Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Sindri Sverrisson skrifar 26. janúar 2025 14:33 Króatar náðu að hemja strákana okkar og gott betur en það en í öðrum leikjum á HM hefur íslenska liðið spilað frábærlega. VÍSIR/VILHELM Ef Ísland vinnur Argentínu í dag eins og fastlega má gera ráð fyrir, á HM karla í handbolta, er öruggt að liðið endar í versta falli í 9. sæti mótsins. Það yrði besti árangur liðsins á HM síðan á bestu árum í sögu þess, eða árið 2011. Ísland vann silfur á ÓL 2008 og brons á EM 2010, og endaði svo í 6. sæti á HM í Svíþjóð 2011. Síðan þá hefur liðið spilað á sex heimsmeistaramótum í röð án þess að enda í hópi tíu efstu liða, en liðið varð í 20. sæti fyrir fjórum árum og í 12. sæti á HM fyrir tveimur árum. Með sigri gegn Argentínu endar Ísland með átta stig í milliriðli fjögur, og í versta falli í 3. sæti riðilsins. Ef Grænhöfðaeyjar ná í stig gegn Egyptalandi, eða Slóvenía í stig gegn Króatíu, heldur fjörið áfram og Ísland kemst í 8-liða úrslit og spilar í Zagreb á þriðjudaginn, við Frakkland eða Ungverjaland. En ef Ísland missir af 8-liða úrslitunum er ljóst að átta stig duga til að vera með besta árangurinn af liðunum sem enda í 3. sæti í milliriðlunum fjórum, svo Ísland myndi þá enda í 9. sæti mótsins. Átta stig duga í hinum milliriðlunum Átta stig duga til að komast áfram úr hinum þremur milliriðlunum, en ekki hjá Íslandi ef Egyptar, Króatar og Íslendingar vinna í dag eins og líklegast er. Noregur, Svíþjóð, Spánn og Slóvenía eru á meðal sterkra þjóða sem enda fyrir neðan Ísland í ár, að því gefnu að liðið vinni Argentínu í dag. Ísland hefur aldrei unnið til verðlauna í aðalkeppni HM en besti árangur liðsins á mótinu náðist í Japan árið 1997, þegar Ísland endað í 5. sæti. Alls hefur Ísland tíu sinnum endað í hópi tíu efstu liða á HM og því um ellefta skiptið að ræða nú, en mótið í ár er númer 29 í röðinni. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Í beinni: Ísland - Argentína | Með sigri lifir vonin Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Argentínu í Zagreb, í lokaleik sínum í milliriðli IV á heimsmeistaramótinu. Ísland þarf sigur í leiknum og hjálp frá Grænhöfðaeyjum eða Slóveníu síðar í dag, til að komast í 8-liða úrslit. 26. janúar 2025 12:01 Mest lesið „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Ísland vann silfur á ÓL 2008 og brons á EM 2010, og endaði svo í 6. sæti á HM í Svíþjóð 2011. Síðan þá hefur liðið spilað á sex heimsmeistaramótum í röð án þess að enda í hópi tíu efstu liða, en liðið varð í 20. sæti fyrir fjórum árum og í 12. sæti á HM fyrir tveimur árum. Með sigri gegn Argentínu endar Ísland með átta stig í milliriðli fjögur, og í versta falli í 3. sæti riðilsins. Ef Grænhöfðaeyjar ná í stig gegn Egyptalandi, eða Slóvenía í stig gegn Króatíu, heldur fjörið áfram og Ísland kemst í 8-liða úrslit og spilar í Zagreb á þriðjudaginn, við Frakkland eða Ungverjaland. En ef Ísland missir af 8-liða úrslitunum er ljóst að átta stig duga til að vera með besta árangurinn af liðunum sem enda í 3. sæti í milliriðlunum fjórum, svo Ísland myndi þá enda í 9. sæti mótsins. Átta stig duga í hinum milliriðlunum Átta stig duga til að komast áfram úr hinum þremur milliriðlunum, en ekki hjá Íslandi ef Egyptar, Króatar og Íslendingar vinna í dag eins og líklegast er. Noregur, Svíþjóð, Spánn og Slóvenía eru á meðal sterkra þjóða sem enda fyrir neðan Ísland í ár, að því gefnu að liðið vinni Argentínu í dag. Ísland hefur aldrei unnið til verðlauna í aðalkeppni HM en besti árangur liðsins á mótinu náðist í Japan árið 1997, þegar Ísland endað í 5. sæti. Alls hefur Ísland tíu sinnum endað í hópi tíu efstu liða á HM og því um ellefta skiptið að ræða nú, en mótið í ár er númer 29 í röðinni.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Í beinni: Ísland - Argentína | Með sigri lifir vonin Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Argentínu í Zagreb, í lokaleik sínum í milliriðli IV á heimsmeistaramótinu. Ísland þarf sigur í leiknum og hjálp frá Grænhöfðaeyjum eða Slóveníu síðar í dag, til að komast í 8-liða úrslit. 26. janúar 2025 12:01 Mest lesið „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Í beinni: Ísland - Argentína | Með sigri lifir vonin Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Argentínu í Zagreb, í lokaleik sínum í milliriðli IV á heimsmeistaramótinu. Ísland þarf sigur í leiknum og hjálp frá Grænhöfðaeyjum eða Slóveníu síðar í dag, til að komast í 8-liða úrslit. 26. janúar 2025 12:01