„Maður er hálf meyr“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. nóvember 2024 19:24 Steinunn er stolt af liðinu og þakklát fyrir stuðninginn. Vísir/Hulda Margrét „Vá, þetta er rosamikil blanda af svekkelsi en er á sama tíma gríðarlega stolt af liðinu fyrir þessa frammistöðu,“ segir Steinunn Björnsdóttir, annar fyrirliða kvennalandsliðs Íslands í handbolta, eftir naumt tveggja marka tap fyrir Hollandi í fyrsta leik liðsins á EM. „Auðvitað hefði maður tekið þessu fyrirfram, að vera í jöfnum leik gegn Hollandi, þessari sterku þjóð, og eiga séns á að mögulega vinna þær. Það er bara stutt á milli. Ef við hefðum nýtt einhver færi og staðið aðeins betur vörnina og slíkt hefðum við getað unnið þær,“ segir Steinunn enn fremur. Klippa: Steinunn beint í ísbað eftir leik Íslenska liðið kom af miklum krafti inn í leikinn og leiddi allan fyrri hálfleikinn. Það var svekkjandi að staðan hafi verið jöfn í hálfleik en nokkrir tapaðir boltar undir lok fyrri hálfleiks höfðu þar sitthvað að segja. Hollendingar komu af krafti inn í síðari hálfleikinn og Ísland skoraði ekki mark á rúmlega fimm mínútna kafla. „Við vissum að það gætu komið áhlaup en mér fannst við standa ágætlega. Við komum til baka og jöfnum aftur og eigum tækifæri á að komast yfir. Mér finnst það gríðarlega stórt skref fram á við. Ég held að þegar við horfum til baka eigum við eftir að vera stoltar af okkur fyrir þessa frammistöðu,“ segir Steinunn. En þetta sendir ákveðin skilaboð fyrir framhaldið að standa svona í topp fimm landsliði í heiminum, ekki satt? „Algjörlega, ég er bara hjartanlega sammála þér. Það er gríðarlega sterk. Mig langar að nefna stuðninginn sem við fengum úr stúkunni. Maður er hálf meyr yfir því hvað þau voru frábær. Gott að sjá fjölskylduna í stúkunni og svona, það gefur manni extra,“ segir Steinunn sem naut sín vel í góðri stemningu í höllinni, á hennar fyrsta leik á stórmóti. „Þetta var rosalega gaman. Ég viðurkenni að það var smá fiðringur í upphitun og svona. En ég var samt bara frekar slök. Þetta er náttúrulega bara handboltaleikur en á risastóru sviði og í fyrsta skipti þarna. Mér leið mjög vel,“ segir Steinunn. Steinunn spilaði þá um 55 mínútur í leiknum og hljóp mest allra á vellinum. Hvernig er skrokkurinn eftir átökin? „Ég held hann sé bara góður. Ég sá eitthvað ísbað þarna inni í klefa, ég held ég fari að nýta það,“ segir Steinunn létt að endingu. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Sjá meira
„Auðvitað hefði maður tekið þessu fyrirfram, að vera í jöfnum leik gegn Hollandi, þessari sterku þjóð, og eiga séns á að mögulega vinna þær. Það er bara stutt á milli. Ef við hefðum nýtt einhver færi og staðið aðeins betur vörnina og slíkt hefðum við getað unnið þær,“ segir Steinunn enn fremur. Klippa: Steinunn beint í ísbað eftir leik Íslenska liðið kom af miklum krafti inn í leikinn og leiddi allan fyrri hálfleikinn. Það var svekkjandi að staðan hafi verið jöfn í hálfleik en nokkrir tapaðir boltar undir lok fyrri hálfleiks höfðu þar sitthvað að segja. Hollendingar komu af krafti inn í síðari hálfleikinn og Ísland skoraði ekki mark á rúmlega fimm mínútna kafla. „Við vissum að það gætu komið áhlaup en mér fannst við standa ágætlega. Við komum til baka og jöfnum aftur og eigum tækifæri á að komast yfir. Mér finnst það gríðarlega stórt skref fram á við. Ég held að þegar við horfum til baka eigum við eftir að vera stoltar af okkur fyrir þessa frammistöðu,“ segir Steinunn. En þetta sendir ákveðin skilaboð fyrir framhaldið að standa svona í topp fimm landsliði í heiminum, ekki satt? „Algjörlega, ég er bara hjartanlega sammála þér. Það er gríðarlega sterk. Mig langar að nefna stuðninginn sem við fengum úr stúkunni. Maður er hálf meyr yfir því hvað þau voru frábær. Gott að sjá fjölskylduna í stúkunni og svona, það gefur manni extra,“ segir Steinunn sem naut sín vel í góðri stemningu í höllinni, á hennar fyrsta leik á stórmóti. „Þetta var rosalega gaman. Ég viðurkenni að það var smá fiðringur í upphitun og svona. En ég var samt bara frekar slök. Þetta er náttúrulega bara handboltaleikur en á risastóru sviði og í fyrsta skipti þarna. Mér leið mjög vel,“ segir Steinunn. Steinunn spilaði þá um 55 mínútur í leiknum og hljóp mest allra á vellinum. Hvernig er skrokkurinn eftir átökin? „Ég held hann sé bara góður. Ég sá eitthvað ísbað þarna inni í klefa, ég held ég fari að nýta það,“ segir Steinunn létt að endingu.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Sjá meira
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn