Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar 20. desember 2024 11:32 Einhver sagði si svona: “Það þarf bara að loka einu álveri til að eiga næga orku og klára orkuskiptin”. En það er aðeins flóknara en það… Álverin á Íslandi greiða fyrir raforkuna sem þau kaupa og gera um þau viðskipti langtíma samninga. Þessir samningar eru um leið traustur rekstrargrunnur orkufyrirtækjanna. Fyrir þá raforku sem álverin kaupa, verða til verðmæti. Útflutningsverðmæti álframleiðslu á síðasta ári voru 325 milljarðar og innlend útgjöld álveranna voru 160 milljarðar. Þar af greiddu álverin rúma 25 milljarða í laun og launatengd gjöld og þau greiddu 9,5 milljarða í opinber gjöld. Álverin þrjú á Íslandi eru öll í spriklandi fínu standi enda hafa þau lagt sig fram um að fjárfesta í innviðum sínum, bæði til viðhalds og ekki síður til að auka virði þeirrar vöru sem þau framleiða. Á þeim sjást engin ellimerki og engin ástæða til að loka þeim. Ef við lokum álveri til að rýma fyrir orkuskiptunum verða ekki til þau verðmæti sem álverin skapa þjóðinni. Þúsundir Íslendinga munu bera af slíku tjón í formi tekjumissis, en hjá álverunum starfa um 2000 manns í fjölbreyttum störfum og hátt í 5000 manns sé tekið tillit til afleiddra starfa. Frumkvöðlastarf og nýsköpun hefur dafnað nálægt áliðnaði á Íslandi og nýtur vísindasamfélagið góðs af með mörgum áhugaverðum verkefnum sem skipta einmitt máli í baráttunni við loftslagsvána. Það allra mikilvægasta er þó án efa að til viðbótar við þann hagræna ávinning sem þjóðin hefur af álframleiðslu á Íslandi er hún mikilvægt framlag þjóðarinnar til loftslagsmála. Á Íslandi framleiðum við nefnilega ál með lægst kolefnisspor í heimi. Orkuskiptin verður einfaldlega að klára með því að afla meiri orku. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls, samtaka álframleiðenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Eldey Arnardóttir Stóriðja Áliðnaður Orkuskipti Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Flóttafólk er bara fólk Úlfhildur Ólafsdóttir Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Einhver sagði si svona: “Það þarf bara að loka einu álveri til að eiga næga orku og klára orkuskiptin”. En það er aðeins flóknara en það… Álverin á Íslandi greiða fyrir raforkuna sem þau kaupa og gera um þau viðskipti langtíma samninga. Þessir samningar eru um leið traustur rekstrargrunnur orkufyrirtækjanna. Fyrir þá raforku sem álverin kaupa, verða til verðmæti. Útflutningsverðmæti álframleiðslu á síðasta ári voru 325 milljarðar og innlend útgjöld álveranna voru 160 milljarðar. Þar af greiddu álverin rúma 25 milljarða í laun og launatengd gjöld og þau greiddu 9,5 milljarða í opinber gjöld. Álverin þrjú á Íslandi eru öll í spriklandi fínu standi enda hafa þau lagt sig fram um að fjárfesta í innviðum sínum, bæði til viðhalds og ekki síður til að auka virði þeirrar vöru sem þau framleiða. Á þeim sjást engin ellimerki og engin ástæða til að loka þeim. Ef við lokum álveri til að rýma fyrir orkuskiptunum verða ekki til þau verðmæti sem álverin skapa þjóðinni. Þúsundir Íslendinga munu bera af slíku tjón í formi tekjumissis, en hjá álverunum starfa um 2000 manns í fjölbreyttum störfum og hátt í 5000 manns sé tekið tillit til afleiddra starfa. Frumkvöðlastarf og nýsköpun hefur dafnað nálægt áliðnaði á Íslandi og nýtur vísindasamfélagið góðs af með mörgum áhugaverðum verkefnum sem skipta einmitt máli í baráttunni við loftslagsvána. Það allra mikilvægasta er þó án efa að til viðbótar við þann hagræna ávinning sem þjóðin hefur af álframleiðslu á Íslandi er hún mikilvægt framlag þjóðarinnar til loftslagsmála. Á Íslandi framleiðum við nefnilega ál með lægst kolefnisspor í heimi. Orkuskiptin verður einfaldlega að klára með því að afla meiri orku. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls, samtaka álframleiðenda.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar