Skaut sig áður en bíllinn sprakk Samúel Karl Ólason skrifar 2. janúar 2025 20:40 Cybertruck sprakk fyrir utan andryri Trump-hótelsins í Las Vegas í gær, nýársdag. Getty/Ethan Miller Reynslumikill og margheiðraður sérsveitarmaður sem sprengdi sig í loft upp inn í Cybertruck frá Tesla fyrir utan Trump-hótelið í Las Vegas á nýársdag svipti sig lífi áður en bíllinn sprakk. Rannsakendur telja að maðurinn hafi ætlað sér að valda meiri skaða en sprengjan sem hann smíðaði er sögð hafa verið léleg og stálið sem bíllinn er gerður úr er sagt hafa dregið verulega úr áhrifum sprengingarinnar. Sjö slösuðust þegar Matthew Livelsberger, starfandi sérsveitarmaður í bandaríska hernum, sprengdi sig í loft upp fyrir utan hótelið á nýársdag. Livelsberger hafði margsinnis verið heiðraður af hernum fyrir störf sín en hann var í sérsveitum sem á ensku kallast „Green Berets“ og starfa að mestu við að þjálfa upp bandamenn Bandaríkjanna á erlendri grundu og sporna gegn hryðjuverkastarfsemi. Skilríki Livelsberger fundust í bílnum en vegna þess hve illa brunnið líkið er hefur ekki verið staðfest með lífsýnum, fingraförum eða sambærilegum aðferðum að um hann sé að ræða. Rannsakendur segja það þó mjög líklegt, samkvæmt frétt Washington Post, og er það meðal annars byggt á sýnilegum húðflúrum á líkinu og skilríkjunum sem fundust. Samkvæmt AP fréttaveitunni hafði Livelsberger verið í hernum frá 2006 og þjónað víðsvegar um heiminn. Hann hafði að minnsta kosti tvisvar sinnum fengið bronsstjörnuna svokölluðu og í annað sinn fyrir að sína mikið hugrekki í átökum, auk annarra orða frá hernum. Hann mun hafa verið í fríi frá hernum um áramótin. Fram kom á blaðamannafundi í dag að skotsár fannst á höfði mannsins og fannst einni skammbyssa við fætur hans í bílnum. Er þess vegna talið að hann hafi skotið sig áður en sprengjan sprakk. Önnur byssa fannst í bílnum en einnig flugeldar, skilríki, sími og aðrir munir. Frá Trump-hótelinu í Las Vegas.AP/Ian Maule Þá kom einnig fram að skaðinn vegna sprengingarinnar hefði að mestu átt sér stað inn í bílnum sjálfum. Krafturinn frá sprengjunni hafi leitað upp á við en ekki í átt að dyrum hótelsins þar rétt hjá. Sprengjan var gerð úr flugeldum og gaskútum en AP hefur eftir einum af rannsakendum í málinu, sérfræðingi frá löggæslustofnuninni ATF, sem heldur utan um málefni áfengis, tóbaks, skotvopna og sprengiefna, að miðað við reynslu Livelsberger sé undarlegt hversu vanþróuð bílsprengjan hafi í raun verið. Bandaríkin Erlend sakamál Donald Trump Tengdar fréttir Talinn hafa staðið einn að verki Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FB) telja nú að árásarmaðurinn í New Orleans hafi staðið einn að verki. Þá er ekki talið að tengsl séu á milli árásarinnar og sprengingar í Cybertruck í Las Vegas í gær, þó það sé ekki talið ómögulegt. 2. janúar 2025 17:44 Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Lögreglan í Las Vegas rannsakar nú hvort að sprenging sem varð ökumanni Tesla-bifreiðar að bana fyrir utan hótel í eigu Donalds Trump í gær hafi verið hryðjuverk og tengist mannskæðri árás í New Orleans. Kennsl hafa enn ekki verið borin á ökumanninn. 2. janúar 2025 08:26 Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Einn lést og sjö særðust þegar að Cybertruck-bifreið úr smiðju bílaframleiðandans Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel í Las Vegas í Nevada-ríki í Bandaríkjunum í dag. Hótelið er í eigu Donalds Trump, nýkjörins forseta Bandaríkjanna. Maðurinn sem lést var ökumaður bifreiðarinnar. 1. janúar 2025 21:56 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Sjö slösuðust þegar Matthew Livelsberger, starfandi sérsveitarmaður í bandaríska hernum, sprengdi sig í loft upp fyrir utan hótelið á nýársdag. Livelsberger hafði margsinnis verið heiðraður af hernum fyrir störf sín en hann var í sérsveitum sem á ensku kallast „Green Berets“ og starfa að mestu við að þjálfa upp bandamenn Bandaríkjanna á erlendri grundu og sporna gegn hryðjuverkastarfsemi. Skilríki Livelsberger fundust í bílnum en vegna þess hve illa brunnið líkið er hefur ekki verið staðfest með lífsýnum, fingraförum eða sambærilegum aðferðum að um hann sé að ræða. Rannsakendur segja það þó mjög líklegt, samkvæmt frétt Washington Post, og er það meðal annars byggt á sýnilegum húðflúrum á líkinu og skilríkjunum sem fundust. Samkvæmt AP fréttaveitunni hafði Livelsberger verið í hernum frá 2006 og þjónað víðsvegar um heiminn. Hann hafði að minnsta kosti tvisvar sinnum fengið bronsstjörnuna svokölluðu og í annað sinn fyrir að sína mikið hugrekki í átökum, auk annarra orða frá hernum. Hann mun hafa verið í fríi frá hernum um áramótin. Fram kom á blaðamannafundi í dag að skotsár fannst á höfði mannsins og fannst einni skammbyssa við fætur hans í bílnum. Er þess vegna talið að hann hafi skotið sig áður en sprengjan sprakk. Önnur byssa fannst í bílnum en einnig flugeldar, skilríki, sími og aðrir munir. Frá Trump-hótelinu í Las Vegas.AP/Ian Maule Þá kom einnig fram að skaðinn vegna sprengingarinnar hefði að mestu átt sér stað inn í bílnum sjálfum. Krafturinn frá sprengjunni hafi leitað upp á við en ekki í átt að dyrum hótelsins þar rétt hjá. Sprengjan var gerð úr flugeldum og gaskútum en AP hefur eftir einum af rannsakendum í málinu, sérfræðingi frá löggæslustofnuninni ATF, sem heldur utan um málefni áfengis, tóbaks, skotvopna og sprengiefna, að miðað við reynslu Livelsberger sé undarlegt hversu vanþróuð bílsprengjan hafi í raun verið.
Bandaríkin Erlend sakamál Donald Trump Tengdar fréttir Talinn hafa staðið einn að verki Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FB) telja nú að árásarmaðurinn í New Orleans hafi staðið einn að verki. Þá er ekki talið að tengsl séu á milli árásarinnar og sprengingar í Cybertruck í Las Vegas í gær, þó það sé ekki talið ómögulegt. 2. janúar 2025 17:44 Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Lögreglan í Las Vegas rannsakar nú hvort að sprenging sem varð ökumanni Tesla-bifreiðar að bana fyrir utan hótel í eigu Donalds Trump í gær hafi verið hryðjuverk og tengist mannskæðri árás í New Orleans. Kennsl hafa enn ekki verið borin á ökumanninn. 2. janúar 2025 08:26 Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Einn lést og sjö særðust þegar að Cybertruck-bifreið úr smiðju bílaframleiðandans Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel í Las Vegas í Nevada-ríki í Bandaríkjunum í dag. Hótelið er í eigu Donalds Trump, nýkjörins forseta Bandaríkjanna. Maðurinn sem lést var ökumaður bifreiðarinnar. 1. janúar 2025 21:56 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Talinn hafa staðið einn að verki Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FB) telja nú að árásarmaðurinn í New Orleans hafi staðið einn að verki. Þá er ekki talið að tengsl séu á milli árásarinnar og sprengingar í Cybertruck í Las Vegas í gær, þó það sé ekki talið ómögulegt. 2. janúar 2025 17:44
Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Lögreglan í Las Vegas rannsakar nú hvort að sprenging sem varð ökumanni Tesla-bifreiðar að bana fyrir utan hótel í eigu Donalds Trump í gær hafi verið hryðjuverk og tengist mannskæðri árás í New Orleans. Kennsl hafa enn ekki verið borin á ökumanninn. 2. janúar 2025 08:26
Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Einn lést og sjö særðust þegar að Cybertruck-bifreið úr smiðju bílaframleiðandans Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel í Las Vegas í Nevada-ríki í Bandaríkjunum í dag. Hótelið er í eigu Donalds Trump, nýkjörins forseta Bandaríkjanna. Maðurinn sem lést var ökumaður bifreiðarinnar. 1. janúar 2025 21:56