Skoðun

Lofts­lag, Trump og COP29: hvað á Ís­land nú að gera?

Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar

Aftur lauk alþjóða loftslagsráðstefnu, um daginn: COP29. Aftur virðist að þjóðirnar ætli ekki nóg til þess að tækla málið. Trump og bandamenn hans er hunsa veruleikann verða brátt aftur við völd. 1,5 gráða takmarkið, er ávallt torvelt var, er nú alveg óraunhæft.

Hvað á Ísland nú að gera?

Þó að við munum næst-örugglega fara yfir 1,5 gráða takmark og 2 gráða takmarkið er í miklum vafa, er mikilvægt að hafa í huga að því minna og seinna loftslagið hlýnar, því þægilegra fyrir okkur sem búendur hnattarins. 2 gráður eru betri en 2,5 og enn betri en 3 eða 3,5 (núverandi stefnur munu leiða okkur að um 2,7 gráða hlýnun, eða raunar bili milli 2,2 og 3,4 gráða hlýnunar, samkvæmt https://climateactiontracker.org/ ).

Því á Ísland að vinna að því að lágmarka komandi hlýnun og nýta forskot sitt til að verða að fyrirmynd meðal þjóða í þessu máli.

Ungir unhverfissinnar hafa unnið að einkunnagjöf að stefnum stjórnmálaflokkanna fyrir Alþingiskosningarnar á morgun (hér: https://solin2024.is/ ). Sem kjósendur eigum við að kjósa flokka er taka þetta mál alvarlega, þannig að þeir hafa fengið góða einkunn. Bæði í þetta sinn og árið 2021 fengu Píratar hæstu einkunn.

Í viðbót við það er nauðsynlegt, og verður enn nauðsynlegra, að íhuga aðlögunaraðgerðir, því loftlagsvá er nú komin og mun versna. Ég var virkur í að móta loftslagsaðlögunarstefnu Pírata er samþykkt var árið 2020 (hér: https://x.piratar.is/polity/1/document/450/ ), svo ég veit að þessi flokkur, að minnsta kosti, hefur alvarlega íhugað málið.

Höfundur er tölvunarfræðingur og í framboði í 11. sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi suður.




Skoðun

Sjá meira


×