„Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2025 21:23 Þetta var erfitt kvöld fyrir Aron Kristjánsson og lærisveina hans í bareinska landsliðinu. Getty/TF-Images Aron Kristjánsson og lærisveinar hans hjá Barein töpuðu stórt á móti Króatíu í fyrsta leik sinum á heimsmeistaramótinu í handbolta í kvöld. Króatía var komið átta mörkum yfir í hálfleik, 17-9, og vann leikinn á endanum með fjórtán marka mun, 36-22. „Þetta var mjög erfitt og við vissum það svo sem að þetta yrði erfitt hérna. Góð stemmning og Króatar með mjög gott lið. Mér fannst við líka gera okkur þetta erfitt fyrir,“ sagði Aron Kristjánsson við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn. „Við vorum að klikka mikið á markvörðinn í fyrri hálfleik og henda boltanum frá okkur. Við hefðum átt að vera minna undir eftir fyrri hálfleikinn því mér fannst varnarleikurinn okkar vera nokkuð góður,“ sagði Aron. „Við vorum að fá mikið af hraðaupphlaupum á okkur, með hraðri miðju og menn voru orðnir þreyttir. Við misstum líka út okkar tvo aðallleikmenn í sókninni,“ sagði Aron. „Við erum búnir að vera í svolitlu brasi með mannskapinn og það heldur bara áfram,“ sagði Aron. Hann var ekki með örvhenta skyttu í kvöld. „Nei ég er ekki með örvhenta skyttu og það vantar mjög marga leikmenn þegar við förum inn i mótið. Það er brekka og menn vilja líka yngja upp liðið. Það er því mikið af ungum strákum og rosalega mikil reynsla fyrir þá að fá svona leiki,“ sagði Aron. „Ég sé á sumum að það hringsnúast í þeim augum þegar tempóið er orðið mikið. Vonandi að menn læra bara á því,“ sagði Aron. „Þetta er búið að vera ótrúlegur undirbúningur, endalaus ferðalög hingað og þangað. Ég vil ekki vera að tjá mig um það. Ég ætla að bíða með það þar til eftir mót,“ sagði Aron. Hvaða væntingar gerir hann til mótsins? „Væntingarnar hjá okkur var að reyna að sjá hvort við gætum safnað vopnum hérna og bætt okkur leik fyrir leik. Að vera klárir á móti Argentínu og reyna að vinna þann leik,“ sagði Aron. „Þetta var mjög slæmur leikur fyrir okkur út af því að við missum tvo mjög góða sóknarmenn út. Annar þeirra var að koma til baka. Við höldum samt ótrauðir áfram og reyndum að byggja okkur þannig að við séum tilbúnir á móti Argentínu,“ sagði Aron. Klippa: Aron eftir tapið gegn Króatíu HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Enski boltinn Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda Handbolti Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti Fleiri fréttir Bað um nýtt herbergi í Zagreb Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Dagur og Alfreð byrjuðu á sigri á HM í handbolta Þrír Argentínumenn fengu rautt spjald Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Dagur og Aron mætast í kvöld og gætu mætt Íslandi Svona verður Ísland heimsmeistari Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjá meira
Króatía var komið átta mörkum yfir í hálfleik, 17-9, og vann leikinn á endanum með fjórtán marka mun, 36-22. „Þetta var mjög erfitt og við vissum það svo sem að þetta yrði erfitt hérna. Góð stemmning og Króatar með mjög gott lið. Mér fannst við líka gera okkur þetta erfitt fyrir,“ sagði Aron Kristjánsson við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn. „Við vorum að klikka mikið á markvörðinn í fyrri hálfleik og henda boltanum frá okkur. Við hefðum átt að vera minna undir eftir fyrri hálfleikinn því mér fannst varnarleikurinn okkar vera nokkuð góður,“ sagði Aron. „Við vorum að fá mikið af hraðaupphlaupum á okkur, með hraðri miðju og menn voru orðnir þreyttir. Við misstum líka út okkar tvo aðallleikmenn í sókninni,“ sagði Aron. „Við erum búnir að vera í svolitlu brasi með mannskapinn og það heldur bara áfram,“ sagði Aron. Hann var ekki með örvhenta skyttu í kvöld. „Nei ég er ekki með örvhenta skyttu og það vantar mjög marga leikmenn þegar við förum inn i mótið. Það er brekka og menn vilja líka yngja upp liðið. Það er því mikið af ungum strákum og rosalega mikil reynsla fyrir þá að fá svona leiki,“ sagði Aron. „Ég sé á sumum að það hringsnúast í þeim augum þegar tempóið er orðið mikið. Vonandi að menn læra bara á því,“ sagði Aron. „Þetta er búið að vera ótrúlegur undirbúningur, endalaus ferðalög hingað og þangað. Ég vil ekki vera að tjá mig um það. Ég ætla að bíða með það þar til eftir mót,“ sagði Aron. Hvaða væntingar gerir hann til mótsins? „Væntingarnar hjá okkur var að reyna að sjá hvort við gætum safnað vopnum hérna og bætt okkur leik fyrir leik. Að vera klárir á móti Argentínu og reyna að vinna þann leik,“ sagði Aron. „Þetta var mjög slæmur leikur fyrir okkur út af því að við missum tvo mjög góða sóknarmenn út. Annar þeirra var að koma til baka. Við höldum samt ótrauðir áfram og reyndum að byggja okkur þannig að við séum tilbúnir á móti Argentínu,“ sagði Aron. Klippa: Aron eftir tapið gegn Króatíu
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Enski boltinn Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda Handbolti Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti Fleiri fréttir Bað um nýtt herbergi í Zagreb Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Dagur og Alfreð byrjuðu á sigri á HM í handbolta Þrír Argentínumenn fengu rautt spjald Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Dagur og Aron mætast í kvöld og gætu mætt Íslandi Svona verður Ísland heimsmeistari Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjá meira