Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. desember 2024 22:45 Sigurður Gísli Björnsson, fyrrverandi eigand og stjórnandi Sæmarks. Eva Björk Ægisdóttir Sigurður Gísli Björnsson, fyrrverandi eigandi Sæmarks, fær 20 milljónir ekki greiddar frá Elísabetu Erlu Dungal, fyrrverandi viðskiptafélaga hans. Sigurður Gísli hélt því fram að um peningalán til hennar hafi verið að ræða, sem henni hafi borið að endurgreiða, en var ekki talinn hafa fært nægilegar sönnur fyrir því. Þetta er niðurstaða Landsréttar, en fyrr hafði héraðsdómur komist að öndverðri niðurstöðu og dæmt Elísabetu Erlu til að endurgreiða Sigurði milljónirnar tuttugu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem nafn Sigurðar Gísla ratar í dómstóla, eða fréttir. Á síðasta ári var hann dæmdur til að greiða tæpan hálfan milljarð í tekjuskatt og útsvar, vegna áranna 2010-2016, í máli sem nefnt hefur verið sem eitt af umfangsmestu skattalagabrotum sem upp hafi komið hér á landi. Í dómi Landsréttar var sumsé tekist á um eðli greiðslunnar. Elísabet Erla hélt því fram að um væri að ræða greiðslu frá Sigurði vegna viðskipta sem hann hafi tekið þátt í ásamt henni og eiginmanni hennar. Nánar tiltekið einkahlutafélaginu Desk sem var ætlað að halda utan um rekstur Northern Seafood ehf. Sigurður hafi hins vegar ekki viljað að aðkoma sín að félaginu væri opinber þar sem hann hafi rekið annað félag í samkeppnisrekstri. Sigurður mótmælti því og byggði á því að um hafi verið að ræða peningalán sem beri að endurgreiða í samræmi við meginreglur samninga- og kröfuréttar. Engin gögn styðji umþrætta aðkomu hans að Northern Seafood ehf. eða Desk ehf. Fyrir Landsrétti voru lögð fram SMS-gögn sem sýndu að minnsta kosti fram á viðskiptasamband Sigurðar og eiginmanns Elísabetar. Hins vegar lágu engin gögn fyrir um eignarhlutinn sem Elísabet byggði á fyrir dómstólum. Aftur á móti hafði Sigurður sjálfur, sem hélt því fram að hann hafi í kaffispjalli við eiginmann Elísabetar samþykkt að veita þeim hjónum 20.000.000 króna lán, engin gögn lagt fram sem styðja við þær fullyrðingar. Að því virtu var talið að Elísabet hafi leitt líkur að því að hin umdeilda greiðsla eigi rætur að rekja til viðskipta sem Sigurður tók þátt í. Það hafi því fallið í hlut Sigurðar að sýna fram á að fremur hafi verið um að ræða peningalán sem áfrýjanda beri að endurgreiða. Niðurstaða réttarins var því sú að Elísabet var sýkn af kröfum Sigurðar um endurgreiðslu tuttugu milljóna króna. Dómsmál Sjávarútvegur Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Þetta er niðurstaða Landsréttar, en fyrr hafði héraðsdómur komist að öndverðri niðurstöðu og dæmt Elísabetu Erlu til að endurgreiða Sigurði milljónirnar tuttugu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem nafn Sigurðar Gísla ratar í dómstóla, eða fréttir. Á síðasta ári var hann dæmdur til að greiða tæpan hálfan milljarð í tekjuskatt og útsvar, vegna áranna 2010-2016, í máli sem nefnt hefur verið sem eitt af umfangsmestu skattalagabrotum sem upp hafi komið hér á landi. Í dómi Landsréttar var sumsé tekist á um eðli greiðslunnar. Elísabet Erla hélt því fram að um væri að ræða greiðslu frá Sigurði vegna viðskipta sem hann hafi tekið þátt í ásamt henni og eiginmanni hennar. Nánar tiltekið einkahlutafélaginu Desk sem var ætlað að halda utan um rekstur Northern Seafood ehf. Sigurður hafi hins vegar ekki viljað að aðkoma sín að félaginu væri opinber þar sem hann hafi rekið annað félag í samkeppnisrekstri. Sigurður mótmælti því og byggði á því að um hafi verið að ræða peningalán sem beri að endurgreiða í samræmi við meginreglur samninga- og kröfuréttar. Engin gögn styðji umþrætta aðkomu hans að Northern Seafood ehf. eða Desk ehf. Fyrir Landsrétti voru lögð fram SMS-gögn sem sýndu að minnsta kosti fram á viðskiptasamband Sigurðar og eiginmanns Elísabetar. Hins vegar lágu engin gögn fyrir um eignarhlutinn sem Elísabet byggði á fyrir dómstólum. Aftur á móti hafði Sigurður sjálfur, sem hélt því fram að hann hafi í kaffispjalli við eiginmann Elísabetar samþykkt að veita þeim hjónum 20.000.000 króna lán, engin gögn lagt fram sem styðja við þær fullyrðingar. Að því virtu var talið að Elísabet hafi leitt líkur að því að hin umdeilda greiðsla eigi rætur að rekja til viðskipta sem Sigurður tók þátt í. Það hafi því fallið í hlut Sigurðar að sýna fram á að fremur hafi verið um að ræða peningalán sem áfrýjanda beri að endurgreiða. Niðurstaða réttarins var því sú að Elísabet var sýkn af kröfum Sigurðar um endurgreiðslu tuttugu milljóna króna.
Dómsmál Sjávarútvegur Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira