Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar 28. nóvember 2024 13:42 Ég ólst upp við það að ferðamenn fóru bara í aðra áttina, frá Íslandi og út í heim. Á sandölum og ermalausum bol. Þetta var þegar bara fáeinir frumkvöðlar sá fyrir sér að ferðaþjónusta myndi vaxa og dafna sem alvöru atvinnugrein hér á landi. Ég ætla að fullyrða að enn færri, ef einhverjir, hafi séð fyrir sér að ferðaþjónustan væri nú orðin okkar stærsta og mikilvægasta atvinnugrein. Hvað geta stjórnvöld gert fyrir atvinnugrein sem á síðasta ári aflaði 600 milljarða kr. í útflutningstekjur? Fyrir atvinnugrein sem skilaði um 160 milljörðum kr. í ríkisjóð í formi skatttekna? Hvernig tryggjum við framgang atvinnugreinar þar sem starfa rúmlega 30 þúsund manns? Skilaboðin frá forsvarsmönnum ferðaþjónustunnar eru í raun einföld, það þarf að leggja lykil áherslu á að skapa atvinnugreininni fyrirsjáanleika. Slíkur fyrirsjáanleiki þegar kemur að sköttum og gjöldum er alltaf æskilegur en í atvinnugrein þar sem salan á sér stað með 18-24 mánaða fyrirvara er hann beinlínis nauðsynlegur til þess að ógna ekki mikilvægum stöðugleika í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja. Ekki byrja aftur frá núlli Stjórnmálamenn þurfa líka að geta gert greinarmun á gjaldtöku sem ætlað er að stýra aðgengi að ákveðnum fjölsóttum og/eða viðkvæmum áfangastöðum og gjaldtöku sem er eingöngu ætlað að skapa tekjur fyrir ríkissjóð. Af þessu tilefni er bent á að mikil vinna hefur farið fram undanfarin ár í opinberri stefnumörkun í ferðaþjónustu í samráði við helstu hagsmunaaðila. Þeirri vinnu má ekki að kasta á glæ þegar ný ríkisstjórn tekur við stjórnartaumunum nú eftir kosningar. Slík nálgun hjálpar ekki vaxandi atvinnugrein í krefjandi alþjóðlegu samkeppnisumhverfi. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Ferðamennska á Íslandi Viðreisn Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ég ólst upp við það að ferðamenn fóru bara í aðra áttina, frá Íslandi og út í heim. Á sandölum og ermalausum bol. Þetta var þegar bara fáeinir frumkvöðlar sá fyrir sér að ferðaþjónusta myndi vaxa og dafna sem alvöru atvinnugrein hér á landi. Ég ætla að fullyrða að enn færri, ef einhverjir, hafi séð fyrir sér að ferðaþjónustan væri nú orðin okkar stærsta og mikilvægasta atvinnugrein. Hvað geta stjórnvöld gert fyrir atvinnugrein sem á síðasta ári aflaði 600 milljarða kr. í útflutningstekjur? Fyrir atvinnugrein sem skilaði um 160 milljörðum kr. í ríkisjóð í formi skatttekna? Hvernig tryggjum við framgang atvinnugreinar þar sem starfa rúmlega 30 þúsund manns? Skilaboðin frá forsvarsmönnum ferðaþjónustunnar eru í raun einföld, það þarf að leggja lykil áherslu á að skapa atvinnugreininni fyrirsjáanleika. Slíkur fyrirsjáanleiki þegar kemur að sköttum og gjöldum er alltaf æskilegur en í atvinnugrein þar sem salan á sér stað með 18-24 mánaða fyrirvara er hann beinlínis nauðsynlegur til þess að ógna ekki mikilvægum stöðugleika í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja. Ekki byrja aftur frá núlli Stjórnmálamenn þurfa líka að geta gert greinarmun á gjaldtöku sem ætlað er að stýra aðgengi að ákveðnum fjölsóttum og/eða viðkvæmum áfangastöðum og gjaldtöku sem er eingöngu ætlað að skapa tekjur fyrir ríkissjóð. Af þessu tilefni er bent á að mikil vinna hefur farið fram undanfarin ár í opinberri stefnumörkun í ferðaþjónustu í samráði við helstu hagsmunaaðila. Þeirri vinnu má ekki að kasta á glæ þegar ný ríkisstjórn tekur við stjórnartaumunum nú eftir kosningar. Slík nálgun hjálpar ekki vaxandi atvinnugrein í krefjandi alþjóðlegu samkeppnisumhverfi. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi Norður.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar