Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Valur Páll Eiríksson skrifar 29. nóvember 2024 10:02 Það reynir á stelpurnar okkar í dag. Vísir/Hulda Margrét Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hefur leik á fyrsta Evrópumóti liðsins síðan 2012 þegar það mætir sterku hollensku liði klukkan 17:00 í Ólympíuhöllinni í Innsbruck í dag. Komið er að fyrsta prófinu eftir mikla lærdómstörn. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Innsbruck Það var létt yfir íslenska hópnum þegar hann æfði í keppnishöllinni í hádeginu í gær. Örlítill munur var á aðstæðum frá því deginum áður. Þá æfðu þær í næsta húsi í krúttlegum íþróttasal sem minnti helst á litla salinn í Gróttuheimilinu. Þetta er stórt, að liðið sé komið á þetta svið. Landsliðskonurnar hafa talað um heimsmeistaramótið í fyrra eins og ákveðinn bónus, enda vann Ísland sér ekki inn keppnisrétt þar heldur fékk úthlutað svokölluðu wild card sæti. Verkefni dagsins er ærið, gegn hollensku liði sem varð heimsmeistari fyrir fimm árum. Óhætt er að segja að liðið sé meðal þeirra fimm bestu í heimi en það hafnaði í fimmta sæti á bæði HM í fyrra og Ólympíuleikunum í París í sumar. Það skal ekki undra að Berglind Þorsteinsdóttir segi: „Úff, þetta verður erfitt,“ í viðtali fyrir leik. Munurinn á mótinu sem hefst í dag og því fyrir ári síðan er hins vegar sá að stelpurnar okkar unnu sér inn réttinn til að vera hér í gegnum undankeppni. Þær eiga heima á þessu sviði og þær sýndu það með frábærri, þó kaflaskiptri, frammistöðu þegar þær stigu (flestar) í fyrsta skipti á stóra sviðið í fyrra. Þar reyndu stelpurnar sig gegn öðru toppliði, Frakklandi, þar sem íslenska liðið mætti hreinlega ekki til leiks og var lent 7-0 undir snemma. Þeim óx þó ásmegin þegar leið á stóðust að endingu frönskukúrsinn þrátt fyrir tap. Mörk Frakka í byrjun þess leiks voru meira og minna úr hröðum upphlaupum og ef marka má landsliðsþjálfarann Arnar Pétursson má búast við Hollendingum sem keyra hraðann upp einnig. Reynslan af Frakkaleiknum þarf því að telja í dag og ljóst að ekki er í boði að mæta á hælunum til leiks. Stelpunum er tíðrætt um lærdóminn sem þær hafi dregið frá mótinu í Noregi og nú er að sýna það. Þær unnu sér inn sæti hér, þær eiga heima hér og ég hlakka til að sjá sönnun þess í verki síðar í dag. Ísland og Holland mætast klukkan 17:00 í dag. Leiknum verður lýst beint á Vísi. EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, leikmaður Kristianstad í Svíþjóð, er mætt á sitt annað stórmót með landsliðinu eftir að hafa farið á HM í Noregi og Danmörku í fyrra. Hún er ásamt stórum hluta liðsins, reynslunni ríkari fyrir komandi átök á EM í Innsbruck. 28. nóvember 2024 16:02 Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Landsliðskonan Steinunn Björnsdóttir er mætt á sitt fyrsta stórmót í handbolta en Ísland mætir Hollandi í fyrsta leik á morgun. Frumraunin var hins vegar í hættu um tíma, af óvenjulegri ástæðu. 28. nóvember 2024 12:54 Skrýtið en venst Finna má eftirvæntingu í íslenska landsliðshópnum sem hefur keppni á EM kvenna í handbolta á föstudaginn kemur. Liðið hefur komið sér vel fyrir í Ólympíubænum Innsbruck þar sem herlegheitin fara fram. 27. nóvember 2024 19:32 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Innsbruck Það var létt yfir íslenska hópnum þegar hann æfði í keppnishöllinni í hádeginu í gær. Örlítill munur var á aðstæðum frá því deginum áður. Þá æfðu þær í næsta húsi í krúttlegum íþróttasal sem minnti helst á litla salinn í Gróttuheimilinu. Þetta er stórt, að liðið sé komið á þetta svið. Landsliðskonurnar hafa talað um heimsmeistaramótið í fyrra eins og ákveðinn bónus, enda vann Ísland sér ekki inn keppnisrétt þar heldur fékk úthlutað svokölluðu wild card sæti. Verkefni dagsins er ærið, gegn hollensku liði sem varð heimsmeistari fyrir fimm árum. Óhætt er að segja að liðið sé meðal þeirra fimm bestu í heimi en það hafnaði í fimmta sæti á bæði HM í fyrra og Ólympíuleikunum í París í sumar. Það skal ekki undra að Berglind Þorsteinsdóttir segi: „Úff, þetta verður erfitt,“ í viðtali fyrir leik. Munurinn á mótinu sem hefst í dag og því fyrir ári síðan er hins vegar sá að stelpurnar okkar unnu sér inn réttinn til að vera hér í gegnum undankeppni. Þær eiga heima á þessu sviði og þær sýndu það með frábærri, þó kaflaskiptri, frammistöðu þegar þær stigu (flestar) í fyrsta skipti á stóra sviðið í fyrra. Þar reyndu stelpurnar sig gegn öðru toppliði, Frakklandi, þar sem íslenska liðið mætti hreinlega ekki til leiks og var lent 7-0 undir snemma. Þeim óx þó ásmegin þegar leið á stóðust að endingu frönskukúrsinn þrátt fyrir tap. Mörk Frakka í byrjun þess leiks voru meira og minna úr hröðum upphlaupum og ef marka má landsliðsþjálfarann Arnar Pétursson má búast við Hollendingum sem keyra hraðann upp einnig. Reynslan af Frakkaleiknum þarf því að telja í dag og ljóst að ekki er í boði að mæta á hælunum til leiks. Stelpunum er tíðrætt um lærdóminn sem þær hafi dregið frá mótinu í Noregi og nú er að sýna það. Þær unnu sér inn sæti hér, þær eiga heima hér og ég hlakka til að sjá sönnun þess í verki síðar í dag. Ísland og Holland mætast klukkan 17:00 í dag. Leiknum verður lýst beint á Vísi.
EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, leikmaður Kristianstad í Svíþjóð, er mætt á sitt annað stórmót með landsliðinu eftir að hafa farið á HM í Noregi og Danmörku í fyrra. Hún er ásamt stórum hluta liðsins, reynslunni ríkari fyrir komandi átök á EM í Innsbruck. 28. nóvember 2024 16:02 Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Landsliðskonan Steinunn Björnsdóttir er mætt á sitt fyrsta stórmót í handbolta en Ísland mætir Hollandi í fyrsta leik á morgun. Frumraunin var hins vegar í hættu um tíma, af óvenjulegri ástæðu. 28. nóvember 2024 12:54 Skrýtið en venst Finna má eftirvæntingu í íslenska landsliðshópnum sem hefur keppni á EM kvenna í handbolta á föstudaginn kemur. Liðið hefur komið sér vel fyrir í Ólympíubænum Innsbruck þar sem herlegheitin fara fram. 27. nóvember 2024 19:32 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, leikmaður Kristianstad í Svíþjóð, er mætt á sitt annað stórmót með landsliðinu eftir að hafa farið á HM í Noregi og Danmörku í fyrra. Hún er ásamt stórum hluta liðsins, reynslunni ríkari fyrir komandi átök á EM í Innsbruck. 28. nóvember 2024 16:02
Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Landsliðskonan Steinunn Björnsdóttir er mætt á sitt fyrsta stórmót í handbolta en Ísland mætir Hollandi í fyrsta leik á morgun. Frumraunin var hins vegar í hættu um tíma, af óvenjulegri ástæðu. 28. nóvember 2024 12:54
Skrýtið en venst Finna má eftirvæntingu í íslenska landsliðshópnum sem hefur keppni á EM kvenna í handbolta á föstudaginn kemur. Liðið hefur komið sér vel fyrir í Ólympíubænum Innsbruck þar sem herlegheitin fara fram. 27. nóvember 2024 19:32