Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. desember 2024 11:31 Rúbínrauðu skórnir sem Judy Garland klæddist í Galdrakarlinum í Oz eru án efa frægasta skópar kvikmyndasögunna. Dórótea finnur skóna á fótum vondu nornarinnar úr austri eftir að hús Dóróteu lendir á henni. Rúbínrauðu skór Dóróteu sem Judy Garland klæddist í Galdrakarlinum í Oz seldust á uppboði í Dallas á laugardag fyrir tæpa fjóra milljarða króna. Skórnir eiga sér merkilega sögu því þeim var stolið árið 2005 og fundust ekki fyrr en þrettán árum seinna. Skórnir voru seldir af uppboðsfyrirtækinu Heritage Auctions, fyrir hönd eigandans Michael Shaw, fyrir 28 milljónir Bandaríkjadala, um 3,875 milljarða íslenskra króna, nærri þrefalt meira en áætlað var. Skóparið er eitt af fjórum pörum sem Garland klæddist við gerð Galdrakarlsins í Oz. Upphæðin er hæsta fjárhæð sem hefur verið varið á uppboði á muni úr skemmtanabransanum að sögn uppboðshússins. Fyrri methafi var hvíti neðanjarðarlestar-kjóll Marilyn Monroe, sem hún klæddist í myndinni The Seven Year Itch árið 1955, sem seldist árið 2011 fyrir 5,52 milljónir Bandaríkjadala. Endanlegt verð á skónum, með sköttum og gjöldum, var 32,5 milljónir Bandaríkjadala, tæplega 4,5 milljarðar íslenskra króna. Á uppboðinu voru fleiri gripir úr Galdrakarlinum í Oz boðnir upp, þar á meðal nornahattur illu nornarinnar úr vestri sem seldist á þrjár milljónir Bandaríkjadala. Skórnir endurheimtir þrettán árum eftir þjófnaðinn Fyrir utan það að vera frægustu skór kvikmyndasögunnar á þetta tiltekna skópar nokkuð merkilega sögu. Fyrrnefndur Michael Shaw keypti skóna árið 1970 og lánaði þá til Judy Garland-safnsins í Grand Rapids í Minnesota, árið 2005. Þeir voru ekki búnir að vera lengi til sýnist þegar þeim var stolið 27. ágúst 2005. Það var tilfinningaþrungin stund þegar safnarinn Michael Shaw fékk skónna aftur í hendurnar 2018. Þrettán árum síðar, í júní 2018, tókst Alríkislögreglunni (FBI) að hafa upp á skónum í Minneapolis eftir umfangsmiklar aðgerðir í Grand Rapids. Það sem kom lögreglunni á sporið var maður sem hafði samband við tryggingafyrirtækið sem tryggði skóna og sagðist geta komið þeim til skila í skiptum fyrir greiðslu. Hinn 76 ára Terry Martin var á endanum handtekinn og játaði hann að hafa stolið skónum. Sjá einnig: Skór Dóróteu fundnir eftir þrettán ár Gamall samverkamaður Martin hafði sagt honum að skórnir hlytu að vera skreyttir með raunverulegum gimsteinum, þar sem þeir voru tryggðir á milljón dala. Tíu ár voru þá liðin frá því Martin hafði síðast verið í fangelsi og reyndist freistingin of mikil, samkvæmt verjanda hans. Eins og sjá má eru alls engir demantar á skónum rauðu heldur verðlausar pallíettur.AP/Jeff Baenen Martin notaði hamar við að brjóta sýningarkassa sem skórnir voru í og flúði með þá. Þegar hann reyndi að taka demantana af skónum komst hann að því að það væru engir demantar á þeim, bara pallíettur. Aðeins tveimur sólarhringum eftir að hafa stolið skónum losaði Martin sig við þá. Sökum veikinda sinna var Martin ekki dæmdur í fangelsi og þurfti einungis að greiða safninu skaðabætur upp á 23.500 dali. Dómarinn tók þó fram að við eðlilegar kringumstæður hefði hann dæmt Martin í tíu ára fangelsi. Annar maður ákærður Nokkrum mánuðum eftir dómsúrskurðinn, í mars 2024, var annar maður, hinn 76 ára Jerry Hal Saliterman, einnig ákærður vegna þjófnaðarins. Hann var ekki aðeins sakaður um þjófnað heldur einnig fyrir að reyna að hafa áhrif á vitni en hann hótaði að leka kynlífsmyndbandi af konu sem vissi af þjófnaðinum. Ekki kom fram í dómsskjölum eða fréttaflutningi um ákæruna hvort Martin og Saliterman tengdust eða hefðu unnið saman. Jerry Hal Saliterman á leið út úr dómssal í St. Paul í Minnesota í mars.AP/Steve Karnowski Svo virðist sem enn eigi eftir að dæma í málinu. Rétt eins og Martin notar Saliterman hjólastól og súrefniskút og því spurning hvort hann sé nægilega hraustur til að sitja í fangelsi. Hollywood Tíska og hönnun Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Skórnir voru seldir af uppboðsfyrirtækinu Heritage Auctions, fyrir hönd eigandans Michael Shaw, fyrir 28 milljónir Bandaríkjadala, um 3,875 milljarða íslenskra króna, nærri þrefalt meira en áætlað var. Skóparið er eitt af fjórum pörum sem Garland klæddist við gerð Galdrakarlsins í Oz. Upphæðin er hæsta fjárhæð sem hefur verið varið á uppboði á muni úr skemmtanabransanum að sögn uppboðshússins. Fyrri methafi var hvíti neðanjarðarlestar-kjóll Marilyn Monroe, sem hún klæddist í myndinni The Seven Year Itch árið 1955, sem seldist árið 2011 fyrir 5,52 milljónir Bandaríkjadala. Endanlegt verð á skónum, með sköttum og gjöldum, var 32,5 milljónir Bandaríkjadala, tæplega 4,5 milljarðar íslenskra króna. Á uppboðinu voru fleiri gripir úr Galdrakarlinum í Oz boðnir upp, þar á meðal nornahattur illu nornarinnar úr vestri sem seldist á þrjár milljónir Bandaríkjadala. Skórnir endurheimtir þrettán árum eftir þjófnaðinn Fyrir utan það að vera frægustu skór kvikmyndasögunnar á þetta tiltekna skópar nokkuð merkilega sögu. Fyrrnefndur Michael Shaw keypti skóna árið 1970 og lánaði þá til Judy Garland-safnsins í Grand Rapids í Minnesota, árið 2005. Þeir voru ekki búnir að vera lengi til sýnist þegar þeim var stolið 27. ágúst 2005. Það var tilfinningaþrungin stund þegar safnarinn Michael Shaw fékk skónna aftur í hendurnar 2018. Þrettán árum síðar, í júní 2018, tókst Alríkislögreglunni (FBI) að hafa upp á skónum í Minneapolis eftir umfangsmiklar aðgerðir í Grand Rapids. Það sem kom lögreglunni á sporið var maður sem hafði samband við tryggingafyrirtækið sem tryggði skóna og sagðist geta komið þeim til skila í skiptum fyrir greiðslu. Hinn 76 ára Terry Martin var á endanum handtekinn og játaði hann að hafa stolið skónum. Sjá einnig: Skór Dóróteu fundnir eftir þrettán ár Gamall samverkamaður Martin hafði sagt honum að skórnir hlytu að vera skreyttir með raunverulegum gimsteinum, þar sem þeir voru tryggðir á milljón dala. Tíu ár voru þá liðin frá því Martin hafði síðast verið í fangelsi og reyndist freistingin of mikil, samkvæmt verjanda hans. Eins og sjá má eru alls engir demantar á skónum rauðu heldur verðlausar pallíettur.AP/Jeff Baenen Martin notaði hamar við að brjóta sýningarkassa sem skórnir voru í og flúði með þá. Þegar hann reyndi að taka demantana af skónum komst hann að því að það væru engir demantar á þeim, bara pallíettur. Aðeins tveimur sólarhringum eftir að hafa stolið skónum losaði Martin sig við þá. Sökum veikinda sinna var Martin ekki dæmdur í fangelsi og þurfti einungis að greiða safninu skaðabætur upp á 23.500 dali. Dómarinn tók þó fram að við eðlilegar kringumstæður hefði hann dæmt Martin í tíu ára fangelsi. Annar maður ákærður Nokkrum mánuðum eftir dómsúrskurðinn, í mars 2024, var annar maður, hinn 76 ára Jerry Hal Saliterman, einnig ákærður vegna þjófnaðarins. Hann var ekki aðeins sakaður um þjófnað heldur einnig fyrir að reyna að hafa áhrif á vitni en hann hótaði að leka kynlífsmyndbandi af konu sem vissi af þjófnaðinum. Ekki kom fram í dómsskjölum eða fréttaflutningi um ákæruna hvort Martin og Saliterman tengdust eða hefðu unnið saman. Jerry Hal Saliterman á leið út úr dómssal í St. Paul í Minnesota í mars.AP/Steve Karnowski Svo virðist sem enn eigi eftir að dæma í málinu. Rétt eins og Martin notar Saliterman hjólastól og súrefniskút og því spurning hvort hann sé nægilega hraustur til að sitja í fangelsi.
Hollywood Tíska og hönnun Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira