Allir í viðbragðsstöðu í Kaplakrika vegna endurtalningar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2024 12:30 Gestur Svavarsson formaður yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi hefur ekki svarað símtölum fréttastofu undanfarna daga. Stöð 2 Æfingar barna og unglinga sem fara áttu fram í Kaplakrika, íþróttahúsi FH í Hafnarfirði, á morgun falla að óbreyttu niður vegna endurtalningar atkvæða. Framkvæmdastjóri FH staðfestir að beiðni hafi borist frá yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis vegna fyrirhugaðrar endurtalningar. Umboðsmaður Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi lagði fram beiðni daginn eftir Alþingiskosningar um að talið yrði upp á nýtt í kjördæminu. Þegar lokatölur úr kjördæminu bárust í hádeginu á sunnudag datt oddviti flokksins, Willum Þór Þórsson, úr jöfnunarþingsæti og formaður flokksins Sigurður Ingi Jóhannsson fór inn í hans stað. Fram kom í fréttum í gær að úthlutun þingsæta í kjördæminu sem fara átti fram í dag hefði verið frestað vegna þess að enn ætti eftir að úrskurða um sautján ágreiningsatkvæði. Engar upplýsingar komu þó fram um hvort af endurtalningu í kjördæminu yrði. Gestur Svavarsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi, hefur hvorki svarað símtölum eða tölvupóstum fréttastofu í dag eða í gær vegna mögulegrar endurtalningar atkvæða í kjördæminu. Framsóknarflokkurinn fór fram á endurtalningu en Gestur sagði í samtali við fréttastofu í byrjun viku ekki geta tekið afstöðu til kæru Framsóknarflokksins. Það væri vegna breytinga á þingsköpum rétt fyrir kosningar. Yfirkjörstjórnin liti svo á að heimildin til þess að óska eftir endurtalningu atkvæða lægi hjá undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis eftir lagabreytinguna. „Það er sú leið sem er teiknuð upp í lögunum,“ sagði Gestur. Ekkert tilefni væri til endurtalningar. Afstemmingar og athuganir á tölum og gögnum væru innbygðar í talningarferlið og þá hefðu umboðsmenn framboðanna verið viðstaddir. „Ekkert bendir til þess að vikið hafi verið frá hinu lögákveðna ferli talningar.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir starfandi forseti Alþingis sagði Gest hafa rangt fyrir sér. Hann gæti víst tekið afstöðu til beiðni um endurtalningu. „Misskilningurinn getur falist í því að þegar úthlutunarfundur Landskjörstjórnar er búinn, kæruferlinu lokið og Landskjörstjórn búin að gefa sína umsögn, þá ber forseta að skipa níu manna nefnd þingmanna til að undirbúa rannsókn á kosningu þingmanna og kjörgengi þeirra. En á þessu stigi er þetta á ábyrgð yfirkjörstjórna að skila réttum niðurstöðum til Landskjörstjórnar,“ sagði Ásthildur Lóa við Vísi á miðvikudag. Hún sagði eðlilegt að endurtalning ætti sér stað. „Ef það munar mjög litlu og verið er að óska eftir endurtalningu finnst mér ekkert óeðlilegt að hún eigi sér stað. Aðalmálið er að lýðræðislegur vilji kjósenda komi fram.“ RÚV greinir frá því að foreldrar barna sem æfa íþróttir með FH hafa fengið bréf þess efnis að æfingar falli niður á morgun. Elsa Hrönn Reynisdóttir framkvæmdastjóri FH segir í samtali við Vísi að æfingar á morgun falli niður, eins og staðan sé í dag. Það hafi verið nauðsynlegt að gefa foreldrum nægjanlegan fyrirvara þó enn sé ekki fullvíst að æfingar falli niður. Engir leikir voru fyrirhugaðir í Kaplakrika á morgun svo möguleg endurtalning bitnar eingöngu á iðkendum FH sem eiga æfingatíma á laugardögum. Alþingiskosningar 2024 FH Suðvesturkjördæmi Alþingi Stjórnsýsla Hafnarfjörður Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Mafíósar dæmdir til dauða Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Umboðsmaður Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi lagði fram beiðni daginn eftir Alþingiskosningar um að talið yrði upp á nýtt í kjördæminu. Þegar lokatölur úr kjördæminu bárust í hádeginu á sunnudag datt oddviti flokksins, Willum Þór Þórsson, úr jöfnunarþingsæti og formaður flokksins Sigurður Ingi Jóhannsson fór inn í hans stað. Fram kom í fréttum í gær að úthlutun þingsæta í kjördæminu sem fara átti fram í dag hefði verið frestað vegna þess að enn ætti eftir að úrskurða um sautján ágreiningsatkvæði. Engar upplýsingar komu þó fram um hvort af endurtalningu í kjördæminu yrði. Gestur Svavarsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi, hefur hvorki svarað símtölum eða tölvupóstum fréttastofu í dag eða í gær vegna mögulegrar endurtalningar atkvæða í kjördæminu. Framsóknarflokkurinn fór fram á endurtalningu en Gestur sagði í samtali við fréttastofu í byrjun viku ekki geta tekið afstöðu til kæru Framsóknarflokksins. Það væri vegna breytinga á þingsköpum rétt fyrir kosningar. Yfirkjörstjórnin liti svo á að heimildin til þess að óska eftir endurtalningu atkvæða lægi hjá undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis eftir lagabreytinguna. „Það er sú leið sem er teiknuð upp í lögunum,“ sagði Gestur. Ekkert tilefni væri til endurtalningar. Afstemmingar og athuganir á tölum og gögnum væru innbygðar í talningarferlið og þá hefðu umboðsmenn framboðanna verið viðstaddir. „Ekkert bendir til þess að vikið hafi verið frá hinu lögákveðna ferli talningar.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir starfandi forseti Alþingis sagði Gest hafa rangt fyrir sér. Hann gæti víst tekið afstöðu til beiðni um endurtalningu. „Misskilningurinn getur falist í því að þegar úthlutunarfundur Landskjörstjórnar er búinn, kæruferlinu lokið og Landskjörstjórn búin að gefa sína umsögn, þá ber forseta að skipa níu manna nefnd þingmanna til að undirbúa rannsókn á kosningu þingmanna og kjörgengi þeirra. En á þessu stigi er þetta á ábyrgð yfirkjörstjórna að skila réttum niðurstöðum til Landskjörstjórnar,“ sagði Ásthildur Lóa við Vísi á miðvikudag. Hún sagði eðlilegt að endurtalning ætti sér stað. „Ef það munar mjög litlu og verið er að óska eftir endurtalningu finnst mér ekkert óeðlilegt að hún eigi sér stað. Aðalmálið er að lýðræðislegur vilji kjósenda komi fram.“ RÚV greinir frá því að foreldrar barna sem æfa íþróttir með FH hafa fengið bréf þess efnis að æfingar falli niður á morgun. Elsa Hrönn Reynisdóttir framkvæmdastjóri FH segir í samtali við Vísi að æfingar á morgun falli niður, eins og staðan sé í dag. Það hafi verið nauðsynlegt að gefa foreldrum nægjanlegan fyrirvara þó enn sé ekki fullvíst að æfingar falli niður. Engir leikir voru fyrirhugaðir í Kaplakrika á morgun svo möguleg endurtalning bitnar eingöngu á iðkendum FH sem eiga æfingatíma á laugardögum.
Alþingiskosningar 2024 FH Suðvesturkjördæmi Alþingi Stjórnsýsla Hafnarfjörður Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Mafíósar dæmdir til dauða Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira