Viðskipti innlent

Af­koma Arion lengst yfir spám greinenda

Árni Sæberg skrifar
Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banki.
Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banki. Vísir/Vilhelm

Drög að uppgjöri Arion banka fyrir fjórða ársfjórðung 2024 liggja nú fyrir og samkvæmt þeim er afkoma fjórðungsins um 8,3 milljarðar króna, sem leiðir til 13,2 prósenta arðsemi eiginfjár á árinu 2024. Afkoma fjórðungsins er um 28 prósentum yfir meðaltalsspá greiningaraðila.

Í tilkynningu Arion banka þess efnis til Kauphallar segir að munurinn liggi helst í betri afkomu af verðbréfum samstæðunnar og jákvæðari virðisbreytingu lánabókar en greiningaraðilar hafi almennt gert ráð fyrir.

Tekjur af kjarnastarfsemi, samanlagðar hreinar vaxtatekjur, hreinar þóknanatekjur og hreinar tekjur af tryggingastarfsemi, séu að mestu í takt við spár greiningaraðila. Uppgjörið fyrir fjórða ársfjórðung 2024 sé enn í vinnslu og kunni því að taka breytingum fram að birtingardegi þann 12. febrúar næstkomandi.


Tengdar fréttir

Spá meiri arð­semi Arion en minni vaxta­tekjur taki niður af­komu Ís­lands­banka

Útlit er fyrir afkomubata á milli ára á fjórða ársfjórðungi 2024 hjá Arion, drifið áfram af sterkum grunnrekstri, enda þótt ólíklegt sé að það muni duga til að bankinn nái þrettán prósenta arðsemismarkmiði sínu fyrir árið í heild, ef marka má spár greinenda. Þrátt fyrir væntingar um talsvert minni niðurfærslu á eignum þá er reiknað með því að afkoma Íslandsbanka dragist saman, einkum vegna samdráttar í hreinum vaxtatekjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×