Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. nóvember 2024 19:42 Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti frábæran leik í kvöld og var valin maður leiksins. Getty/Christina Pahnke „Þetta er súrsætt. Súrt að við náðum ekki að fá stig út úr þessu því við vorum alveg á sama stigi og þær, en við erum glöð að vera á þeim stað sem við sýndum í dag,“ segir Elín Jóna Þorsteinsdóttir. Hún var mögnuð í marki Íslands í dag gegn Hollandi, á EM í handbolta. Elín var valin maður leiksins í leikslok. Er það einhver sárabót? „Já, en mér finnst bara að þegar ég stend mig vel þá er það oftast vegna þess að vörnin stendur sig vel. Mér finnst þetta vera liðsviðurkenning,“ segir Elín. Klippa: Elín Jóna sýnir tungumálakunnáttuna Ísland byrjaði leikinn af krafti gegn hollensku liði sem býr yfir gríðarlegum hraða og er gjarnt á að refsa fyrir hvers kyns mistök. „Mér fannst þær koma með rosalega mikið „power“, Hollendingarnir, og það tók smátíma fyrir mann að stilla sig inn á að þetta væri það sem við þyrftum að mæta. En þegar við vorum komin þangað þá fannst mér við rosalega flottar. Gott flæði. En á sama tíma náðu þær aðeins að hlaupa okkur niður á síðustu mínútunum. En ég er rosalega stolt af stelpunum að við séum þar sem við erum í dag,“ segir Elín Jóna. Hvað réði úrslitum? „Þær voru mögulega með aðeins meira á tankinum á síðustu mínútunum. Þá komu þessir leikmenn sem voru kannski ekki búnar að gera mikið, og kláruðu þetta. Eins og til dæmis númer 48, Diana Housheer. Hún tók einhver þrjú mörk í röð þegar þær þurftu á því að halda. Í því felst munurinn,“ segir Elín Jóna. En það hlýtur að senda ákveðin skilaboð að standa í einu besta liði heims? „Ég er ótrúlega stolt. Við erum algjörlega þar sem við viljum vera. Við erum að taka skref fram á við og því verðum við að halda áfram,“ segir Elín. Elín hafði farið í einhver fimm viðtöl þegar kom að undirrituðum að ræða við hana og átti þá enn eitt eftir í viðbót. Allir erlendu miðlarnir vildu taka hana tali eftir leik og þar kom tungumálakunnáttan sér vel. „Það er bara gaman. Þá get ég talað öll tungumálin sem ég kann. Enskan, danskan og íslenskan,“ segir Elín Jóna. Viðtalið má sjá að ofan. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Tengdar fréttir Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hóf leik á Evópumótinu með 27-25 tapi gegn Hollandi. Ísland komst yfir í upphafi leiks og hélt lengi í hollenska liðið en missti dampinn undir lokin. Sigur Hollands hefði orðið töluvert stærri ef ekki væri fyrir markmanninn Elínu Jónu, sem var valin maður leiksins. 29. nóvember 2024 18:31 „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ „Tilfinningarnar eru blendnar,“ segir Arnar Pétursson, svekktur en afar stoltur af sínu liði eftir hörkuleik gegn Hollendingum í fyrsta leik á EM kvenna í handbolta. 29. nóvember 2024 19:09 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira
Elín var valin maður leiksins í leikslok. Er það einhver sárabót? „Já, en mér finnst bara að þegar ég stend mig vel þá er það oftast vegna þess að vörnin stendur sig vel. Mér finnst þetta vera liðsviðurkenning,“ segir Elín. Klippa: Elín Jóna sýnir tungumálakunnáttuna Ísland byrjaði leikinn af krafti gegn hollensku liði sem býr yfir gríðarlegum hraða og er gjarnt á að refsa fyrir hvers kyns mistök. „Mér fannst þær koma með rosalega mikið „power“, Hollendingarnir, og það tók smátíma fyrir mann að stilla sig inn á að þetta væri það sem við þyrftum að mæta. En þegar við vorum komin þangað þá fannst mér við rosalega flottar. Gott flæði. En á sama tíma náðu þær aðeins að hlaupa okkur niður á síðustu mínútunum. En ég er rosalega stolt af stelpunum að við séum þar sem við erum í dag,“ segir Elín Jóna. Hvað réði úrslitum? „Þær voru mögulega með aðeins meira á tankinum á síðustu mínútunum. Þá komu þessir leikmenn sem voru kannski ekki búnar að gera mikið, og kláruðu þetta. Eins og til dæmis númer 48, Diana Housheer. Hún tók einhver þrjú mörk í röð þegar þær þurftu á því að halda. Í því felst munurinn,“ segir Elín Jóna. En það hlýtur að senda ákveðin skilaboð að standa í einu besta liði heims? „Ég er ótrúlega stolt. Við erum algjörlega þar sem við viljum vera. Við erum að taka skref fram á við og því verðum við að halda áfram,“ segir Elín. Elín hafði farið í einhver fimm viðtöl þegar kom að undirrituðum að ræða við hana og átti þá enn eitt eftir í viðbót. Allir erlendu miðlarnir vildu taka hana tali eftir leik og þar kom tungumálakunnáttan sér vel. „Það er bara gaman. Þá get ég talað öll tungumálin sem ég kann. Enskan, danskan og íslenskan,“ segir Elín Jóna. Viðtalið má sjá að ofan.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Tengdar fréttir Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hóf leik á Evópumótinu með 27-25 tapi gegn Hollandi. Ísland komst yfir í upphafi leiks og hélt lengi í hollenska liðið en missti dampinn undir lokin. Sigur Hollands hefði orðið töluvert stærri ef ekki væri fyrir markmanninn Elínu Jónu, sem var valin maður leiksins. 29. nóvember 2024 18:31 „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ „Tilfinningarnar eru blendnar,“ segir Arnar Pétursson, svekktur en afar stoltur af sínu liði eftir hörkuleik gegn Hollendingum í fyrsta leik á EM kvenna í handbolta. 29. nóvember 2024 19:09 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira
Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hóf leik á Evópumótinu með 27-25 tapi gegn Hollandi. Ísland komst yfir í upphafi leiks og hélt lengi í hollenska liðið en missti dampinn undir lokin. Sigur Hollands hefði orðið töluvert stærri ef ekki væri fyrir markmanninn Elínu Jónu, sem var valin maður leiksins. 29. nóvember 2024 18:31
„Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ „Tilfinningarnar eru blendnar,“ segir Arnar Pétursson, svekktur en afar stoltur af sínu liði eftir hörkuleik gegn Hollendingum í fyrsta leik á EM kvenna í handbolta. 29. nóvember 2024 19:09