Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar 6. janúar 2025 11:01 Nú í byrjun árs er gott að líta til baka yfir síðasta ár en horfa jafnframt til framtíðar. Kjaranefnd og stjórn Landsambands eldri borgara unnu mikla vinnu í málefnum sinna félagsmanna á síðasta ári, sérstaklega er snýr að kjaramálum þeirra. Þar má nefna hringferð formanns LEB og formanns kjaranefndar um landið til að heyra hljóðið í félagsmönnum. Helsta umræðuefnið var staðan í kjaramálum og hvað LEB væri að gera. Þessir fundir voru m.a. undirbúningur að kröfugerð LEB ásamt því að undirbúa eftirfylgni fyrir þingkosningarnar sem fram fóru þann 30. nóvember sl. Á öllum fundunum kom skýrt fram að stjórn og kjaranefnd LEB hefðu fullt umboð frá sínu öfluga baklandi. Eldri borgarar eru tilbúnir að berjast fyrir sínum kjörum. Öllum flokkum í framboði til alþingis voru sendar áherslur LEB í kjaramálum. Það kom í ljós að flestir flokkanna höfðu sett inn í sínar stefnuskrár tillögur LEB en mismikið þó. Haldinn var fundur með öllum framboðum sem buðu fram á landsvísu, alls tíu talsins. Fundinum var streymt. Við fengum til liðs við okkur Arnar Pál Hauksson fyrrverandi fréttamann sem stýrði fundinum af festu og öryggi. Það voru um 100 manns sem mættu á staðinn en í streyminu voru um 700 manns. Það var frábært að fá þennan fjölda og sýndi það að mikill áhugi var á að heyra hvað flokkarnir vildu segja við eldri borgara þessa lands. Á fundinum kom greinilega fram að sumir frambjóðendur voru mættir af áhuga á málefninu og komu með skýr markmið og hvað þeir leggðu áherslu á í sinni kosningabaráttu. Aðrir mættu meira af skyldurækni og höfðu fátt fram að færa. Ég tel að þeir sem komu undirbúnir á fundinn og voru með skýra sín á okkar málefnum hafi uppskorið í kosningunum 30. nóvember. Ég skrifaði grein fyrir kosningarnar um kosningaloforð og hvað svo? Því gladdi það mig mjög mikið þegar ég las stjórnarsáttmála nýju ríkistjórnarinnar en þar í áttunda lið er fjallað um málefni eldri borgara: „Með því að stöðva strax kjaragliðnun launa og lífeyris og stíga stór skref til að uppræta fátækt. Ríkisstjórnin mun hækka örorku- og ellilífeyri á hverju ári til samræmis við hækkun launavísitölu en þó aldrei minna en verðlag. Almennt frítekjumark ellilífeyris hækkar í skrefum upp í 60 þúsund krónur á mánuði, tekið verður upp frítekjumark ellilífeyris vegna vaxtatekna og dregið úr skerðingum lífeyris vegna atvinnutekna. Sérstökum hagsmunafulltrúa eldra fólks verður falið að standa vörð um réttindi þess. Bundið verður í lög að aldursviðbót á lífeyri öryrkja haldist ævilangt. Þá verður gripið til frekari aðgerða til að bæta grunnframfærslu tekjulágra lífeyrisþega umfram vísitöluþróun“. Þarna eru helstu áherslur Landsamband eldri borgara sem það setti á oddinn í sínum tillögum, og er frábært að sjá þetta í stjórnarsáttmálanum. En það vakna spurningar sem við í kjaranefnd LEB höfum áhuga á að fá svör við. Það kemur fram í stjórnarsáttmálanum að stoppa eigi gliðnunina á milli grunnlífeyris og taxta sem er frábært og löngu tímabært. Er von á að bilið á milli grunnlífeyris og taxta, sem er í dag rúmlega 102.000 kr. muni minnka? Hvað er meint með „frekari aðgerðir til handa þeim verst settu“? Hvenær mun frítekjumarkið vegna vaxtagreiðslna verða að veruleika? Almenna frítekjumarkið, hvernig eru skrefin úr 36.500 í kr. 60.000 tímasett? Ég óska nýrri ríkistjórn góðs gengis og bíð spenntur eftir efndunum. Við í LEB höfum sagt að málefni eldri borgara séu komin á dagskrá og það er svo sannarlega að sjá í stjórnarsáttmálanum. Við hjá kjaranefnd LEB munum fylgja okkar málum eftir og veita nýrri ríkistjórn aðhald á komandi misserum. Með þá von í hjarta fer ég inn í árið 2025 að bjartari tímar séu fram undan, sérstaklega hjá þeim sem minnst mega sín í hópi eldri borgara þessa lands. Höfundur er formaður kjaranefndar LEB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Eldri borgarar Björn Snæbjörnsson Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Sjá meira
Nú í byrjun árs er gott að líta til baka yfir síðasta ár en horfa jafnframt til framtíðar. Kjaranefnd og stjórn Landsambands eldri borgara unnu mikla vinnu í málefnum sinna félagsmanna á síðasta ári, sérstaklega er snýr að kjaramálum þeirra. Þar má nefna hringferð formanns LEB og formanns kjaranefndar um landið til að heyra hljóðið í félagsmönnum. Helsta umræðuefnið var staðan í kjaramálum og hvað LEB væri að gera. Þessir fundir voru m.a. undirbúningur að kröfugerð LEB ásamt því að undirbúa eftirfylgni fyrir þingkosningarnar sem fram fóru þann 30. nóvember sl. Á öllum fundunum kom skýrt fram að stjórn og kjaranefnd LEB hefðu fullt umboð frá sínu öfluga baklandi. Eldri borgarar eru tilbúnir að berjast fyrir sínum kjörum. Öllum flokkum í framboði til alþingis voru sendar áherslur LEB í kjaramálum. Það kom í ljós að flestir flokkanna höfðu sett inn í sínar stefnuskrár tillögur LEB en mismikið þó. Haldinn var fundur með öllum framboðum sem buðu fram á landsvísu, alls tíu talsins. Fundinum var streymt. Við fengum til liðs við okkur Arnar Pál Hauksson fyrrverandi fréttamann sem stýrði fundinum af festu og öryggi. Það voru um 100 manns sem mættu á staðinn en í streyminu voru um 700 manns. Það var frábært að fá þennan fjölda og sýndi það að mikill áhugi var á að heyra hvað flokkarnir vildu segja við eldri borgara þessa lands. Á fundinum kom greinilega fram að sumir frambjóðendur voru mættir af áhuga á málefninu og komu með skýr markmið og hvað þeir leggðu áherslu á í sinni kosningabaráttu. Aðrir mættu meira af skyldurækni og höfðu fátt fram að færa. Ég tel að þeir sem komu undirbúnir á fundinn og voru með skýra sín á okkar málefnum hafi uppskorið í kosningunum 30. nóvember. Ég skrifaði grein fyrir kosningarnar um kosningaloforð og hvað svo? Því gladdi það mig mjög mikið þegar ég las stjórnarsáttmála nýju ríkistjórnarinnar en þar í áttunda lið er fjallað um málefni eldri borgara: „Með því að stöðva strax kjaragliðnun launa og lífeyris og stíga stór skref til að uppræta fátækt. Ríkisstjórnin mun hækka örorku- og ellilífeyri á hverju ári til samræmis við hækkun launavísitölu en þó aldrei minna en verðlag. Almennt frítekjumark ellilífeyris hækkar í skrefum upp í 60 þúsund krónur á mánuði, tekið verður upp frítekjumark ellilífeyris vegna vaxtatekna og dregið úr skerðingum lífeyris vegna atvinnutekna. Sérstökum hagsmunafulltrúa eldra fólks verður falið að standa vörð um réttindi þess. Bundið verður í lög að aldursviðbót á lífeyri öryrkja haldist ævilangt. Þá verður gripið til frekari aðgerða til að bæta grunnframfærslu tekjulágra lífeyrisþega umfram vísitöluþróun“. Þarna eru helstu áherslur Landsamband eldri borgara sem það setti á oddinn í sínum tillögum, og er frábært að sjá þetta í stjórnarsáttmálanum. En það vakna spurningar sem við í kjaranefnd LEB höfum áhuga á að fá svör við. Það kemur fram í stjórnarsáttmálanum að stoppa eigi gliðnunina á milli grunnlífeyris og taxta sem er frábært og löngu tímabært. Er von á að bilið á milli grunnlífeyris og taxta, sem er í dag rúmlega 102.000 kr. muni minnka? Hvað er meint með „frekari aðgerðir til handa þeim verst settu“? Hvenær mun frítekjumarkið vegna vaxtagreiðslna verða að veruleika? Almenna frítekjumarkið, hvernig eru skrefin úr 36.500 í kr. 60.000 tímasett? Ég óska nýrri ríkistjórn góðs gengis og bíð spenntur eftir efndunum. Við í LEB höfum sagt að málefni eldri borgara séu komin á dagskrá og það er svo sannarlega að sjá í stjórnarsáttmálanum. Við hjá kjaranefnd LEB munum fylgja okkar málum eftir og veita nýrri ríkistjórn aðhald á komandi misserum. Með þá von í hjarta fer ég inn í árið 2025 að bjartari tímar séu fram undan, sérstaklega hjá þeim sem minnst mega sín í hópi eldri borgara þessa lands. Höfundur er formaður kjaranefndar LEB.
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar