að njóta fullrar einbeitingar í grunnskólum. Það næst einungis ef síminn er skilinn eftir utan skóla. Flokkur fólksins vill sjá stjórnvöld axla ábyrgð í þessu máli og gefa út tilmæli um samræmdar reglur. Það myndi létta á stjórnendum, foreldrum og auðvelda alla framkvæmd. Síminn og samfélagsmiðlar eru aldrei besti vinurinn Á sama tíma og við viljum leyfa börnum í samræmi við aldur þeirra og þroska að njóta tækni og nýsköpunar og sækja sér fræðslu sem víðast þurfum við einnig að gæta öryggis þeirra á netinu og á samfélagsmiðlum. Það þarf að kenna þeim að flokka upplýsingar og vera varkár, t.d. ekki trúa og treysta öllum sem setja sig í samband við þau. Umfram allt þarf að brýna fyrir þeim að senda aldrei neikvæð, vafasöm skilaboð eða myndir af sér sem þau vilja ekki að komi fyrir augu almennings. Við þurfum jafnframt að ræða við börnin um að símanotkun og samskipti á netinu geta aldrei komið í staðinn fyrir vin, persónuleg samskipti eða nánd. Börnum sem finnst þau eigi marga góða vini á netinu upplifa sig engu að síður oft einmana og einangruð og finna til kvíða og þunglyndis. Flokkur fólksins var stofnaður til að taka utan um börnin Flokkur fólksins hefur látið að sér kveða í þessum málum. Við skiljum að þetta er nýr og breyttur veruleiki sem við þurfum að læra á og aðlagast. Nú líður að kosningum til Alþingis. Flokkur fólksins, komist hann til áhrifa mun ávallt setja velferð barna í forgang. Flokkurinn var stofnaður til að taka utan um börn og barnafjölskyldur og þá sem minna mega sín í samfélaginu. Flokkurinn hefur aldrei þau ár sem hann hefur verið á Alþingi vikið frá þessu markmiði sínu. Sama má segja um Flokk fólksins í borgarstjórn. Oddviti hans í borgarstjórn sem einnig er sálfræðingur með áratuga reynslu af því að vinna með börnum og ungmennum er nú jafnframt frambjóðandi og skipar 2. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík suður í komandi Alþingiskosningum. Flokkur fólksins er með reynslu og raunverulegar lausnir byggðar á réttlæti og sanngirni. Góðar stundir Höfundur er sálfræðingur og frambjóðandi Flokks fólksins í komandi Alþingiskosningum.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun