Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar 23. desember 2024 08:03 Á síðustu 10 árum hefur byggst upp alþjóðlegur gagnaversiðnaður á Íslandi en áhrif þessarar uppbyggingar á íslenskan efnahag eru oft fremur ósýnileg. Dæmi um þetta eru jákvæð áhrif gagnavera á útlandasambönd Íslands. Þessi jákvæðu áhrif eru einkum vegna hagkvæmni rekstrar á fjarskiptasæstrengjunum sem liggja til Íslands og eru nauðsynlegir fyrir tengsl landsins við umheiminn. Sæstrengirnir eru í eigu og rekstri Farice sem stöðugt treystir rekstrargrundvöll sinn eftir því sem gagnaversiðnaðurinn stækkar og eflist. Ísland er fámennt, dreifbýlt og í miðju norður Atlantshafi með 1200-1500km af opnu hafi milli okkar og Evrópu. Það er áskorun og kostnaðarsamt að byggja og reka örugga fjarskiptainnviði sem tengja Ísland við útlönd. Innviðirnir verða að bera fjarskiptaumferð sem aldrei má rofna og er það hlutverk okkar hjá Farice að tryggja stöðugt samband. Félagið rekur fjarskiptasæstrengina þrjá sem bera nær alla gagnaumferð okkar til útlanda. Kerfið er hannað til þess að þola áföll enda er mikilvægi þess mikið fyrir íslenskt samfélag. Öryggi kerfisins felst í þremur fjarskiptasæstrengjum sem lenda á mismunandi stöðum um landið og eru tengdir fjölda ljósleiðara á landi á Íslandi og erlendis. En eins og með margt á Íslandi er hagkvæmni stærðar áskorun. Til er mikil gagnaflutningsgeta í strengjunum sem hægt er að nýta fyrir alþjóðlega viðskiptavini íslenskra gagnavera. Það er þannig til hagsbóta fyrir íslenskt samfélag að öflugur gagnaversiðnaður geti byggst upp á Íslandi sem getur nýtt þá umframbandvídd sem sæstrengirnir bera. Á sama hátt er öruggt fjarskiptakerfi ein af forsendum þess að sú gerð gagnaversiðnaðar sem við helst viljum hafa á Íslandi geti þrifist. Gagnaversviðskiptavinir eru mjög mismunandi þar sem sumir þurfa fremur lítil útlandasambönd en aðrir viðskiptavinir eru með miklar gagnaflutningsþarfir og eru sem slíkir verðmætir viðskiptavinir fyrir Farice. Þeim viðskiptavinum sem nota stærri fjarskiptasambönd fer hratt fjölgandi sem er jákvætt fyrir félagið. Það er því til mikils unnið að styðja við uppbyggingu gagnaversiðnaðar á Íslandi og fjölga þannig efnahagsstoðunum samhliða því að styrkja rekstrargrundvöll fjarskiptakerfa landsins okkar, þjóðinni allri til hagsbóta. Höfundur er framkvæmdastjóri Farice. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarskipti Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Á síðustu 10 árum hefur byggst upp alþjóðlegur gagnaversiðnaður á Íslandi en áhrif þessarar uppbyggingar á íslenskan efnahag eru oft fremur ósýnileg. Dæmi um þetta eru jákvæð áhrif gagnavera á útlandasambönd Íslands. Þessi jákvæðu áhrif eru einkum vegna hagkvæmni rekstrar á fjarskiptasæstrengjunum sem liggja til Íslands og eru nauðsynlegir fyrir tengsl landsins við umheiminn. Sæstrengirnir eru í eigu og rekstri Farice sem stöðugt treystir rekstrargrundvöll sinn eftir því sem gagnaversiðnaðurinn stækkar og eflist. Ísland er fámennt, dreifbýlt og í miðju norður Atlantshafi með 1200-1500km af opnu hafi milli okkar og Evrópu. Það er áskorun og kostnaðarsamt að byggja og reka örugga fjarskiptainnviði sem tengja Ísland við útlönd. Innviðirnir verða að bera fjarskiptaumferð sem aldrei má rofna og er það hlutverk okkar hjá Farice að tryggja stöðugt samband. Félagið rekur fjarskiptasæstrengina þrjá sem bera nær alla gagnaumferð okkar til útlanda. Kerfið er hannað til þess að þola áföll enda er mikilvægi þess mikið fyrir íslenskt samfélag. Öryggi kerfisins felst í þremur fjarskiptasæstrengjum sem lenda á mismunandi stöðum um landið og eru tengdir fjölda ljósleiðara á landi á Íslandi og erlendis. En eins og með margt á Íslandi er hagkvæmni stærðar áskorun. Til er mikil gagnaflutningsgeta í strengjunum sem hægt er að nýta fyrir alþjóðlega viðskiptavini íslenskra gagnavera. Það er þannig til hagsbóta fyrir íslenskt samfélag að öflugur gagnaversiðnaður geti byggst upp á Íslandi sem getur nýtt þá umframbandvídd sem sæstrengirnir bera. Á sama hátt er öruggt fjarskiptakerfi ein af forsendum þess að sú gerð gagnaversiðnaðar sem við helst viljum hafa á Íslandi geti þrifist. Gagnaversviðskiptavinir eru mjög mismunandi þar sem sumir þurfa fremur lítil útlandasambönd en aðrir viðskiptavinir eru með miklar gagnaflutningsþarfir og eru sem slíkir verðmætir viðskiptavinir fyrir Farice. Þeim viðskiptavinum sem nota stærri fjarskiptasambönd fer hratt fjölgandi sem er jákvætt fyrir félagið. Það er því til mikils unnið að styðja við uppbyggingu gagnaversiðnaðar á Íslandi og fjölga þannig efnahagsstoðunum samhliða því að styrkja rekstrargrundvöll fjarskiptakerfa landsins okkar, þjóðinni allri til hagsbóta. Höfundur er framkvæmdastjóri Farice.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar