Alls kyns jól um allan heim Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 25. desember 2024 20:03 Fjölbreytileg yfirferð á jólum um allan heim í kvöldfréttum. vísir Jólin voru haldin hátíðleg um allan heim, líka í Damaskus í Sýrlandi og Betlehem, fæðingarstað Jesú Krists. Frans páfi lagði áherslu á frið í prédikun sinni í dag. Jólahefðirnar eru jafn misjafnar og fólkið er margt. Hópur fólks í Berlín byrjaði daginn til dæmis á að synda í Oranke vatni áður en hann hélt af stað í sálmasöng. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var komið víða við á í yfirferð um jólahöld. Hátíðarhöldin voru á svipuðum nótum í Sydney í Ástralíu, þar sem mikill fjöldi skemmti sér á ströndinni í sumarsólinni, á meðan aðrir héldu hefðbundnari jól í kirkjum borgarinnar. Fyrsta jólamessan í fimm ár var haldin í frúarkirkjunni í París og kristnir í Írak héldu upp á daginn, þrátt fyrir mikinn ótta og óörugga framtíð í landinu. „Við erum hluti af Írak. En við munum yfirgefa landið ef tækifærði gefst vegna þess að ástandið hér er óstöðugt. Okkur líður eins og þeir gætu kippt undan okkur fótunum hvenær sem er. Framtíð okkar er óviss hér,“ er haft eftir Bayda Nadhim íbúa í Teleskaf. Minnihlutahópar kristinna í Pakistan héldu upp á sín jól sem og í Sýrlandi, þar sem eru miklir umbrotatímar. Samfélag kristinna stækkar ört í Peking og var jólamessan í dómkirkju borgarinnar þétt setin. Sem fyrr var hátíðlega jólamessa í Betlehem - heimafólk og aðkomumenn saman komnir til að fagna fæðingu frelsarans. Aðfangadagur var fyrsti dagur fagnaðarárs kaþólikka og voru helgar dyr Péturskirkju í Vatíkaninu opnaðar almenningi en þær eru venjulega lokaðar aðkomufólki. „Maður fyllist auðmýkt við að ganga í gegnum dyrnar að það verður að eins konar losunað þegar þú ferð í gegn er það eins og útrás, þetta er tilfinningalosun“ segir Blanca Martin pílagrími frá Bandaríkjunum, sem heimsótti Péturskirkjuna í dag. Páfinn kallaði eftir friði í Úkraínu og Súdan, og lýsti áhyggjum af stöðunni í Mið-Austurlöndum, í predikun sinni í dag. „Megi ómur hernaðar þagna í Mið-Austurlöndum. Þegar ég hugsa um jötuna í Betlehem, veðrur mér hugsað til kristinna samfélaga í Ísrael og Palestínu, sérstaklega Gasa, þar sem mannúðarástandið er grafalvarlegt,“ Jól Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Jólahefðirnar eru jafn misjafnar og fólkið er margt. Hópur fólks í Berlín byrjaði daginn til dæmis á að synda í Oranke vatni áður en hann hélt af stað í sálmasöng. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var komið víða við á í yfirferð um jólahöld. Hátíðarhöldin voru á svipuðum nótum í Sydney í Ástralíu, þar sem mikill fjöldi skemmti sér á ströndinni í sumarsólinni, á meðan aðrir héldu hefðbundnari jól í kirkjum borgarinnar. Fyrsta jólamessan í fimm ár var haldin í frúarkirkjunni í París og kristnir í Írak héldu upp á daginn, þrátt fyrir mikinn ótta og óörugga framtíð í landinu. „Við erum hluti af Írak. En við munum yfirgefa landið ef tækifærði gefst vegna þess að ástandið hér er óstöðugt. Okkur líður eins og þeir gætu kippt undan okkur fótunum hvenær sem er. Framtíð okkar er óviss hér,“ er haft eftir Bayda Nadhim íbúa í Teleskaf. Minnihlutahópar kristinna í Pakistan héldu upp á sín jól sem og í Sýrlandi, þar sem eru miklir umbrotatímar. Samfélag kristinna stækkar ört í Peking og var jólamessan í dómkirkju borgarinnar þétt setin. Sem fyrr var hátíðlega jólamessa í Betlehem - heimafólk og aðkomumenn saman komnir til að fagna fæðingu frelsarans. Aðfangadagur var fyrsti dagur fagnaðarárs kaþólikka og voru helgar dyr Péturskirkju í Vatíkaninu opnaðar almenningi en þær eru venjulega lokaðar aðkomufólki. „Maður fyllist auðmýkt við að ganga í gegnum dyrnar að það verður að eins konar losunað þegar þú ferð í gegn er það eins og útrás, þetta er tilfinningalosun“ segir Blanca Martin pílagrími frá Bandaríkjunum, sem heimsótti Péturskirkjuna í dag. Páfinn kallaði eftir friði í Úkraínu og Súdan, og lýsti áhyggjum af stöðunni í Mið-Austurlöndum, í predikun sinni í dag. „Megi ómur hernaðar þagna í Mið-Austurlöndum. Þegar ég hugsa um jötuna í Betlehem, veðrur mér hugsað til kristinna samfélaga í Ísrael og Palestínu, sérstaklega Gasa, þar sem mannúðarástandið er grafalvarlegt,“
Jól Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira