Innlent

„Þannig fór um sjó­ferð þá“

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Píratar eru dottnir út af þingi.
Píratar eru dottnir út af þingi.

„Þannig fór um sjóferð þá,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, um úrslit næturinn en ljóst þykir að Píratar eru dottnir út af þingi. 

Þegar aðeins eitt kjördæmi á eftir að skila lokatölum eru með þriggja prósenta fylgi á landsvísu.

Þórhildur tjáði sig um stöðuna á Facebook rétt í þessu og segir niðurstöðuna langt frá væntingum.

„Það hafa verið forréttindi að sitja á Alþingi og einn daginn geri ég það upp en ekki í dag,“ segir hún.

„Í dag er ég þakklàt öllum þeim sem kusu Pírata og allra helst starfsfólkinu, sjálfboðaliðunum og samstarfsfólkinu sem lagði nótt við nýtan dag í baráttunni. Þið eruð frábær, takk fyrir mig.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×