„Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 17. janúar 2025 13:34 Ráðherrar við ríkisráðsfund á Bessastöðum í desember. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir að með bréfi til forstöðumanna hjá ríkinu sé verið að svæla upp á yfirborðið allar hugmyndir þeirra sem vel þekki til í kerfinu og þannig megi fara betur með fé. Slíkar umræður eigi ekki að koma neinum á óvart. Fram kom í gær að Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefðu ritað forstöðumönnum hjá ríkinu bréf þar sem þau óskuðu eftir hugmyndum og sjónarmiðum um hvernig megi hagræða í rekstri ríkisins. Bréfið var sent í framhaldi af beiðni ríkisstjórnar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins um hugmyndir um hagræðingu frá almenningi. Í samráðsgátt hafa þegar borist rúmlega þrjú þúsund umsagnir. Tillögurnar verða greindar með gervigreind í fyrsta fasa. Samráð við almenning stendur til 23. janúar, eða í eina viku til viðbótar. „Okkur finnst skipta máli að eiga víðtækt samráð,“ segir Kristrún. Ríkisstjórnin ætlar að vinna árið 2025 eftir samþykktu fjárlagafrumvarpi fyrri ríkisstjórnar en hefur farið mikinn í vangaveltum um hagræðingu, nú með bréfi til forstöðumanna. „Því það eru ýmsar tillögur og hugmyndir í puttanum á fólkinu sem er að vinna í stjórnsýslunni,“ segir Kristrún. Ráðherrar beini einnig sjónum sínum að möguleika á hagræðingu. „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið, hvar hugmyndirnar liggja og geta markvisst skoðað þær.“ Þá verður á allra næstu dögum skipaður þriggja manna hagræðingarhópur sem taki allar hugmyndir saman. „Svo þarf að taka pólitískar ákvarðanir í kjölfarið.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu er dæmi um að forstöðufólk hafi áhyggjur af hvernig þeir komi tillögunum á framfæri. Slíkar tillögur geti verið viðkvæmar. „Við erum að óska eftir eðlilegum upplýsingum. Það er ekkert óeðlilegt við það að fjármálaráðherra og forsætisráðherra hafi áhuga á að vita hvar hagræðingarmöguleikar eru, hvar má betur fara með fé. Þetta er fullkomlega eðlileg umræða. Þetta snýst ekki um ákvarðanatöku.“ Ríkisstjórnin hafi ákveðið að vinna ekki hver í sínu ráðuneyti heldur vinna saman. „Með þessum hætti náum við öllum góðu hugmyndunum upp á sama borð, getum tekið heildræna umræðu, við ríkisstjórnarborðið líka, í stað þess að hver og einn sé í sínu ráðuneyti.“ Hún hafi ekki fengið nein bein viðbrögð strax enda bréfið nýsent. „Ég veit til þess að allir sem eru að vinna hjá ríkinu og því opinbera eru í sinni daglegu vinnu að gera sitt allra besta. Sums staðar vantar meira fé, annars staðar verður fólk vitni að því að það er hægt að fara betur með fé. Þetta er partur af heilbrigðri umræðu um hvernig við höldum utan um ríkisreksturinn.“ Hún segir bréfið viðbót við fyrri úttektir hjá ríkisstofnunum. „Sumar hafa verið nýttar, aðrar ekki. Þetta eru heildrænar upplýsingar sem við erum að leitast eftir. Ég legg áherslu á að útgangspunkturinn er ekki niðurskurður. Hann er hvar er hægt að fara betur með fé. Víða snýst það líka um að bæta þjónustu, bæta flæði, bæta samskipti, auka skilvirkni.“ Ný ríkisstjórn sé að taka við keflinu. „Hún ætlar ekki bara að taka við ráðuneytunum eins og þau eru í dag og spyrja fólk hvernig höfum við hingað til gert hlutina og gera þá áfram þannig. Heldur ekki þannig að hver og einn er í sínu ráðuneyti og það verður ekki samtal á milli. Nú erum við að fá aðgengi að öllum þeim upplýsingum sem eðlilegt er og svo tökum við stöðuna í framhaldinu.“ Slíkar umræður eigi sér mjög eðlilega stað í einkafyrirtækjum eins og hjá hinu opinbera og ætti því ekki að koma neinum á óvart. „Núna erum við bara að reyna að nálgast þetta með skipulegum hætti.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Rekstur hins opinbera Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Fram kom í gær að Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefðu ritað forstöðumönnum hjá ríkinu bréf þar sem þau óskuðu eftir hugmyndum og sjónarmiðum um hvernig megi hagræða í rekstri ríkisins. Bréfið var sent í framhaldi af beiðni ríkisstjórnar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins um hugmyndir um hagræðingu frá almenningi. Í samráðsgátt hafa þegar borist rúmlega þrjú þúsund umsagnir. Tillögurnar verða greindar með gervigreind í fyrsta fasa. Samráð við almenning stendur til 23. janúar, eða í eina viku til viðbótar. „Okkur finnst skipta máli að eiga víðtækt samráð,“ segir Kristrún. Ríkisstjórnin ætlar að vinna árið 2025 eftir samþykktu fjárlagafrumvarpi fyrri ríkisstjórnar en hefur farið mikinn í vangaveltum um hagræðingu, nú með bréfi til forstöðumanna. „Því það eru ýmsar tillögur og hugmyndir í puttanum á fólkinu sem er að vinna í stjórnsýslunni,“ segir Kristrún. Ráðherrar beini einnig sjónum sínum að möguleika á hagræðingu. „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið, hvar hugmyndirnar liggja og geta markvisst skoðað þær.“ Þá verður á allra næstu dögum skipaður þriggja manna hagræðingarhópur sem taki allar hugmyndir saman. „Svo þarf að taka pólitískar ákvarðanir í kjölfarið.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu er dæmi um að forstöðufólk hafi áhyggjur af hvernig þeir komi tillögunum á framfæri. Slíkar tillögur geti verið viðkvæmar. „Við erum að óska eftir eðlilegum upplýsingum. Það er ekkert óeðlilegt við það að fjármálaráðherra og forsætisráðherra hafi áhuga á að vita hvar hagræðingarmöguleikar eru, hvar má betur fara með fé. Þetta er fullkomlega eðlileg umræða. Þetta snýst ekki um ákvarðanatöku.“ Ríkisstjórnin hafi ákveðið að vinna ekki hver í sínu ráðuneyti heldur vinna saman. „Með þessum hætti náum við öllum góðu hugmyndunum upp á sama borð, getum tekið heildræna umræðu, við ríkisstjórnarborðið líka, í stað þess að hver og einn sé í sínu ráðuneyti.“ Hún hafi ekki fengið nein bein viðbrögð strax enda bréfið nýsent. „Ég veit til þess að allir sem eru að vinna hjá ríkinu og því opinbera eru í sinni daglegu vinnu að gera sitt allra besta. Sums staðar vantar meira fé, annars staðar verður fólk vitni að því að það er hægt að fara betur með fé. Þetta er partur af heilbrigðri umræðu um hvernig við höldum utan um ríkisreksturinn.“ Hún segir bréfið viðbót við fyrri úttektir hjá ríkisstofnunum. „Sumar hafa verið nýttar, aðrar ekki. Þetta eru heildrænar upplýsingar sem við erum að leitast eftir. Ég legg áherslu á að útgangspunkturinn er ekki niðurskurður. Hann er hvar er hægt að fara betur með fé. Víða snýst það líka um að bæta þjónustu, bæta flæði, bæta samskipti, auka skilvirkni.“ Ný ríkisstjórn sé að taka við keflinu. „Hún ætlar ekki bara að taka við ráðuneytunum eins og þau eru í dag og spyrja fólk hvernig höfum við hingað til gert hlutina og gera þá áfram þannig. Heldur ekki þannig að hver og einn er í sínu ráðuneyti og það verður ekki samtal á milli. Nú erum við að fá aðgengi að öllum þeim upplýsingum sem eðlilegt er og svo tökum við stöðuna í framhaldinu.“ Slíkar umræður eigi sér mjög eðlilega stað í einkafyrirtækjum eins og hjá hinu opinbera og ætti því ekki að koma neinum á óvart. „Núna erum við bara að reyna að nálgast þetta með skipulegum hætti.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Rekstur hins opinbera Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira