Segir Hitler-samanburð þreyttan Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2025 10:43 Elon Musk á sviði fyrir framan stuðningsmenn Trumps í gær. Getty/Justin Sullivan Elon Musk, auðugasti maður heims, segir árásir Demókrata gegn sér vera orðnar þreyttar. Þeir þurfi að finna ný „óþrifabrögð“ því að það sé orðið þreytt að kalla fólk nasista eða Adolf Hitler. Þetta sagði Musk á X í nótt, í kjölfar ávarps hans á samkomu Repúblikana í gær, eftir innsetningarathöfn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Ávarpið vakti mikla athygli sökum þess að þegar Musk þakkaði stuðningsmönnum Trump fyrir stuðninginn gerði hann tvisvar sinnum handahreyfingu sem hefur lengi verið kennd við nasista og Adolf Hitler. Hefur hann verið harðlega gagnrýndur fyrir þetta. Sjá einnig: Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Verjendur hans vísa til þess að eftir þetta sagði Musk: „My heart goes out to you“ sem gæti íslenskast sem: „Frá mínum dýpstu hjartarótum“ og segja þeir handahreyfinguna umdeildu hafa táknað það. Musk sjálfur hefur ekki tjáð sig beint um atvikið, þó hann hafi verið mjög svo virkur á X, samfélagsmiðli sínum í nótt. Rétt fyrir klukkan þrjú í nótt, að íslenskum tíma, endurtísti Musk þó tísti um að „kveðju gabbið“ væri eingöngu hluti af áróðursherferð Demókrataflokksins. Færslunni fylgdi skjáskot af gamalli færslu Musks um af hverju hann sagði skilið við Demókrataflokkinn og sagði fólki að búast við árásum gegn sér. „Hreint út sagt þurfa þeir betri bellibrögð. Þessi „allir eru Hitler“ árás er orðin svooo þreytt,“ skrifaði Musk. Frankly, they need better dirty tricks. The “everyone is Hitler” attack is sooo tired 😴 https://t.co/9fIqS5mWA0— Elon Musk (@elonmusk) January 21, 2025 Meðal þeirra sem hafa komið Musk til varnar eru samtökin Anti Defamation League eða ADL en það eru samtök sem stofnuð voru til að berjast gegn gyðingahatri og berjast nú gegn alls kyns hatursorðræðu. Musk og ADL hafa um nokkuð skeið deilt vegna hatursorðræðu á X. Sjá einnig: Musk í mál vegna skýrslu um auglýsingar og nasistafærslur Í færslu samtakanna segir að handahreyfing Musks hafi verið „vandræðaleg“ en hann hafi ekki verið að heilsa að nasistasið. Þá kalla samtökin eftir því að fólk sýni öðrum skilning og draga andann rólega. This is a delicate moment. It’s a new day and yet so many are on edge. Our politics are inflamed, and social media only adds to the anxiety.It seems that @elonmusk made an awkward gesture in a moment of enthusiasm, not a Nazi salute, but again, we appreciate that people are on…— ADL (@ADL) January 20, 2025 New York Times hefur eftir Masha Pearl, sem leiðir samtökin Blue Card, sem aðstoðuðu fólk sem lifði helförina af, að hún liti atvikið alvarlegum augum og að Musk hafi verið að heilsa að sið nasista. Hann hafði áður tekið þátt í að dreifa áróðri gegn gyðingum og sökum þess væri óumdeilanlegt hvað hann hefði gert. Sjá einnig: Musk fundar um gyðingaandúð með ráðamönnum í Ísrael Bandarískir nýnasistar hafa verið duglegir við að tala um atvikið og er Andrew Torba, stofnandi hins umdeilda samfélagsmiðils Gab sem er vinsæll meðal nýnasista, samsæringa og annarra. Hann deildi mynd af Musk á síðu sinni og sagði að „ótrúlegir hlutir“ væru strax byrjaðir að eiga sér stað. Blaðamenn Rolling Stone hafa tekið saman ummæli þó nokkurra alræmdra öfgamanna vestanhafs sem hafa tekið kveðju Musks fagnandi. Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Tengdar fréttir Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði fjölda forsetatilskipana eftir að hann sór embættiseiðinn í gær, sem margar miðuðu að því að grafa undan arfleifð forvera hans. 21. janúar 2025 07:07 Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Donald Trump, nýr forseti Bandaríkjanna, fór yfir víðan völl í innsetningarræðu sinni. Hann hrósaði bandarísku þjóðinni ítrekað og tilkynnti einnig ýmsar breytingar sem hann hyggst framkvæma. 20. janúar 2025 19:21 Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Fleiri fréttir Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Sjá meira
Þetta sagði Musk á X í nótt, í kjölfar ávarps hans á samkomu Repúblikana í gær, eftir innsetningarathöfn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Ávarpið vakti mikla athygli sökum þess að þegar Musk þakkaði stuðningsmönnum Trump fyrir stuðninginn gerði hann tvisvar sinnum handahreyfingu sem hefur lengi verið kennd við nasista og Adolf Hitler. Hefur hann verið harðlega gagnrýndur fyrir þetta. Sjá einnig: Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Verjendur hans vísa til þess að eftir þetta sagði Musk: „My heart goes out to you“ sem gæti íslenskast sem: „Frá mínum dýpstu hjartarótum“ og segja þeir handahreyfinguna umdeildu hafa táknað það. Musk sjálfur hefur ekki tjáð sig beint um atvikið, þó hann hafi verið mjög svo virkur á X, samfélagsmiðli sínum í nótt. Rétt fyrir klukkan þrjú í nótt, að íslenskum tíma, endurtísti Musk þó tísti um að „kveðju gabbið“ væri eingöngu hluti af áróðursherferð Demókrataflokksins. Færslunni fylgdi skjáskot af gamalli færslu Musks um af hverju hann sagði skilið við Demókrataflokkinn og sagði fólki að búast við árásum gegn sér. „Hreint út sagt þurfa þeir betri bellibrögð. Þessi „allir eru Hitler“ árás er orðin svooo þreytt,“ skrifaði Musk. Frankly, they need better dirty tricks. The “everyone is Hitler” attack is sooo tired 😴 https://t.co/9fIqS5mWA0— Elon Musk (@elonmusk) January 21, 2025 Meðal þeirra sem hafa komið Musk til varnar eru samtökin Anti Defamation League eða ADL en það eru samtök sem stofnuð voru til að berjast gegn gyðingahatri og berjast nú gegn alls kyns hatursorðræðu. Musk og ADL hafa um nokkuð skeið deilt vegna hatursorðræðu á X. Sjá einnig: Musk í mál vegna skýrslu um auglýsingar og nasistafærslur Í færslu samtakanna segir að handahreyfing Musks hafi verið „vandræðaleg“ en hann hafi ekki verið að heilsa að nasistasið. Þá kalla samtökin eftir því að fólk sýni öðrum skilning og draga andann rólega. This is a delicate moment. It’s a new day and yet so many are on edge. Our politics are inflamed, and social media only adds to the anxiety.It seems that @elonmusk made an awkward gesture in a moment of enthusiasm, not a Nazi salute, but again, we appreciate that people are on…— ADL (@ADL) January 20, 2025 New York Times hefur eftir Masha Pearl, sem leiðir samtökin Blue Card, sem aðstoðuðu fólk sem lifði helförina af, að hún liti atvikið alvarlegum augum og að Musk hafi verið að heilsa að sið nasista. Hann hafði áður tekið þátt í að dreifa áróðri gegn gyðingum og sökum þess væri óumdeilanlegt hvað hann hefði gert. Sjá einnig: Musk fundar um gyðingaandúð með ráðamönnum í Ísrael Bandarískir nýnasistar hafa verið duglegir við að tala um atvikið og er Andrew Torba, stofnandi hins umdeilda samfélagsmiðils Gab sem er vinsæll meðal nýnasista, samsæringa og annarra. Hann deildi mynd af Musk á síðu sinni og sagði að „ótrúlegir hlutir“ væru strax byrjaðir að eiga sér stað. Blaðamenn Rolling Stone hafa tekið saman ummæli þó nokkurra alræmdra öfgamanna vestanhafs sem hafa tekið kveðju Musks fagnandi.
Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Tengdar fréttir Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði fjölda forsetatilskipana eftir að hann sór embættiseiðinn í gær, sem margar miðuðu að því að grafa undan arfleifð forvera hans. 21. janúar 2025 07:07 Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Donald Trump, nýr forseti Bandaríkjanna, fór yfir víðan völl í innsetningarræðu sinni. Hann hrósaði bandarísku þjóðinni ítrekað og tilkynnti einnig ýmsar breytingar sem hann hyggst framkvæma. 20. janúar 2025 19:21 Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Fleiri fréttir Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Sjá meira
Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði fjölda forsetatilskipana eftir að hann sór embættiseiðinn í gær, sem margar miðuðu að því að grafa undan arfleifð forvera hans. 21. janúar 2025 07:07
Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Donald Trump, nýr forseti Bandaríkjanna, fór yfir víðan völl í innsetningarræðu sinni. Hann hrósaði bandarísku þjóðinni ítrekað og tilkynnti einnig ýmsar breytingar sem hann hyggst framkvæma. 20. janúar 2025 19:21