Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar 9. desember 2024 16:31 Laugarnesskóli, Langholtsskóli og Laugalækjaskóli auk frístundaheimila og félagsmiðstöðva í Lauganes- og Langholtshverfi eru í fararbroddi í fagstarfi sínu. Þeir hafa allir hlotið viðurkenningar fyrir framúrskarandi menntastarf og þar hafa börn hverfisins fengið að blómstra. Framtíðarsýn Reykjavíkurborgar sem nú er kynnt miðar að því að halda áfram að búa skólastarfinu í þessu frábæra hverfi góðan jarðveg fyrir áframhaldandi mikilvægt starf. Víðtækt samráð Þetta er búið að vera flókið ferli, en í rótgrónu borgarhverfi þar sem skólabyggingar eru að hluta til friðaðar er að mörgu að huga. Farið var í víðtækt samráð og í framhaldi af því ákvað skóla- og frístundaráð að falla frá hugmyndum um safnsskóla á unglingastigi og þess í stað byggja við hverfisskólana þrjá. Í kjölfarið var farið í ítarlega skoðun á fýsileika framkvæmda. Það kom í ljós að torvelt myndi reynast að skapa viðunandi aðstæður fyrir skólastarf á sama tíma og farið væri í bæði nauðsynlegar viðhaldsframkvæmdir og nýbyggingar. Þá er ljóst að allsherjar endurgerð á Laugarnesskóla mun taka tíma og krefjast þess að starfsemi flytjist að mestu leyti út á meðan. Einnig er til skoðunar að stækka leikskólann Hof sem er staðsettur sunnan við Laugarnesskóla og hefur það áhrif á stærð lóðar fyrir grunnskólann. Þetta myndi leiða af sér margra ára tímabil þar sem skólastarf væri litað af framkvæmdum með tilheyrandi raski fyrir börn og starfsfólk. Það er vel þekkt að framkvæmdir og skólastarf fara ekki vel saman. Erfið en rétt ákvörðun Það var ekki auðveld ákvörðun að taka þetta mál upp aftur, en með hagsmuni skólasamfélagsins og framtíð hverfisins var það engu að síðu nauðsynlegt. Stofnað var til virks samtals við hagaðila í hverfinu og óskað eftir umsögnum um hugmyndir um byggingu nýs unglingaskóla og breytingum á skólahverfum. Tekið er tillit til umsagna í þeim tillögum sem samþykktar voru í skóla- og frístundaráði í dag. Laugarneshverfi verður áfram eitt skólahverfi. Yngsta stigið, frá fyrsta upp í fjórða bekk, verður í Laugarnesskóla en svo fara börnin í Laugalækjaskóla þar sem kennt verður á miðstigi, frá fimmta til sjöunda bekk. Áfram er lagt til að Langholtsskóli verði fyrir fyrsta til sjöunda bekk. Nýr safnsskóli fyrir unglingastigið mun rísa í hverfinu og þar eru margvísleg spennandi tækifæri fyrir þróun skólastarfsins. Sterk fagleg rök og spennandi tækifæri Fagleg rök fyrir unglingaskóla eru sterk. Unglingaskólar bjóða upp á að nemendur hafi aukið val og einnig er hægt að koma betur til móts við þarfir ólíkra einstaklinga því stærri skóli býr yfir meiri fagauði. Kennarahópurinn stækkar sem skapar möguleika á að byggja upp fjölbreyttari sérgreinar í stærri unglingaskólum. Þau skil sem unglingsárin markar með því að færast í nýjan skóla getur ýtt undir blöndun og ný vinatengsl sem er til góðs fyrir marga. Góð reynsla er af öðrum safnskólum í borginni; Hagaskóla, Réttarholtsskóla og Víkurskóla. Til þess að nýr skóli dafni er nauðsynlegt að finna honum góðan stað og huga vel að samgöngum og öðrum þáttum. Unnið verður með íþróttafélögunum og öðrum hagsmunaaðilum í Laugardal um framtíðarsýn og þróun. Endurbættir skólar og skólaþorp Afar brýnt er að ráðast strax í verulegar endurbætur á Laugarnesskóla. Við stöndum frammi fyrir því að gera okkar besta til að taka starfsemi Lauganesskóla út úr skólanum í áföngum. Ákveðið hefur verið að byggja nýtt „skólaþorp“ á stóru bílastæði á horni Reykja- og Engjavegar þar sem skóla- og frístundastarf mun fara fram á meðan á framkvæmdum stendur. Nauðsynlegt er að tryggja að framgangur framtíðarskipulags verði með sem skilvirkasta hætti og einnig að vandaupplýsingagjöf, leggja mikið upp úr góðum samskiptum við skólasamfélagið og að tryggja samhæfingu allra þeirra sem koma að þessu umfangsmikla og mikilvæga verkefni. Nú er komið að því að geta tekið höndum saman um framtíðarsýn um skólamál. Laugardalurinn er góður staður til að búa og ala upp börn og mun verða það til framtíðar. Höfundur er formaður Skóla – og frístundarsviðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Borgarstjórn Deilur um skólahald í Laugardal Mest lesið Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Laugarnesskóli, Langholtsskóli og Laugalækjaskóli auk frístundaheimila og félagsmiðstöðva í Lauganes- og Langholtshverfi eru í fararbroddi í fagstarfi sínu. Þeir hafa allir hlotið viðurkenningar fyrir framúrskarandi menntastarf og þar hafa börn hverfisins fengið að blómstra. Framtíðarsýn Reykjavíkurborgar sem nú er kynnt miðar að því að halda áfram að búa skólastarfinu í þessu frábæra hverfi góðan jarðveg fyrir áframhaldandi mikilvægt starf. Víðtækt samráð Þetta er búið að vera flókið ferli, en í rótgrónu borgarhverfi þar sem skólabyggingar eru að hluta til friðaðar er að mörgu að huga. Farið var í víðtækt samráð og í framhaldi af því ákvað skóla- og frístundaráð að falla frá hugmyndum um safnsskóla á unglingastigi og þess í stað byggja við hverfisskólana þrjá. Í kjölfarið var farið í ítarlega skoðun á fýsileika framkvæmda. Það kom í ljós að torvelt myndi reynast að skapa viðunandi aðstæður fyrir skólastarf á sama tíma og farið væri í bæði nauðsynlegar viðhaldsframkvæmdir og nýbyggingar. Þá er ljóst að allsherjar endurgerð á Laugarnesskóla mun taka tíma og krefjast þess að starfsemi flytjist að mestu leyti út á meðan. Einnig er til skoðunar að stækka leikskólann Hof sem er staðsettur sunnan við Laugarnesskóla og hefur það áhrif á stærð lóðar fyrir grunnskólann. Þetta myndi leiða af sér margra ára tímabil þar sem skólastarf væri litað af framkvæmdum með tilheyrandi raski fyrir börn og starfsfólk. Það er vel þekkt að framkvæmdir og skólastarf fara ekki vel saman. Erfið en rétt ákvörðun Það var ekki auðveld ákvörðun að taka þetta mál upp aftur, en með hagsmuni skólasamfélagsins og framtíð hverfisins var það engu að síðu nauðsynlegt. Stofnað var til virks samtals við hagaðila í hverfinu og óskað eftir umsögnum um hugmyndir um byggingu nýs unglingaskóla og breytingum á skólahverfum. Tekið er tillit til umsagna í þeim tillögum sem samþykktar voru í skóla- og frístundaráði í dag. Laugarneshverfi verður áfram eitt skólahverfi. Yngsta stigið, frá fyrsta upp í fjórða bekk, verður í Laugarnesskóla en svo fara börnin í Laugalækjaskóla þar sem kennt verður á miðstigi, frá fimmta til sjöunda bekk. Áfram er lagt til að Langholtsskóli verði fyrir fyrsta til sjöunda bekk. Nýr safnsskóli fyrir unglingastigið mun rísa í hverfinu og þar eru margvísleg spennandi tækifæri fyrir þróun skólastarfsins. Sterk fagleg rök og spennandi tækifæri Fagleg rök fyrir unglingaskóla eru sterk. Unglingaskólar bjóða upp á að nemendur hafi aukið val og einnig er hægt að koma betur til móts við þarfir ólíkra einstaklinga því stærri skóli býr yfir meiri fagauði. Kennarahópurinn stækkar sem skapar möguleika á að byggja upp fjölbreyttari sérgreinar í stærri unglingaskólum. Þau skil sem unglingsárin markar með því að færast í nýjan skóla getur ýtt undir blöndun og ný vinatengsl sem er til góðs fyrir marga. Góð reynsla er af öðrum safnskólum í borginni; Hagaskóla, Réttarholtsskóla og Víkurskóla. Til þess að nýr skóli dafni er nauðsynlegt að finna honum góðan stað og huga vel að samgöngum og öðrum þáttum. Unnið verður með íþróttafélögunum og öðrum hagsmunaaðilum í Laugardal um framtíðarsýn og þróun. Endurbættir skólar og skólaþorp Afar brýnt er að ráðast strax í verulegar endurbætur á Laugarnesskóla. Við stöndum frammi fyrir því að gera okkar besta til að taka starfsemi Lauganesskóla út úr skólanum í áföngum. Ákveðið hefur verið að byggja nýtt „skólaþorp“ á stóru bílastæði á horni Reykja- og Engjavegar þar sem skóla- og frístundastarf mun fara fram á meðan á framkvæmdum stendur. Nauðsynlegt er að tryggja að framgangur framtíðarskipulags verði með sem skilvirkasta hætti og einnig að vandaupplýsingagjöf, leggja mikið upp úr góðum samskiptum við skólasamfélagið og að tryggja samhæfingu allra þeirra sem koma að þessu umfangsmikla og mikilvæga verkefni. Nú er komið að því að geta tekið höndum saman um framtíðarsýn um skólamál. Laugardalurinn er góður staður til að búa og ala upp börn og mun verða það til framtíðar. Höfundur er formaður Skóla – og frístundarsviðs Reykjavíkurborgar.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar