Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Sindri Sverrisson skrifar 14. janúar 2025 11:01 Morten Szmiedowicz og Guðríður Hanna Sigurðardóttir fylgdust með þegar glóandi hraun rann inn í götuna þeirra í Grindavík, í beinni útsendingu. Stöð 2 Sport/Grindavík Í þriðja þætti heimildaþáttaraðarinnar Grindavík er meðal annars farið yfir daginn örlagaríka fyrir sléttu ári síðan, þegar hraun rann inn í bæinn. Guðríður Hanna Sigurðardóttir og Morten Szmiedowicz voru á meðal þeirra sem sáu húsið sitt verða hrauninu að bráð í beinni sjónvarpsútsendingu. Þann 14. janúar fyrir ári síðan opnaðist sprunga við Grindavík, fyrir innan varnargarðinn sem verið var að reisa. Áhrifaríkar lýsingar Grindvíkinga og annarra á því sem gerðist má sjá í nýjasta þætti Grindavíkur-seríunnar, sem finna má meðal annars á Stöð 2+. Um leið og þetta nýja eldgos hófst, 14. janúar, var öllum sem dvöldu í Grindavík komið í burtu og auk þess tókst með naumindum að forða dýrum vinnutækjum af vettvangi, sem notuð höfðu verið til að reisa varnargarðinn nærri Grindavík. „Í þessu tilviki voru menn að tefla djarft“ „Ég veit að það var það mikill hiti á tækjunum að það var rúða þarna í jarðýtu sem var nánast bráðnuð af hita. Það er eins gott að öll tæki fóru í gang og menn komust í burtu. Í þessu tilviki voru menn að tefla djarft,“ segir Jón Gunnar Margeirsson, framkvæmdastjóri Jóns og Margeirs. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Grindavík - Þegar hraun flæddi inn í bæinn Sprunga opnaðist fyrir innan varnargarðinn og hraun rann inn í Grindavík. „Þetta er GALIÐ. Það er galið að sitja við sjónvarp og horfa á eldgos renna inn í bæinn manns,“ segir körfuboltaþjálfarinn Bryndís Gunnlaugsdóttir. „Labbaði bara út og horfði ekkert meira“ Morten Szmiedowicz og Guðríður Hanna Sigurðardóttir voru íbúar í Efrahópi 18 og gleyma sjálfsagt aldrei 14. janúar 2024: „Við vorum í Grindavík aðfaranótt sunnudagsins [14. janúar]. Ég vakna klukkan þrjú um nóttina, við grípum það sem við erum með, og keyrum inn í Reykjavík. Við förum til vinafólks okkar, því við vorum að fara á pílumót. Á þessu móti var risaskjár og þessu var bara varpað á skjáinn. Maður horfði bara á eldgosið koma nær og nær og nær,“ segir Hanna. „Svo allt í einu í hádeginu er búið að kvikna í húsunum við húsið okkar. Svo bara hægt og rólega dreifir þetta úr sér, og ég man þannig séð ekki mikið meira eftir það. Maður labbaði í gegnum hópinn og það var fullt af fólki að leggja höndina á mann [klappa á öxlina] en ég man ekkert hverjir það voru eða hvað þau sögðu. Ég labbaði bara út og horfði ekkert meira,“ segir Hanna en hægt er að sjá allan þáttinn á á Stöð 2+ á vefnum sjonvarp.stod2.is eða í sjónvarpi. UMF Grindavík Grindavík Tengdar fréttir „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Bræðurnir Jóhann Þór og Ólafur Ólafssynir eru allt í öllu í karlaliði Grindavíkur í körfuboltanum. Jóhann þjálfar liðið og Ólafur er fyrirliði liðsins. Þegar Grindvíkingar þurftu að flýja bæinn sinn á síðasta tímabili þá reyndi mjög mikið á þá tvo við að halda liðinu gangandi. 8. janúar 2025 07:02 „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Það var mjög sárt fyrir Grindvíkinga að þurfa að flýja heimabæ sinn en körfuboltinn náði að þjappa bæjarbúum saman. Margir ætla líka að snúa aftur heim í Grindavík þegar þeir mega það. 7. janúar 2025 07:01 Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Sjá meira
Þann 14. janúar fyrir ári síðan opnaðist sprunga við Grindavík, fyrir innan varnargarðinn sem verið var að reisa. Áhrifaríkar lýsingar Grindvíkinga og annarra á því sem gerðist má sjá í nýjasta þætti Grindavíkur-seríunnar, sem finna má meðal annars á Stöð 2+. Um leið og þetta nýja eldgos hófst, 14. janúar, var öllum sem dvöldu í Grindavík komið í burtu og auk þess tókst með naumindum að forða dýrum vinnutækjum af vettvangi, sem notuð höfðu verið til að reisa varnargarðinn nærri Grindavík. „Í þessu tilviki voru menn að tefla djarft“ „Ég veit að það var það mikill hiti á tækjunum að það var rúða þarna í jarðýtu sem var nánast bráðnuð af hita. Það er eins gott að öll tæki fóru í gang og menn komust í burtu. Í þessu tilviki voru menn að tefla djarft,“ segir Jón Gunnar Margeirsson, framkvæmdastjóri Jóns og Margeirs. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Grindavík - Þegar hraun flæddi inn í bæinn Sprunga opnaðist fyrir innan varnargarðinn og hraun rann inn í Grindavík. „Þetta er GALIÐ. Það er galið að sitja við sjónvarp og horfa á eldgos renna inn í bæinn manns,“ segir körfuboltaþjálfarinn Bryndís Gunnlaugsdóttir. „Labbaði bara út og horfði ekkert meira“ Morten Szmiedowicz og Guðríður Hanna Sigurðardóttir voru íbúar í Efrahópi 18 og gleyma sjálfsagt aldrei 14. janúar 2024: „Við vorum í Grindavík aðfaranótt sunnudagsins [14. janúar]. Ég vakna klukkan þrjú um nóttina, við grípum það sem við erum með, og keyrum inn í Reykjavík. Við förum til vinafólks okkar, því við vorum að fara á pílumót. Á þessu móti var risaskjár og þessu var bara varpað á skjáinn. Maður horfði bara á eldgosið koma nær og nær og nær,“ segir Hanna. „Svo allt í einu í hádeginu er búið að kvikna í húsunum við húsið okkar. Svo bara hægt og rólega dreifir þetta úr sér, og ég man þannig séð ekki mikið meira eftir það. Maður labbaði í gegnum hópinn og það var fullt af fólki að leggja höndina á mann [klappa á öxlina] en ég man ekkert hverjir það voru eða hvað þau sögðu. Ég labbaði bara út og horfði ekkert meira,“ segir Hanna en hægt er að sjá allan þáttinn á á Stöð 2+ á vefnum sjonvarp.stod2.is eða í sjónvarpi.
UMF Grindavík Grindavík Tengdar fréttir „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Bræðurnir Jóhann Þór og Ólafur Ólafssynir eru allt í öllu í karlaliði Grindavíkur í körfuboltanum. Jóhann þjálfar liðið og Ólafur er fyrirliði liðsins. Þegar Grindvíkingar þurftu að flýja bæinn sinn á síðasta tímabili þá reyndi mjög mikið á þá tvo við að halda liðinu gangandi. 8. janúar 2025 07:02 „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Það var mjög sárt fyrir Grindvíkinga að þurfa að flýja heimabæ sinn en körfuboltinn náði að þjappa bæjarbúum saman. Margir ætla líka að snúa aftur heim í Grindavík þegar þeir mega það. 7. janúar 2025 07:01 Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Sjá meira
„Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Bræðurnir Jóhann Þór og Ólafur Ólafssynir eru allt í öllu í karlaliði Grindavíkur í körfuboltanum. Jóhann þjálfar liðið og Ólafur er fyrirliði liðsins. Þegar Grindvíkingar þurftu að flýja bæinn sinn á síðasta tímabili þá reyndi mjög mikið á þá tvo við að halda liðinu gangandi. 8. janúar 2025 07:02
„Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Það var mjög sárt fyrir Grindvíkinga að þurfa að flýja heimabæ sinn en körfuboltinn náði að þjappa bæjarbúum saman. Margir ætla líka að snúa aftur heim í Grindavík þegar þeir mega það. 7. janúar 2025 07:01