Embættið var auglýst eftir að ljóst yrði að Alma myndi taka sæti á næsta löggjafarþingi fyrir Samfylkinguna. Þá tók hún sæti í ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur fyrir áramót sem heilbrigðisráðherra og skipar því sjálf eftirmann sinn.
Umsóknarfrestur rann út í gær og eru umsækjendur eftirfarandi:
- Björg Þorsteinsdóttir, læknir/ráðgjafi
- Eik Haraldsdóttir, lífeindafræðingur
- Elísabet Benedikz, yfirlæknir
- María Heimisdóttir, yfirlæknir
- Ólafur Baldursson, sérfræðingur (framkvæmdastjóri lækninga í leyfi)