„Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. nóvember 2024 19:28 Elín Klara var að spila sinn fyrsta leik á stórmóti með A-landsliðinu. Vísir/Anton Brink „Mjög svekkjandi, að hafa ekki náð að klára leikinn,“ sagði Elín Klara Þorkelsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins í handbolta, eftir 27-25 tap gegn Hollandi í fyrsta leik Evrópumótsins. Það hrellti íslenska liðið á heimsmeistaramótinu í fyrra hvað liðið byrjaði leiki illa. Elín var vissulega ekki í leikmannahópnum þá en gat tekið undir að um framfaraskref væri að ræða. „Klárlega. Við mættum bara á fullu í þetta og ætluðum að keyra vel á þær. Vörnin bara flott og mér fannst sóknin mjög fín. Náðum að sundurspila þær og sömuleiðis hlupum alltaf til baka. Svo í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar. Þær keyrðu á okkur og við vorum að elta aðeins of lengi.“ Sem er erfitt fyrir öll lið og krefst mikillar orku, að lenda undir og þurfa að elta andstæðinginn. „Það getur verið erfitt, við lendum fjórum mörkum undir en náum að jafna, sem var mjög flott. Geggjað hugarfar hjá leikmönnum og liðsheildin mjög góð, en það þurfti aðeins meira til.“ Fyrsti leikurinn á stórmóti Elín var utan leikmannahópsins á HM í fyrra og þetta var því fyrsti leikur hennar á stórmóti með landsliðinu. „Þetta var geggjuð tilfinning. Stúkan æðisleg og þetta er ótrúlega gaman.“ Flautumarkið magnaða Leiknum lauk með flautumarki Elínar. Skot langt utan af velli sem flestir héldu að færi í hávörnina, en þrumuskotið flaug í gegn og small af slánni á leið sinni í markið. „Æ, já,“ sagði Elín og hló vandræðalega, hún vildi eðlilega ekki gera mikið úr þessu marki og sagði svekkjandi tap vera sér efst í huga. Respect to 🇮🇸 for their great performance against the Dutch powerhouse 👏👏 pic.twitter.com/6cXJElmOJi— EHF EURO (@EHFEURO) November 29, 2024 Frammistaða sem hægt er að byggja á Frammistaðan er þó eitthvað sem liðið getur byggt á fyrir næstu leiki gegn Úkraínu og Þýskalandi. „Klárlega. Við notum þetta bara sem kraft inn í næstu leiki. Tökum góða endurhæfingu á morgun og mætum svo á fullu í næsta leik.“ Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
Það hrellti íslenska liðið á heimsmeistaramótinu í fyrra hvað liðið byrjaði leiki illa. Elín var vissulega ekki í leikmannahópnum þá en gat tekið undir að um framfaraskref væri að ræða. „Klárlega. Við mættum bara á fullu í þetta og ætluðum að keyra vel á þær. Vörnin bara flott og mér fannst sóknin mjög fín. Náðum að sundurspila þær og sömuleiðis hlupum alltaf til baka. Svo í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar. Þær keyrðu á okkur og við vorum að elta aðeins of lengi.“ Sem er erfitt fyrir öll lið og krefst mikillar orku, að lenda undir og þurfa að elta andstæðinginn. „Það getur verið erfitt, við lendum fjórum mörkum undir en náum að jafna, sem var mjög flott. Geggjað hugarfar hjá leikmönnum og liðsheildin mjög góð, en það þurfti aðeins meira til.“ Fyrsti leikurinn á stórmóti Elín var utan leikmannahópsins á HM í fyrra og þetta var því fyrsti leikur hennar á stórmóti með landsliðinu. „Þetta var geggjuð tilfinning. Stúkan æðisleg og þetta er ótrúlega gaman.“ Flautumarkið magnaða Leiknum lauk með flautumarki Elínar. Skot langt utan af velli sem flestir héldu að færi í hávörnina, en þrumuskotið flaug í gegn og small af slánni á leið sinni í markið. „Æ, já,“ sagði Elín og hló vandræðalega, hún vildi eðlilega ekki gera mikið úr þessu marki og sagði svekkjandi tap vera sér efst í huga. Respect to 🇮🇸 for their great performance against the Dutch powerhouse 👏👏 pic.twitter.com/6cXJElmOJi— EHF EURO (@EHFEURO) November 29, 2024 Frammistaða sem hægt er að byggja á Frammistaðan er þó eitthvað sem liðið getur byggt á fyrir næstu leiki gegn Úkraínu og Þýskalandi. „Klárlega. Við notum þetta bara sem kraft inn í næstu leiki. Tökum góða endurhæfingu á morgun og mætum svo á fullu í næsta leik.“
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira