Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 25. janúar 2025 13:32 Rétt upp hönd sem vita um hvað kennaradeilan snýst ? Þeir sem hafa unnið sem kennarar til fjölda ára vita það, þeir sem eru nýkomnir inn í stéttina eru að fræðast og svo eru það þeir sem vilja vera upplýstir og leita svara. Fyrir mig sem útskifaðist sem kennari fyrir rúmum þrjátíu árum síðan þá snýst deilan í stuttu máli um þrennt. Almenna launahækkun, leiðréttingu launa og miska fyrir það sem var tekið af kennurum og lofað að bæta fyrir til að jafna stöðu á milli markaða, og síðan eru það starfsskilyrðin. Sem kennari sem hefur staðið í brúnni í langan tíma, og bætt við mig menntun samhliða vinnu, þá finnst mér blóðugt að starfsreynsla mín sé ekki metin til launa. Ég hækkaði um tvo flokka á fimm ára fresti fyrstu tuttugu árin en svo ekki meira. Hver eru skilaboðin ? Er ekki ástæða til að meta reynslu og tryggð við fagið til launa ? Samfélagið breytist hratt og það getur enginn starfað við kennslu sem ekki fylgir endurmenntunaráætlun til að halda í við breyttar áherslur. Þetta eru engin geimvísindi. Það á ekki að koma neinum á óvart hver staðan er í menntamálum. Það á heldur ekki að dyljast neinum hvað þarf að gera til að skapa sátt. Menntakerfið er ekki daggæsla fyrir foreldra né tímabundinn viðverustaður fyrir ófagmenntað starfsfólk á sviði kennslu, sem er að bíða eftir að finna sér starf á sínu sviði með betri launum eða vantar tímabundið starf. Á meðan kennarar eru ekki að fá laun á pari við menntun þá er kerfinu haldið að hluta til uppi af fagmenntuðu hugsjónarfólki sem gefst ekki upp og öðrum sem staldra stutt við. Við eigum fullt af flottum fagmenntuðum kennurum í þjóðfélaginu sem starfa við annað en kennslu því þeir hafa ekki efni á kenna en vildu gjarnan starfa við fagið eða láta ekki bjóða sér hvað sem er. Það er hægt að moka fé í að mennta fleiri kennara sem flæða síðan inn á önnur svið en ekki að stoppa í gatið og borga þeim sem starfa við fagið laun á pari við menntun. Ef laun yrðu leiðrétt þá myndu fagmenntaðir kennarar skila sér aftur inn í stéttina. Það er álag að vinna í bakaríi og vera einn af fáum sem eru menntaðir í bakaraiðn en allir hinir eru smiðir. Á meðan ekkert er gert þá breytist auðvitað ekkert. Við erum alltaf að missa fleiri og fleiri fagmenntaða úr stéttinni og hugsjónarfólkið er búið að fá nóg. Ætla yfirvöld virkilega að fórna menntakerfinu og horfa á sveitarfélögin sem hafa ekki bolmagn til að reka skólana sigla skútunni í kaf. Á meðan menntakerfið dansar á brúninni og þeir sem þar starfa eru í sífellu að slökkva elda þá erum við að brjóta á rétti barna. Það þarf að myndast sátt um menntamál því verkföll og kjaradeilur eiga ekki að vera norm. Ríkið þarf að grípa inn í því börnin okkar eru framtíðin og þau eiga betra skilið. Höfundur er kennari í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rakel Linda Kristjánsdóttir Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Rétt upp hönd sem vita um hvað kennaradeilan snýst ? Þeir sem hafa unnið sem kennarar til fjölda ára vita það, þeir sem eru nýkomnir inn í stéttina eru að fræðast og svo eru það þeir sem vilja vera upplýstir og leita svara. Fyrir mig sem útskifaðist sem kennari fyrir rúmum þrjátíu árum síðan þá snýst deilan í stuttu máli um þrennt. Almenna launahækkun, leiðréttingu launa og miska fyrir það sem var tekið af kennurum og lofað að bæta fyrir til að jafna stöðu á milli markaða, og síðan eru það starfsskilyrðin. Sem kennari sem hefur staðið í brúnni í langan tíma, og bætt við mig menntun samhliða vinnu, þá finnst mér blóðugt að starfsreynsla mín sé ekki metin til launa. Ég hækkaði um tvo flokka á fimm ára fresti fyrstu tuttugu árin en svo ekki meira. Hver eru skilaboðin ? Er ekki ástæða til að meta reynslu og tryggð við fagið til launa ? Samfélagið breytist hratt og það getur enginn starfað við kennslu sem ekki fylgir endurmenntunaráætlun til að halda í við breyttar áherslur. Þetta eru engin geimvísindi. Það á ekki að koma neinum á óvart hver staðan er í menntamálum. Það á heldur ekki að dyljast neinum hvað þarf að gera til að skapa sátt. Menntakerfið er ekki daggæsla fyrir foreldra né tímabundinn viðverustaður fyrir ófagmenntað starfsfólk á sviði kennslu, sem er að bíða eftir að finna sér starf á sínu sviði með betri launum eða vantar tímabundið starf. Á meðan kennarar eru ekki að fá laun á pari við menntun þá er kerfinu haldið að hluta til uppi af fagmenntuðu hugsjónarfólki sem gefst ekki upp og öðrum sem staldra stutt við. Við eigum fullt af flottum fagmenntuðum kennurum í þjóðfélaginu sem starfa við annað en kennslu því þeir hafa ekki efni á kenna en vildu gjarnan starfa við fagið eða láta ekki bjóða sér hvað sem er. Það er hægt að moka fé í að mennta fleiri kennara sem flæða síðan inn á önnur svið en ekki að stoppa í gatið og borga þeim sem starfa við fagið laun á pari við menntun. Ef laun yrðu leiðrétt þá myndu fagmenntaðir kennarar skila sér aftur inn í stéttina. Það er álag að vinna í bakaríi og vera einn af fáum sem eru menntaðir í bakaraiðn en allir hinir eru smiðir. Á meðan ekkert er gert þá breytist auðvitað ekkert. Við erum alltaf að missa fleiri og fleiri fagmenntaða úr stéttinni og hugsjónarfólkið er búið að fá nóg. Ætla yfirvöld virkilega að fórna menntakerfinu og horfa á sveitarfélögin sem hafa ekki bolmagn til að reka skólana sigla skútunni í kaf. Á meðan menntakerfið dansar á brúninni og þeir sem þar starfa eru í sífellu að slökkva elda þá erum við að brjóta á rétti barna. Það þarf að myndast sátt um menntamál því verkföll og kjaradeilur eiga ekki að vera norm. Ríkið þarf að grípa inn í því börnin okkar eru framtíðin og þau eiga betra skilið. Höfundur er kennari í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun