Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. desember 2024 13:03 HS orka er með hæsta smásöluverð á raforku til neytenda samkvæmt úttekt ASÍ. Tómas Már Sigurðsson forstjóri HS orku segir eðlilegar skýringar á verðhækkunum síðasta árið. Vísir Forstjóri HS orku segir ástæðuna fyrir því að raforkuverð fyrirtækisins til neytenda sé það hæsta á smásölumarkaði vera að verð frá Landsvirkjun hafi hækkað. Þá hafi fyrirtækið ráðist í miklar framkvæmdir og því þurft að hækka raforkuverð. Það sé hins vegar óljóst hvort þær muni skila lækkunum til neytenda í framtíðinni. ASÍ vakti athygli á því í gær að á einu ári hafi smásöluverð á raforku hækkað á bilinu 9 til 37 prósent. Rafmagn í vísitölu neysluverðs hafi hækkað um 13 prósent á tímabilinu sem sé 8 prósentustigum umfram árshækkun vísitölu neysluverðs. Það sé mesta hækkun á raforkuverði á einu ári frá því eftir hrun. Stjórnvöld hafi sofið á verðinum ASÍ telur að þetta megi rekja til þess að stjórnvöld hafi ekki ráðist í aðgerðir til að tryggja orkuöryggi og verðvernd hér á landi þó þeim sé það heimilt. Í úttekt ASÍ kom að hæsta raforkuverðið sé hjá HS orku sem sé ríflega fjörutíu prósent hærra en þar sem það sé lægst eða hjá Orku heimilanna. Tvíþættar skýringar á hærra verði Eigendur HS orku eru til helminga lífeyrissjóðir og breski innviðasjóðurinn Ancala Partners. Fyrirtækið skilaði samkvæmt ársreikningi hagnaði upp á einn og hálfan milljarð á síðasta ári. Tómas Már Sigurðsson forstjóri HS orku segir skýringuna á verðhækkunum á síðasta ári tvíþætta. „Þetta er verð til einstaklinga og hinn almenni markaður er mjög breytilegur. Til að þjónusta þann markað þurfum við að kaupa breytilega orku og hún hefur einfaldlega hækkað mjög mikið,“ segir Tómas. Aðspurður um hvort HS orka kaupi raforku á hærra verði frá Landsvirkjun en en aðrir smásalar svarar Tómas: „Ég get ekki tjáð mig um það hvaða verð aðrir hafa fengið. Ég veit það ekki. Þetta er alltaf spurning um tímasetningu. Við kaupum orkuna á markaði og seljum hana áfram.“ Tómas segir álagningu HS orku á smásölumarkaði eðlilega en vill ekki gefa upp hversu há hún er. „ Ég tjái mig ekkert um það. Hún er ekkert óeðlileg. Við erum líka það fyrirtæki á landinu sem er mest í fjárfestingum Við erum að stækka Svartsengi og vorum að stækka Brúárvirkjun og Reykjanesvirkjun. Við höfum verið að fjárfesta mjög mikið og auðvitað þurfa verðin að standa undir því,“ segir hann. Tómas segir hins vegar óvíst að raforkuverðið lækki þegar framkvæmdum lýkur. „Það fer bara eftir aðstæðum á markaði. Eins og þekkt er orkuskortur í landinu,“ segir Tómas. Svartsýn á að framkvæmdir skili lækkunum ASÍ telur hins vegar að ef ráðist sé í aukna orkuöflun verði orkunni ráðstafað til áhugasamra fyrirtækja. Aukin orkuöflun muni því ekki koma í veg fyrir verðhækkanir á raforku til almennings og smærri fyrirtækja. Orkumál Varnargarðar á Reykjanesskaga Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Neytendur Fjármál heimilisins Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
ASÍ vakti athygli á því í gær að á einu ári hafi smásöluverð á raforku hækkað á bilinu 9 til 37 prósent. Rafmagn í vísitölu neysluverðs hafi hækkað um 13 prósent á tímabilinu sem sé 8 prósentustigum umfram árshækkun vísitölu neysluverðs. Það sé mesta hækkun á raforkuverði á einu ári frá því eftir hrun. Stjórnvöld hafi sofið á verðinum ASÍ telur að þetta megi rekja til þess að stjórnvöld hafi ekki ráðist í aðgerðir til að tryggja orkuöryggi og verðvernd hér á landi þó þeim sé það heimilt. Í úttekt ASÍ kom að hæsta raforkuverðið sé hjá HS orku sem sé ríflega fjörutíu prósent hærra en þar sem það sé lægst eða hjá Orku heimilanna. Tvíþættar skýringar á hærra verði Eigendur HS orku eru til helminga lífeyrissjóðir og breski innviðasjóðurinn Ancala Partners. Fyrirtækið skilaði samkvæmt ársreikningi hagnaði upp á einn og hálfan milljarð á síðasta ári. Tómas Már Sigurðsson forstjóri HS orku segir skýringuna á verðhækkunum á síðasta ári tvíþætta. „Þetta er verð til einstaklinga og hinn almenni markaður er mjög breytilegur. Til að þjónusta þann markað þurfum við að kaupa breytilega orku og hún hefur einfaldlega hækkað mjög mikið,“ segir Tómas. Aðspurður um hvort HS orka kaupi raforku á hærra verði frá Landsvirkjun en en aðrir smásalar svarar Tómas: „Ég get ekki tjáð mig um það hvaða verð aðrir hafa fengið. Ég veit það ekki. Þetta er alltaf spurning um tímasetningu. Við kaupum orkuna á markaði og seljum hana áfram.“ Tómas segir álagningu HS orku á smásölumarkaði eðlilega en vill ekki gefa upp hversu há hún er. „ Ég tjái mig ekkert um það. Hún er ekkert óeðlileg. Við erum líka það fyrirtæki á landinu sem er mest í fjárfestingum Við erum að stækka Svartsengi og vorum að stækka Brúárvirkjun og Reykjanesvirkjun. Við höfum verið að fjárfesta mjög mikið og auðvitað þurfa verðin að standa undir því,“ segir hann. Tómas segir hins vegar óvíst að raforkuverðið lækki þegar framkvæmdum lýkur. „Það fer bara eftir aðstæðum á markaði. Eins og þekkt er orkuskortur í landinu,“ segir Tómas. Svartsýn á að framkvæmdir skili lækkunum ASÍ telur hins vegar að ef ráðist sé í aukna orkuöflun verði orkunni ráðstafað til áhugasamra fyrirtækja. Aukin orkuöflun muni því ekki koma í veg fyrir verðhækkanir á raforku til almennings og smærri fyrirtækja.
Orkumál Varnargarðar á Reykjanesskaga Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Neytendur Fjármál heimilisins Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira