Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar 18. janúar 2025 12:03 Það væri óskandi að staðan í loftlagsmálum væri betri og vandamálin sem við þurfum að leysa væru ekki svona umfangsmikil. Orkuskipti væru gengin í gegn og hægt væri að afgreiða þær hörmulegu afleiðingar sem hlýnun jarðarinnar er að valda. Því miður er það enn ekki veruleikinn. Losun gróðurhúsalofttegunda er að aukast, styrkur koldíoxíðs (CO2) í andrúmslofti er áfram að aukast. Á meðan við erum enn að brenna jarðefnaeldsneyti og höfum ekki náð að koma í veg fyrir losun á CO2 úr framleiðslu á sementi, málmum og fleiru verðum við að bregðast við. Carbfix var stofnað til að finna raunhæfa og varanlega leið til að binda CO2. Það krafðist tæplega tveggja áratuga rannsókna, tilrauna og þróunar tækni sem sannanlega virkar. Það hefur reynst afar skilvirkt: í stuttu máli er CO₂ leyst upp í vatni og dælt niður í basalt, þar sem það breytist í stein á innan við tveimur árum. Þetta er frábrugðið öðrum tæknilausnum sem önnur fyrirtæki beita sem krefjast langtímageymslu á CO2 í gömlum olíu- og gaslindum. Ferli Carbfix er byggt á náttúrulegum lausnum þar sem CO2 verður varanlega hluti af berggrunninum. Það er grundvallarmunurinn á tækni Carbfix og annarra lausna sem dæla niður CO2 án þess að það breytist í berg. Við hjá Carbfix höfum áréttað að okkar framlag er ekki eina lausnin við loftslagsvandanum heldur ein af mörgum sem þarf að nýta til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Carbfix setur áherslu á þá geira sem við þurfum á halda, sement, málmar og fleira, en geta ekki komið í veg fyrir losun frá framleiðslunni burtséð frá orkunni sem knýr framleiðsluna. Orkuskiptin eru algerlega nauðsynleg og Carbfix er hvorki hindrun né töf orkuskipta. Carbfix er nauðsynleg lausn á meðan verið er að finna leiðir til að koma í veg fyrir losun yfir höfuð. Hvernig finnur vísindasamfélagið út hvaða leið á að fara til að koma í veg fyrir afleiðingar loftslagsbreytinga? Er föngun og binding þar á meðal? Í dag er það Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) sem er samsett af stórum hóp vísindafólks sem leggur grunninn að þeim lausnum sem þarf að ráðast í. Þar er komist að samkomulagi um hvernig hægt er að ná sem bestum árangri og forgangsraðað aðgerðum. Þar er talað tæpitungulaust að kolefnisföngun og binding (Carbon Capture and Storage) er ein af þeim leiðum sem nauðsynlegt er að ráðast í. Það geta verið misjafnar skoðanir milli einstakra vísindamanna, eðlilega, en þegar stórar stofnanir eins og IPCC og Alþjóða orkumálastofnunin (International Energy Agency) ráðleggja bindingu á CO2 sem eina af lausnunum hefur stefnan verið mörkuð. Hinar fullkomnu lausnir Áhrif loftslagsbreytinga eru nú þegar ljós og munu aðeins aukast með áframhaldandi losun CO2 út í andrúmsloftið. Til að koma í veg fyrir frekari loftslagshamfarir þarf því að stöðva losun á milljarða tonna skala eins hratt og unnt er. Til framtíðar þurfum við breytta heimsmynd - samfélög sem eru ekki drifin áfram af ferlum sem losa CO2 á milljarða tonna skala og breyta þannig lífsskilyrðum á jörðinni. Það eru hins vegar engar fullkomnar lausnir til sem varða leiðina þangað. Og við höfum ekki tíma til að bíða þeirra heldur. Á sama tíma hefur losun koldíoxíðs á heimsvísu aldrei verið meiri, og engar vísbendingar um að hámarki hafi verið náð í þeim efnum. Of hægt gengur að bregðast við ógninni og minnka losun CO2 út í andrúmsloftið. Það væri óskandi að orkuskipti gengju hraðar, að losun drægist verulega saman og að tækni eins og Carbfix yrði þannig nær óþörf. En raunveruleikinn er annar. Um leið og verið er að hraða orkuskiptum er hægt að nýta sér tækni Carbfix til að takmarka skaðann sem stafar af núverandi losun. Ef allt gengur eftir getum við lagt okkar af mörkum, og vonandi hjálpar það okkur að ná helstu markmiðum í loftslagsmálum, á meðan við stóraukum hlut endurnýjanlegrar orku. Þangað erum við ekki komin og loftslagið hitnar. Allt sem við gerum núna til að lágmarka skaðann skiptir gríðarlegu máli. Carbfix er hluti af lausnunum og í heimi fullkominna lausna verður hún vonandi nær óþörf. En þangað til verðum við að nýta okkur hana, sækja fram í orkuskiptum og gera allt sem í okkar valdi stendur til að ná árangri. Höfundur er framkvæmdastýra Carbfix. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Edda Sif Aradóttir Loftslagsmál Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Það væri óskandi að staðan í loftlagsmálum væri betri og vandamálin sem við þurfum að leysa væru ekki svona umfangsmikil. Orkuskipti væru gengin í gegn og hægt væri að afgreiða þær hörmulegu afleiðingar sem hlýnun jarðarinnar er að valda. Því miður er það enn ekki veruleikinn. Losun gróðurhúsalofttegunda er að aukast, styrkur koldíoxíðs (CO2) í andrúmslofti er áfram að aukast. Á meðan við erum enn að brenna jarðefnaeldsneyti og höfum ekki náð að koma í veg fyrir losun á CO2 úr framleiðslu á sementi, málmum og fleiru verðum við að bregðast við. Carbfix var stofnað til að finna raunhæfa og varanlega leið til að binda CO2. Það krafðist tæplega tveggja áratuga rannsókna, tilrauna og þróunar tækni sem sannanlega virkar. Það hefur reynst afar skilvirkt: í stuttu máli er CO₂ leyst upp í vatni og dælt niður í basalt, þar sem það breytist í stein á innan við tveimur árum. Þetta er frábrugðið öðrum tæknilausnum sem önnur fyrirtæki beita sem krefjast langtímageymslu á CO2 í gömlum olíu- og gaslindum. Ferli Carbfix er byggt á náttúrulegum lausnum þar sem CO2 verður varanlega hluti af berggrunninum. Það er grundvallarmunurinn á tækni Carbfix og annarra lausna sem dæla niður CO2 án þess að það breytist í berg. Við hjá Carbfix höfum áréttað að okkar framlag er ekki eina lausnin við loftslagsvandanum heldur ein af mörgum sem þarf að nýta til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Carbfix setur áherslu á þá geira sem við þurfum á halda, sement, málmar og fleira, en geta ekki komið í veg fyrir losun frá framleiðslunni burtséð frá orkunni sem knýr framleiðsluna. Orkuskiptin eru algerlega nauðsynleg og Carbfix er hvorki hindrun né töf orkuskipta. Carbfix er nauðsynleg lausn á meðan verið er að finna leiðir til að koma í veg fyrir losun yfir höfuð. Hvernig finnur vísindasamfélagið út hvaða leið á að fara til að koma í veg fyrir afleiðingar loftslagsbreytinga? Er föngun og binding þar á meðal? Í dag er það Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) sem er samsett af stórum hóp vísindafólks sem leggur grunninn að þeim lausnum sem þarf að ráðast í. Þar er komist að samkomulagi um hvernig hægt er að ná sem bestum árangri og forgangsraðað aðgerðum. Þar er talað tæpitungulaust að kolefnisföngun og binding (Carbon Capture and Storage) er ein af þeim leiðum sem nauðsynlegt er að ráðast í. Það geta verið misjafnar skoðanir milli einstakra vísindamanna, eðlilega, en þegar stórar stofnanir eins og IPCC og Alþjóða orkumálastofnunin (International Energy Agency) ráðleggja bindingu á CO2 sem eina af lausnunum hefur stefnan verið mörkuð. Hinar fullkomnu lausnir Áhrif loftslagsbreytinga eru nú þegar ljós og munu aðeins aukast með áframhaldandi losun CO2 út í andrúmsloftið. Til að koma í veg fyrir frekari loftslagshamfarir þarf því að stöðva losun á milljarða tonna skala eins hratt og unnt er. Til framtíðar þurfum við breytta heimsmynd - samfélög sem eru ekki drifin áfram af ferlum sem losa CO2 á milljarða tonna skala og breyta þannig lífsskilyrðum á jörðinni. Það eru hins vegar engar fullkomnar lausnir til sem varða leiðina þangað. Og við höfum ekki tíma til að bíða þeirra heldur. Á sama tíma hefur losun koldíoxíðs á heimsvísu aldrei verið meiri, og engar vísbendingar um að hámarki hafi verið náð í þeim efnum. Of hægt gengur að bregðast við ógninni og minnka losun CO2 út í andrúmsloftið. Það væri óskandi að orkuskipti gengju hraðar, að losun drægist verulega saman og að tækni eins og Carbfix yrði þannig nær óþörf. En raunveruleikinn er annar. Um leið og verið er að hraða orkuskiptum er hægt að nýta sér tækni Carbfix til að takmarka skaðann sem stafar af núverandi losun. Ef allt gengur eftir getum við lagt okkar af mörkum, og vonandi hjálpar það okkur að ná helstu markmiðum í loftslagsmálum, á meðan við stóraukum hlut endurnýjanlegrar orku. Þangað erum við ekki komin og loftslagið hitnar. Allt sem við gerum núna til að lágmarka skaðann skiptir gríðarlegu máli. Carbfix er hluti af lausnunum og í heimi fullkominna lausna verður hún vonandi nær óþörf. En þangað til verðum við að nýta okkur hana, sækja fram í orkuskiptum og gera allt sem í okkar valdi stendur til að ná árangri. Höfundur er framkvæmdastýra Carbfix.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar