Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. desember 2024 18:46 Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir mikilvægara að formenn nýrra ríkisstjórnarflokka vinni vel saman en hverjir nákvæmlega skipi hvaða ráðherrastóla. Vísir/Ívar Fannar Prófessor í stjórnmálafræði segir líklegt að helstu áherslumál nýrrar ríkisstjórnar verði tiltekt í ríkisfjármálum og staða þeirra sem höllum fæti standa. Mönnun í einstaka ráðherrastóla skipti minna máli. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar fundaði í hinsta sinn í morgun eftir sjö ára sögulega valdatíð þverpólitískrar stjórnar. Ný ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins tekur við um helgina. Viðræðurnar eftir hefðinni Í dag hefur Þorgerður Katrín, formaður Viðreisnar, rætt einslega við þingmenn og heyrt afstöðu þeirra til ráðherraskipunar. Gera má ráð fyrir að Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hafi gert slíkt hið sama. Þingflokkarnir funda klukkan níu í fyrramálið, hver í sínu horni, þar sem formennirnir munu leggja fram tillögu að ráðherraskipan sem verður samþykkt. Í kjölfarið koma saman flokksráð flokkanna til að fara yfir stjórnarsáttmálann. „Þetta er nú svolítið eftir hefðinni, formaður stærsta flokksins og sá sem hefur stjórnarmyndunarumboðið, Kristrún Frostadóttir - það er gert ráð fyrir að hún verði forsætisráðherra - og að Viðreisn fái bæði fjármálaráðuneytið og utanríkisráðuneytið. Það blasir auðvitað við að Flokkur fólksins mun vilja hafa félagsmálin og velferðarmálin á sinni könnu,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Eru einhverjar sérstakar persónur sem eru líklegri en aðrar til að fá þarna sæti? „Auðvitað skiptir mestu máli hvar formennirnir lenda. Þetta verður ríkisstjórn sem mun þurfa á töluverðrar samhæfingar að halda milli formannanna þriggja.“ Rík áhersla á á sem höllustum fæti standa Formennirnir munu kynna stjórnarsáttmála og ráðherraskipan á blaðamannafundi klukkan eitt á morgun í Hafnarborg í Hafnarfirði. „Ég held að tvö mál verði nokkuð örugglega mjög áberandi. Það er annars vegar hvernig eigi að takast á við ríkisfjármálin og stöðu efnahagsmála. Að sama skapi verður þarna örugglega rík áhersla á að rétta hlut þeirra sem höllustum fæti standa,“ segir Eiríkur. Morgundagurinn endar svo á Bessastöðum þar sem tveir ríkisráðsfundir verða haldnir. Sá fyrri, með fráfarandi ríkisráði, hefst klukkan þrjú og sá síðar, fyrsti fundur nýs ríkisráðs, hefst hálf fimm. Á þeim fundi mun Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, skipa nýtt ráðuneyti - ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Flokkur fólksins Tengdar fréttir „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Almannatengill telur víst að Kristrún Frostadóttir verði næsti forsætisráðherra landins og Viðreisn fái fjármálaráðuneyti og utanríkisráðuneyti. Boðað hefur verið til blaðamannafundar í Hafnarborg í Hafnarfirði klukkan eitt á morgun þar sem stjórnarsáttmáli og ráðherraskipan verður tilkynnt. 20. desember 2024 12:32 Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hafa boðað til fréttamannafundar klukkan eitt á á morgun, laugardaginn 21. desember, í Hafnarborg í Hafnarfirði. 20. desember 2024 11:42 Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar verður forsætisráðherra í þeirri ríkisstjórn sem brátt verður kynnt til sögunnar. 20. desember 2024 09:45 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar fundaði í hinsta sinn í morgun eftir sjö ára sögulega valdatíð þverpólitískrar stjórnar. Ný ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins tekur við um helgina. Viðræðurnar eftir hefðinni Í dag hefur Þorgerður Katrín, formaður Viðreisnar, rætt einslega við þingmenn og heyrt afstöðu þeirra til ráðherraskipunar. Gera má ráð fyrir að Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hafi gert slíkt hið sama. Þingflokkarnir funda klukkan níu í fyrramálið, hver í sínu horni, þar sem formennirnir munu leggja fram tillögu að ráðherraskipan sem verður samþykkt. Í kjölfarið koma saman flokksráð flokkanna til að fara yfir stjórnarsáttmálann. „Þetta er nú svolítið eftir hefðinni, formaður stærsta flokksins og sá sem hefur stjórnarmyndunarumboðið, Kristrún Frostadóttir - það er gert ráð fyrir að hún verði forsætisráðherra - og að Viðreisn fái bæði fjármálaráðuneytið og utanríkisráðuneytið. Það blasir auðvitað við að Flokkur fólksins mun vilja hafa félagsmálin og velferðarmálin á sinni könnu,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Eru einhverjar sérstakar persónur sem eru líklegri en aðrar til að fá þarna sæti? „Auðvitað skiptir mestu máli hvar formennirnir lenda. Þetta verður ríkisstjórn sem mun þurfa á töluverðrar samhæfingar að halda milli formannanna þriggja.“ Rík áhersla á á sem höllustum fæti standa Formennirnir munu kynna stjórnarsáttmála og ráðherraskipan á blaðamannafundi klukkan eitt á morgun í Hafnarborg í Hafnarfirði. „Ég held að tvö mál verði nokkuð örugglega mjög áberandi. Það er annars vegar hvernig eigi að takast á við ríkisfjármálin og stöðu efnahagsmála. Að sama skapi verður þarna örugglega rík áhersla á að rétta hlut þeirra sem höllustum fæti standa,“ segir Eiríkur. Morgundagurinn endar svo á Bessastöðum þar sem tveir ríkisráðsfundir verða haldnir. Sá fyrri, með fráfarandi ríkisráði, hefst klukkan þrjú og sá síðar, fyrsti fundur nýs ríkisráðs, hefst hálf fimm. Á þeim fundi mun Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, skipa nýtt ráðuneyti - ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins.
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Flokkur fólksins Tengdar fréttir „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Almannatengill telur víst að Kristrún Frostadóttir verði næsti forsætisráðherra landins og Viðreisn fái fjármálaráðuneyti og utanríkisráðuneyti. Boðað hefur verið til blaðamannafundar í Hafnarborg í Hafnarfirði klukkan eitt á morgun þar sem stjórnarsáttmáli og ráðherraskipan verður tilkynnt. 20. desember 2024 12:32 Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hafa boðað til fréttamannafundar klukkan eitt á á morgun, laugardaginn 21. desember, í Hafnarborg í Hafnarfirði. 20. desember 2024 11:42 Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar verður forsætisráðherra í þeirri ríkisstjórn sem brátt verður kynnt til sögunnar. 20. desember 2024 09:45 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
„Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Almannatengill telur víst að Kristrún Frostadóttir verði næsti forsætisráðherra landins og Viðreisn fái fjármálaráðuneyti og utanríkisráðuneyti. Boðað hefur verið til blaðamannafundar í Hafnarborg í Hafnarfirði klukkan eitt á morgun þar sem stjórnarsáttmáli og ráðherraskipan verður tilkynnt. 20. desember 2024 12:32
Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hafa boðað til fréttamannafundar klukkan eitt á á morgun, laugardaginn 21. desember, í Hafnarborg í Hafnarfirði. 20. desember 2024 11:42
Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar verður forsætisráðherra í þeirri ríkisstjórn sem brátt verður kynnt til sögunnar. 20. desember 2024 09:45