Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 27. desember 2024 12:02 Í nýlegri grein (visir.is 13 desember) sakaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), Alþýðusambandið um upplýsingaóreiðu. Tilefnið er umræða á nýlegu þingi ASÍ þar sem 300 þingfulltrúar mótuðu stefnu um nýtingu sameiginlegra auðlinda þjóðarinnar. Hver var krafa þings ASÍ? Í meginatriðum sú að auðlindir séu sameign þjóðarinnar og skuli vera nýttar í hennar þágu. Það felur í sér að koma á heildstæðri gjaldtöku vegna nýtingar auðlinda svo sem sjávarauðlinda, orkuauðlinda, lands, vatns og ósnortinnar náttúru. Ljóst er að þetta er ekki bara skoðun Alþýðusambandsins. Í þjóðmálakönnun sem Gallup framkvæmdi fyrir ASÍ töldu einungis 25% þjóðarinnar að hlutdeild almennings í þeim arði sem verður til við nýtingu auðlinda sé réttlát, m.ö.o. yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar telur skiptinguna rangláta. Í greininni er fyrst og fremst að finna tæknilegan útúrsnúning þar sem skautað er framhjá aðalatriðum málsins. Íslenskur sjávarútvegur er nefnilega vel rekinn og býr til gríðarleg verðmæti með nýtingu á sameiginlegri auðlind. Það þarf að tryggja áframhaldandi verðmætasköpun en jafnframt að tryggja hlutdeild almennings í þeim verðmætum. Nokkra furðu vekur að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi kjósi að gera lítið úr þessum birtingarmyndum almannaviljans með því að jafna þeim við upplýsingaóreiðu. Í greininni er ASÍ sakað um að “fara vísvitandi með ósannindi”. Þetta er alvarleg ásökun sem um leið vekur upp spurningar um afstöðu samtakanna til samfélagsins almennt og hreyfingar launafólks sérstaklega. Mikilvægar áherslur nýrrar ríkisstjórnar Því ber að fagna að nú situr ríkisstjórn sem ætlar sér að móta auðlindastefnu sem felur í sér réttlát auðlindagjöld sem að hluta munu renna til nærsamfélags og jafnframt tryggja að ákvæði verði í stjórnarskrá um að auðlindir séu í þjóðareigu. Ísland er ríkt af sameiginlegum auðlindum og stjórnmálamenn verða að bera gæfu til þess að setja almannahagsmuni í forgang við nýtingu slíkra auðlinda. Skynsöm nýting auðlinda miðar nefnilega að því að hámarka verðmætasköpun og tryggja eigandanum réttláta hlutdeild í arðinum. Auðurinn og firringin Gríðarlegur auður sjávarútvegsins hefur tryggt honum mikinn skriðþunga í samfélaginu sem öflugir aðilar fá fúlgur fjár fyrir að verja með kjafti og klóm. Málflutning SFS má hafa til marks um þá rótföstu valdastöðu sem auðurinn hefur skapað sérhagsmunaöflunum. Hann er jafnframt enn ein sönnun þess að séraðstaða af þessum toga getur á endanum leitt til eins konar firringar gagnvart umhverfi og samtíma. Alþýðusamband Íslands stundar þá pólitík eina að standa vörð um almannahagsmuni. Þing ASÍ er lýðræðisleg samkoma jafningja. Þjóðmálakönnun ASÍ, nýjung sem vakið hefur verðskuldaða athygli, birtir ekki afstöðu Alþýðusambandsins eða forystufólks stéttarfélaga. Niðurstöður þingsins og könnunarinnar eru sterkar vísbendingar um afstöðu fólksins í landinu og að sérhagsmunavarsla SFS sé næstum því ábyggilega miklum meirihluta þjóðarinnar ekki að skapi. Af því má ef til vill leiða þá niðurstöðu að almennt telji Íslendingar sjávarútveginn ekki einkamál þeirra sem honum stjórna. Og þá kann ályktunin að verða sú að málflutningur sem leiðir hjá sér augljósar staðreyndir um samfélag og nútíma sé til marks um firringu af einhverju tagi. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson ASÍ Sjávarútvegur Mest lesið Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Halldór 30.08.2025 Halldór Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Sjá meira
Í nýlegri grein (visir.is 13 desember) sakaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), Alþýðusambandið um upplýsingaóreiðu. Tilefnið er umræða á nýlegu þingi ASÍ þar sem 300 þingfulltrúar mótuðu stefnu um nýtingu sameiginlegra auðlinda þjóðarinnar. Hver var krafa þings ASÍ? Í meginatriðum sú að auðlindir séu sameign þjóðarinnar og skuli vera nýttar í hennar þágu. Það felur í sér að koma á heildstæðri gjaldtöku vegna nýtingar auðlinda svo sem sjávarauðlinda, orkuauðlinda, lands, vatns og ósnortinnar náttúru. Ljóst er að þetta er ekki bara skoðun Alþýðusambandsins. Í þjóðmálakönnun sem Gallup framkvæmdi fyrir ASÍ töldu einungis 25% þjóðarinnar að hlutdeild almennings í þeim arði sem verður til við nýtingu auðlinda sé réttlát, m.ö.o. yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar telur skiptinguna rangláta. Í greininni er fyrst og fremst að finna tæknilegan útúrsnúning þar sem skautað er framhjá aðalatriðum málsins. Íslenskur sjávarútvegur er nefnilega vel rekinn og býr til gríðarleg verðmæti með nýtingu á sameiginlegri auðlind. Það þarf að tryggja áframhaldandi verðmætasköpun en jafnframt að tryggja hlutdeild almennings í þeim verðmætum. Nokkra furðu vekur að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi kjósi að gera lítið úr þessum birtingarmyndum almannaviljans með því að jafna þeim við upplýsingaóreiðu. Í greininni er ASÍ sakað um að “fara vísvitandi með ósannindi”. Þetta er alvarleg ásökun sem um leið vekur upp spurningar um afstöðu samtakanna til samfélagsins almennt og hreyfingar launafólks sérstaklega. Mikilvægar áherslur nýrrar ríkisstjórnar Því ber að fagna að nú situr ríkisstjórn sem ætlar sér að móta auðlindastefnu sem felur í sér réttlát auðlindagjöld sem að hluta munu renna til nærsamfélags og jafnframt tryggja að ákvæði verði í stjórnarskrá um að auðlindir séu í þjóðareigu. Ísland er ríkt af sameiginlegum auðlindum og stjórnmálamenn verða að bera gæfu til þess að setja almannahagsmuni í forgang við nýtingu slíkra auðlinda. Skynsöm nýting auðlinda miðar nefnilega að því að hámarka verðmætasköpun og tryggja eigandanum réttláta hlutdeild í arðinum. Auðurinn og firringin Gríðarlegur auður sjávarútvegsins hefur tryggt honum mikinn skriðþunga í samfélaginu sem öflugir aðilar fá fúlgur fjár fyrir að verja með kjafti og klóm. Málflutning SFS má hafa til marks um þá rótföstu valdastöðu sem auðurinn hefur skapað sérhagsmunaöflunum. Hann er jafnframt enn ein sönnun þess að séraðstaða af þessum toga getur á endanum leitt til eins konar firringar gagnvart umhverfi og samtíma. Alþýðusamband Íslands stundar þá pólitík eina að standa vörð um almannahagsmuni. Þing ASÍ er lýðræðisleg samkoma jafningja. Þjóðmálakönnun ASÍ, nýjung sem vakið hefur verðskuldaða athygli, birtir ekki afstöðu Alþýðusambandsins eða forystufólks stéttarfélaga. Niðurstöður þingsins og könnunarinnar eru sterkar vísbendingar um afstöðu fólksins í landinu og að sérhagsmunavarsla SFS sé næstum því ábyggilega miklum meirihluta þjóðarinnar ekki að skapi. Af því má ef til vill leiða þá niðurstöðu að almennt telji Íslendingar sjávarútveginn ekki einkamál þeirra sem honum stjórna. Og þá kann ályktunin að verða sú að málflutningur sem leiðir hjá sér augljósar staðreyndir um samfélag og nútíma sé til marks um firringu af einhverju tagi. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun