Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir og Sara Stef. Hildardóttir skrifa 3. september 2025 09:31 Sveitarstjórnarkosningar eru eftir 36 vikur. Það er ekki langur tími. Ef kosið væri í dag ætti félagshyggjufólk engan valkost — við gætum hvergi sett atkvæði okkar með góðri samvisku. Félagshyggja á nefnilega undir högg að sækja í íslenskum stjórnmálum eins og annars staðar. Og klofningurinn í Sósíalistaflokknum í vor er eitt merki þess. Fylgishrun flokksins síðan ný forysta tók við sýnir að enn fjölgar í hópi kjósenda sem geta ekki með góðu móti greitt atkvæði með félagshyggju. En við, félagshyggjufólkið, megum ekki gefast ekki upp. Við verðum að spyrna við og þjappa okkur saman. Við, fólkið sem er grasrót félagshyggjunnar, verðum að stíga fram og mynda bandalög okkar á milli. Og við megum engan tíma missa. Undanfarið hefur vinsælasti borgarfulltrúinn og kyndilberi félagshyggju undanfarin átta ár, Sanna Magdalena Mörtudóttir, legið undir fordæmalausum árásum frá flokksfélögum sínum. Hún hefur m.a. fengið á sig vantraustsyfirlýsingu úr Norðausturkjördæmi — sem mörgum þykir ansi langt frá Reykjavík! Það hefur vakið furðu að flokkur Sönnu, Sósíalistaflokkur Íslands, hefur ekki brugðist við þessum ósóma né tekið upp varnir fyrir kjörinn fulltrúa sinn. Það er í ljósi þessara linnulausu árása sem Sanna situr undir að við, stuðningsfólk hennar, teljum nauðsynlegt að bregðast við og lýsa opinberlega yfir stuðningi við hana. Við hvetjum kjósendur í Reykjavík og félagshyggjufólk hvarvetna til að sýna samtakamátt sinn og standa með Sönnu. Með samstöðu tryggjum við að félagshyggjan verði áfram valkostur í borginni! Sanna mælist endurtekið vinsælasti borgarfulltrúinn. Og skildi engan undra. Hún er þekkt fyrir ósérhlífni, elju og heiðarleika. Hún á stuðning félagshyggjufólks langt út fyrir borgarmörkin — bókstaflega í allar áttir, til sjávar og sveita. Undanfarinn sólarhring höfum við leitað til fólks sem þekkir Sönnu eða til starfa hennar og beðið fólk að setja nafn sitt undir opinbera stuðningsyfirlýsingu. Við birtum hana með þessari grein. Félagshyggjufólk alls staðar ætti að taka þátt í þessari undirskriftasöfnun því með henni getum við sýnt að félagshyggjan lifir enn með okkur og að við stöndum með Sönnu, sem stendur með félagshyggjunni! Með baráttukveðjum fyrir hönd Stuðningsfólks Sönnu, Laufey Líndal Ólafsdóttir Sara Stef. Hildardóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Sveitarstjórnarkosningar eru eftir 36 vikur. Það er ekki langur tími. Ef kosið væri í dag ætti félagshyggjufólk engan valkost — við gætum hvergi sett atkvæði okkar með góðri samvisku. Félagshyggja á nefnilega undir högg að sækja í íslenskum stjórnmálum eins og annars staðar. Og klofningurinn í Sósíalistaflokknum í vor er eitt merki þess. Fylgishrun flokksins síðan ný forysta tók við sýnir að enn fjölgar í hópi kjósenda sem geta ekki með góðu móti greitt atkvæði með félagshyggju. En við, félagshyggjufólkið, megum ekki gefast ekki upp. Við verðum að spyrna við og þjappa okkur saman. Við, fólkið sem er grasrót félagshyggjunnar, verðum að stíga fram og mynda bandalög okkar á milli. Og við megum engan tíma missa. Undanfarið hefur vinsælasti borgarfulltrúinn og kyndilberi félagshyggju undanfarin átta ár, Sanna Magdalena Mörtudóttir, legið undir fordæmalausum árásum frá flokksfélögum sínum. Hún hefur m.a. fengið á sig vantraustsyfirlýsingu úr Norðausturkjördæmi — sem mörgum þykir ansi langt frá Reykjavík! Það hefur vakið furðu að flokkur Sönnu, Sósíalistaflokkur Íslands, hefur ekki brugðist við þessum ósóma né tekið upp varnir fyrir kjörinn fulltrúa sinn. Það er í ljósi þessara linnulausu árása sem Sanna situr undir að við, stuðningsfólk hennar, teljum nauðsynlegt að bregðast við og lýsa opinberlega yfir stuðningi við hana. Við hvetjum kjósendur í Reykjavík og félagshyggjufólk hvarvetna til að sýna samtakamátt sinn og standa með Sönnu. Með samstöðu tryggjum við að félagshyggjan verði áfram valkostur í borginni! Sanna mælist endurtekið vinsælasti borgarfulltrúinn. Og skildi engan undra. Hún er þekkt fyrir ósérhlífni, elju og heiðarleika. Hún á stuðning félagshyggjufólks langt út fyrir borgarmörkin — bókstaflega í allar áttir, til sjávar og sveita. Undanfarinn sólarhring höfum við leitað til fólks sem þekkir Sönnu eða til starfa hennar og beðið fólk að setja nafn sitt undir opinbera stuðningsyfirlýsingu. Við birtum hana með þessari grein. Félagshyggjufólk alls staðar ætti að taka þátt í þessari undirskriftasöfnun því með henni getum við sýnt að félagshyggjan lifir enn með okkur og að við stöndum með Sönnu, sem stendur með félagshyggjunni! Með baráttukveðjum fyrir hönd Stuðningsfólks Sönnu, Laufey Líndal Ólafsdóttir Sara Stef. Hildardóttir
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun