„Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. janúar 2025 09:44 Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Vísir/Arnar „Við verðum að vona að þessi þróun haldi ekki áfram á þessu ári. Á síðasta ári sáum við slíkan fjölda vopnaðra átaka að annað eins hefur ekki verið síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Þessi fjöldi barna sem er að verða fyrir áhrifum þessara átaka nálgast hálfan milljarð þetta er eitt barn af hverjum sex í heiminum.“ Þetta segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, í samtali við fréttastofu en sífellt fleiri börn á Gaza þjást af alvarlegri vannæringu og íbúi á svæðinu segir alla reiða sig á hjálparstarf sem er af skornum skammti. Hægt er að sjá innlegg fréttastofu um ástandið á svæðinu og samtal við Birnu í spilaranum hér að neðan. Nær ómögulegt að kaupa mat Samkvæmt flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna þjást nær allir á svæðinu af næringarskorti og að minnsta kosti fimmtungur barna undir fimm ára aldri þjáist af alvarlegri vannæringu. Íbúar segja nær ómögulegt að kaupa mat vegna verðlags. Unicef á alþjóðavísu sendi frá sér fréttatilkynningu um áramótin og sagði að síðasta ár væri með þeim verstu, ef ekki það versta í sögunni, fyrir börn á átakasvæðum. Birna ítrekar að ástandið í heiminum megi ekki og geti ekki haldið svona áfram. Mikilvægt sé að þrýsta á um vopnahlé og stuðla að friði. Megi ekki líta undan „Það hefur því miður alltaf verið þannig að þegar það eru stríð eða vopnuð átök þá borga börn hæsta gjaldið, með lífi og limum og missa allt sem heitir öryggi og daglegt líf. Annað sem við erum að benda á sem við viljum ekki sjá sem nýja normið er að svæði sem eiga að vera örugg, skólar og sjúkrastofnanir sem eiga vera örugg samkvæmt alþjóðalögum eru núna skotmörk ítrekað.“ Spurð hvað einstaklingar og stjórnvöld geti gert til að hafa áhrif á stöðuna á Gaza og í Úkraínu segir Birna: „Fyrsta lagi að líta ekki undan heldur að horfast í augu við þessar staðreyndir og svo beita okkur á þann hátt sem við getum. Við getum öll látið fé af hendi rakna til neyðar- og mannúðarstarfs, það er mikil þörf fyrir það í heiminum í dag. Það er það minnsta sem við getum gert. Stjórnvöld eiga að beita sínum þrýstingi til að þrýsta á um frið og tafarlausan aðgang að mannúðaraðstoð.“ Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hjálparstarf Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Sjá meira
Þetta segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, í samtali við fréttastofu en sífellt fleiri börn á Gaza þjást af alvarlegri vannæringu og íbúi á svæðinu segir alla reiða sig á hjálparstarf sem er af skornum skammti. Hægt er að sjá innlegg fréttastofu um ástandið á svæðinu og samtal við Birnu í spilaranum hér að neðan. Nær ómögulegt að kaupa mat Samkvæmt flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna þjást nær allir á svæðinu af næringarskorti og að minnsta kosti fimmtungur barna undir fimm ára aldri þjáist af alvarlegri vannæringu. Íbúar segja nær ómögulegt að kaupa mat vegna verðlags. Unicef á alþjóðavísu sendi frá sér fréttatilkynningu um áramótin og sagði að síðasta ár væri með þeim verstu, ef ekki það versta í sögunni, fyrir börn á átakasvæðum. Birna ítrekar að ástandið í heiminum megi ekki og geti ekki haldið svona áfram. Mikilvægt sé að þrýsta á um vopnahlé og stuðla að friði. Megi ekki líta undan „Það hefur því miður alltaf verið þannig að þegar það eru stríð eða vopnuð átök þá borga börn hæsta gjaldið, með lífi og limum og missa allt sem heitir öryggi og daglegt líf. Annað sem við erum að benda á sem við viljum ekki sjá sem nýja normið er að svæði sem eiga að vera örugg, skólar og sjúkrastofnanir sem eiga vera örugg samkvæmt alþjóðalögum eru núna skotmörk ítrekað.“ Spurð hvað einstaklingar og stjórnvöld geti gert til að hafa áhrif á stöðuna á Gaza og í Úkraínu segir Birna: „Fyrsta lagi að líta ekki undan heldur að horfast í augu við þessar staðreyndir og svo beita okkur á þann hátt sem við getum. Við getum öll látið fé af hendi rakna til neyðar- og mannúðarstarfs, það er mikil þörf fyrir það í heiminum í dag. Það er það minnsta sem við getum gert. Stjórnvöld eiga að beita sínum þrýstingi til að þrýsta á um frið og tafarlausan aðgang að mannúðaraðstoð.“
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hjálparstarf Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Sjá meira