Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Kristján Már Unnarsson skrifar 29. desember 2024 10:36 Frá Nuuk, höfuðstað Grænlands. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson Gripið hefur verið til neyðarviðbragða í Nuuk, höfuðstað Grænlands, eftir að rafmagn fór af bænum í gærmorgun. Rafmagnsleysið varð til þess að ekki var hægt að kynda hús í tólf stiga frosti og opnuðu bæjaryfirvöld tvö íþróttahús, sem höfðu varaafl, svo íbúar þessa tuttugu þúsund manna bæjar gætu ornað sér í kuldanum. Ekkert gekk að ræsa dísilknúnar varaaflsstöðvar og var miklu frosti kennt um. Það var loks um kvöldmatarleytið í gærkvöldi sem það tókst og takmarkað rafmagn fór að koma á einstaka hluta bæjarins. Um þrjúhundruð manns höfðu þá safnast saman í Godthåbhallen, stærra íþróttahúsinu. Í morgun voru einhverjir bæjarhlutar enn án rafmagns. Víðtæk rafmagnsskömmtun er í gildi og óvíst hvenær mál lagast. Svo takmarkað er varaafl að slökkva þurfti á bæði 4G og 5G-sendum. Þá féllu niður útvarpssendingar KNR, ríkisútvarps Grænlendinga. Nýleg háhýsi í einu úthverfa Nuuk.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Neyðarstjórn almannavarna í Nuuk var kvödd saman vegna stöðunnar. Biðlaði hún til bæjarbúa að fara sparlega með rafmagn og nota engin orkufrek rafmagnstæki, eins og eldavélar, þvottavélar og uppþvottavélar, samkvæmt frétt KNR. Þó var tekið fram að óþarfi væri að slökkva á jólaljósum enda væru þau flest með sparneytnum led-perum. Þá voru húseigendur beðnir um að huga að frostskemmdum í vatnsleiðslum, að því er fram kemur í frétt Sermitsiaq. Straumrofið er rakið til bilunar í sextíu kílómetra langri háspennulínu milli Nuuk og stærstu virkjunar Grænlands, við Buksefjord. Aðstæður eru þannig að ekki verður hægt að kanna hvar bilunin er fyrr en birtir í dag. Háspennulínan er meðal annars strengd yfir Ameralik-fjörðinn í einu 5,4 kílómetra löngu hafi, sem er það lengsta í heiminum fyrir háspennulínu. Uppfært klukkan 15:40. Orkufyrirtæki Grænlands, Nukissiorfiit, tilkynnti fyrir rúmri klukkustund að fullur straumur væri kominn á öll hverfi Nuuk með hjálp varaafls og rafmagnsskömmtun hefði verið aflétt. Enn væri þó unnið að því að finna og lagfæra þá bilun sem varð í flutningslínunni frá virkjuninni í Buksefjord. Grænland Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Almannavarnir Tengdar fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Fjármálaráðherrar Danmerkur og Grænlands hafa kynnt samkomulag þess efnis að danska ríkið ábyrgist 95 prósent af lánsfjármögnun tveggja nýrra vatnsaflsvirkjana á Grænlandi upp á sextíu milljarða íslenskra króna. Samkomulagið um lánsábyrgð Dana greiðir leiðina að mestu virkjanaframkvæmdum í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. 10. nóvember 2024 07:37 Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Íslenskur verkfræðingur, sem leitt hefur gerð þriggja nýrra flugbrauta á Grænlandi, hefur verið ráðinn til að stýra mestu virkjanaframkvæmdum í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. Hann segir Grænland verða grænna. 13. nóvember 2024 21:30 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Halli Reynis látinn Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Óttast að senda hermenn til Gasa Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Ekkert gekk að ræsa dísilknúnar varaaflsstöðvar og var miklu frosti kennt um. Það var loks um kvöldmatarleytið í gærkvöldi sem það tókst og takmarkað rafmagn fór að koma á einstaka hluta bæjarins. Um þrjúhundruð manns höfðu þá safnast saman í Godthåbhallen, stærra íþróttahúsinu. Í morgun voru einhverjir bæjarhlutar enn án rafmagns. Víðtæk rafmagnsskömmtun er í gildi og óvíst hvenær mál lagast. Svo takmarkað er varaafl að slökkva þurfti á bæði 4G og 5G-sendum. Þá féllu niður útvarpssendingar KNR, ríkisútvarps Grænlendinga. Nýleg háhýsi í einu úthverfa Nuuk.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Neyðarstjórn almannavarna í Nuuk var kvödd saman vegna stöðunnar. Biðlaði hún til bæjarbúa að fara sparlega með rafmagn og nota engin orkufrek rafmagnstæki, eins og eldavélar, þvottavélar og uppþvottavélar, samkvæmt frétt KNR. Þó var tekið fram að óþarfi væri að slökkva á jólaljósum enda væru þau flest með sparneytnum led-perum. Þá voru húseigendur beðnir um að huga að frostskemmdum í vatnsleiðslum, að því er fram kemur í frétt Sermitsiaq. Straumrofið er rakið til bilunar í sextíu kílómetra langri háspennulínu milli Nuuk og stærstu virkjunar Grænlands, við Buksefjord. Aðstæður eru þannig að ekki verður hægt að kanna hvar bilunin er fyrr en birtir í dag. Háspennulínan er meðal annars strengd yfir Ameralik-fjörðinn í einu 5,4 kílómetra löngu hafi, sem er það lengsta í heiminum fyrir háspennulínu. Uppfært klukkan 15:40. Orkufyrirtæki Grænlands, Nukissiorfiit, tilkynnti fyrir rúmri klukkustund að fullur straumur væri kominn á öll hverfi Nuuk með hjálp varaafls og rafmagnsskömmtun hefði verið aflétt. Enn væri þó unnið að því að finna og lagfæra þá bilun sem varð í flutningslínunni frá virkjuninni í Buksefjord.
Grænland Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Almannavarnir Tengdar fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Fjármálaráðherrar Danmerkur og Grænlands hafa kynnt samkomulag þess efnis að danska ríkið ábyrgist 95 prósent af lánsfjármögnun tveggja nýrra vatnsaflsvirkjana á Grænlandi upp á sextíu milljarða íslenskra króna. Samkomulagið um lánsábyrgð Dana greiðir leiðina að mestu virkjanaframkvæmdum í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. 10. nóvember 2024 07:37 Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Íslenskur verkfræðingur, sem leitt hefur gerð þriggja nýrra flugbrauta á Grænlandi, hefur verið ráðinn til að stýra mestu virkjanaframkvæmdum í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. Hann segir Grænland verða grænna. 13. nóvember 2024 21:30 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Halli Reynis látinn Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Óttast að senda hermenn til Gasa Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Fjármálaráðherrar Danmerkur og Grænlands hafa kynnt samkomulag þess efnis að danska ríkið ábyrgist 95 prósent af lánsfjármögnun tveggja nýrra vatnsaflsvirkjana á Grænlandi upp á sextíu milljarða íslenskra króna. Samkomulagið um lánsábyrgð Dana greiðir leiðina að mestu virkjanaframkvæmdum í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. 10. nóvember 2024 07:37
Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Íslenskur verkfræðingur, sem leitt hefur gerð þriggja nýrra flugbrauta á Grænlandi, hefur verið ráðinn til að stýra mestu virkjanaframkvæmdum í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. Hann segir Grænland verða grænna. 13. nóvember 2024 21:30