Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. janúar 2025 12:42 Jóhann Páll Jóhannsson, umhverifs-, orku- og loftslagsráðherra. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur lagði línurnar fyrir fyrstu mánuðum þessa kjörtímabils á ríkisstjórnarfundi í morgun. Orkumál eru þar ofarlega á lista og hyggst orkumálaráðherra leggja fram tillögu að rammaáætlun. Ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar, sem tók við keflinu í lok síðasta mánaðar voru skýrir um það að verkin verði látin tala á næstu misserum, þegar þeir gengu út af ríkisstjórnarfundi í morgun. Almenningur í forgangi Orkumál verða mikið áhersluatriði og segir Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að hann muni leggja áherslu á þrjú mál sem stefnt verði á að afgreiða á vorþinginu. Fyrst verði að liðka fyrir aukinni orkuöflun með einföldun á leyfisveitingaferlinu og þá þurfi að tryggja forgang almennings að afhendingu raforku. „Þannig að það sé algjörlega ljóst þegar er umframeftirspurn í kerfinu að almenningur, heimili og smærri fyrirtæki njóti forgangs. Þetta á í mínum huga að vera hluti af okkar samfélagssáttmála að allir hafi aðgang að öruggri orku og ódýrri orku og lögin í landinu verða að endurspegla þetta, sem þau gera ekki í dag.“ Eins ætlar hann að leggja fram þingsályktunartillögu um rammaáætlun. „Ég mun leggja til að ákveðnir kostir fari þar í nýtingarflokk og verndarflokk,“ segir Jóhann Páll. Ýmsar hugmyndir um hagræðingarmöguleika Þessi þrjú mál séu þess eðlis að mikilvægt sé að afgreiða þau sem allra fyrst. „Það er búið að skipa ofboðslega marga starfshópa og láta alls konar vinnu malla, búið að setja heilmikla fjármuni í það og skrifa ágætar skýrslur þar sem er margt sem er hægt að nýta og horfa til. Nú þarf bara að hefjast handa.“ Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segir ýmsar aðgerðir til skoðunar til að hagræða í ríkisrekstri. „Það hafa til dæmis verið nefnd innkaup ríkisins, fjárstýring ríkisins, fjármögnun þess. Síðan eru þessar hugmyndir um hagræðingu einstakra verkefna og forgansröðun, sem ég er sannfærður um að við munum líka finna í þessum tillögum sem almenningur er að skila til okkar núna. Góðir punktar sem munu nýtast okkur í þeirri vinnu.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Orkumál Tengdar fréttir Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar var kynnt á blaðamannafundi í Hafnarhúsinu í Hafnarfirði í dag. Hún inniheldur helstu áhersluatriði ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, sem talin eru fram í 23 punktum. 21. desember 2024 13:42 Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Starfshópur um endurskoðun á rammaáætlun um orkumál leggur til að tímafestir verði innleiddir til þess að ekki þurfi að líða meira en 24 mánuðir frá því virkjunarhugmynd er send Orkustofnun og þar til ráðherra leggur þingsályktunartillögu fyrir þingið. 12. desember 2024 13:30 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira
Ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar, sem tók við keflinu í lok síðasta mánaðar voru skýrir um það að verkin verði látin tala á næstu misserum, þegar þeir gengu út af ríkisstjórnarfundi í morgun. Almenningur í forgangi Orkumál verða mikið áhersluatriði og segir Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að hann muni leggja áherslu á þrjú mál sem stefnt verði á að afgreiða á vorþinginu. Fyrst verði að liðka fyrir aukinni orkuöflun með einföldun á leyfisveitingaferlinu og þá þurfi að tryggja forgang almennings að afhendingu raforku. „Þannig að það sé algjörlega ljóst þegar er umframeftirspurn í kerfinu að almenningur, heimili og smærri fyrirtæki njóti forgangs. Þetta á í mínum huga að vera hluti af okkar samfélagssáttmála að allir hafi aðgang að öruggri orku og ódýrri orku og lögin í landinu verða að endurspegla þetta, sem þau gera ekki í dag.“ Eins ætlar hann að leggja fram þingsályktunartillögu um rammaáætlun. „Ég mun leggja til að ákveðnir kostir fari þar í nýtingarflokk og verndarflokk,“ segir Jóhann Páll. Ýmsar hugmyndir um hagræðingarmöguleika Þessi þrjú mál séu þess eðlis að mikilvægt sé að afgreiða þau sem allra fyrst. „Það er búið að skipa ofboðslega marga starfshópa og láta alls konar vinnu malla, búið að setja heilmikla fjármuni í það og skrifa ágætar skýrslur þar sem er margt sem er hægt að nýta og horfa til. Nú þarf bara að hefjast handa.“ Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segir ýmsar aðgerðir til skoðunar til að hagræða í ríkisrekstri. „Það hafa til dæmis verið nefnd innkaup ríkisins, fjárstýring ríkisins, fjármögnun þess. Síðan eru þessar hugmyndir um hagræðingu einstakra verkefna og forgansröðun, sem ég er sannfærður um að við munum líka finna í þessum tillögum sem almenningur er að skila til okkar núna. Góðir punktar sem munu nýtast okkur í þeirri vinnu.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Orkumál Tengdar fréttir Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar var kynnt á blaðamannafundi í Hafnarhúsinu í Hafnarfirði í dag. Hún inniheldur helstu áhersluatriði ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, sem talin eru fram í 23 punktum. 21. desember 2024 13:42 Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Starfshópur um endurskoðun á rammaáætlun um orkumál leggur til að tímafestir verði innleiddir til þess að ekki þurfi að líða meira en 24 mánuðir frá því virkjunarhugmynd er send Orkustofnun og þar til ráðherra leggur þingsályktunartillögu fyrir þingið. 12. desember 2024 13:30 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira
Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar var kynnt á blaðamannafundi í Hafnarhúsinu í Hafnarfirði í dag. Hún inniheldur helstu áhersluatriði ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, sem talin eru fram í 23 punktum. 21. desember 2024 13:42
Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Starfshópur um endurskoðun á rammaáætlun um orkumál leggur til að tímafestir verði innleiddir til þess að ekki þurfi að líða meira en 24 mánuðir frá því virkjunarhugmynd er send Orkustofnun og þar til ráðherra leggur þingsályktunartillögu fyrir þingið. 12. desember 2024 13:30