Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. janúar 2025 19:28 Grunn- og leikskólakennarar eru á leið í verkfall. Vísir Kennaraverkföll hefjast að óbreyttu laugardaginn 1. febrúar í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum. Fréttastofa tók saman hvar og hvenær verkföll eru fyrirhuguð og hvort um tímabundin eða ótímabundin verkföll í hverjum skóla fyrir sig er að ræða. Brösuglega hefur gengið að ná sáttum í yfirstandandi kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga. Fréttastofa hefur fjallað um kjaradeiluna en nýjustu fréttir af henni má nálgast hér. Þar sem verkfallsaðgerðir eru mismunandi eftir svæðum og skólastigum hefur ákveðinn glundroði skapast í hinum ýmsu Facebookhópum, spjallþráðum og kaffisstofum vinnustaða, varðandi hvenær verkföllin hefjist, hvar og hve lengi þau vara. Eftirfarandi samantekt kann að vinna bót á því. Ótímabundin í leikskólum Öll fyrirhuguð verkföll leikskólakennara eru ótímabundin og hefjast að óbreyttu þann 1. febrúar. Leikskólakennarar í eftirfarandi leikskólum munu leggja niður störf. Leikskóli Seltjarnarness Leikskólinn Holt í Reykjanesbæ Leikskólinn Drafnarsteinn í Reykjavík Leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki Leikskóli Snæfellsbæjar Hulduheimar á Akureyri Höfðaberg í Mosfellsbæ Lundaból í Garðabæ Lyngheimar í Reykjavík Lyngholt á Reyðarfirði Óskaland í Hveragerði Rauðhóll í Reykjavík Stakkaborg í Reykjavík Teigasel á Akranesi Þess má geta að verkföll stóðu yfir í leikskóla Seltjarnarness, Holti, Drafnarsteini, og Ársölum fyrir áramót en var frestað á miðnætti 29. nóvember 2024. Tímabundin í grunnskólum Fyrirhuguð verkföll grunnskólakennara eru aftur á móti öll tímabundin. Að óbreyttu leggja kennarar í eftirfarandi þremur skólum niður störf á tímabilinu 1. til 21. febrúar. Árbæjarskóli í Reykjavík Garðaskóli í Garðabæ Heiðarskóli í Reykjanesbæ Verkföll vara fimm dögum lengur, eða frá 1. til 26. febrúar, í eftirfarandi skólum, að óbreyttu. Egilsstaðaskóli á Egilsstöðum Engjaskóli í Reykjavík Grundaskóli á Akranesi Lindaskóli í Kópavogi Enn óljóst með framhalds- og tónlistarskóla Enn hafa ekki borist upplýsingar um umfang fyrirhugaðra verkfallsaðgerða framhalds- og tónlistarkennara. Á vef Kennarasambandsins, þar sem ofangreindra upplýsinga var aflað, segir að viðkomandi aðildarfélög muni hefja undirbúning aðgerða þann 1. febrúar en þá lýkur friðarskyldu sem sett var á deiluaðila eftir að verkföllum var frestað þann 29. nóvember. Fram kemur að greint verði frá fyrirhuguðum aðgerðum í framhalds- og tónlistarskólum þegar upplýsingar liggja fyrir. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Leikskólar Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Brösuglega hefur gengið að ná sáttum í yfirstandandi kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga. Fréttastofa hefur fjallað um kjaradeiluna en nýjustu fréttir af henni má nálgast hér. Þar sem verkfallsaðgerðir eru mismunandi eftir svæðum og skólastigum hefur ákveðinn glundroði skapast í hinum ýmsu Facebookhópum, spjallþráðum og kaffisstofum vinnustaða, varðandi hvenær verkföllin hefjist, hvar og hve lengi þau vara. Eftirfarandi samantekt kann að vinna bót á því. Ótímabundin í leikskólum Öll fyrirhuguð verkföll leikskólakennara eru ótímabundin og hefjast að óbreyttu þann 1. febrúar. Leikskólakennarar í eftirfarandi leikskólum munu leggja niður störf. Leikskóli Seltjarnarness Leikskólinn Holt í Reykjanesbæ Leikskólinn Drafnarsteinn í Reykjavík Leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki Leikskóli Snæfellsbæjar Hulduheimar á Akureyri Höfðaberg í Mosfellsbæ Lundaból í Garðabæ Lyngheimar í Reykjavík Lyngholt á Reyðarfirði Óskaland í Hveragerði Rauðhóll í Reykjavík Stakkaborg í Reykjavík Teigasel á Akranesi Þess má geta að verkföll stóðu yfir í leikskóla Seltjarnarness, Holti, Drafnarsteini, og Ársölum fyrir áramót en var frestað á miðnætti 29. nóvember 2024. Tímabundin í grunnskólum Fyrirhuguð verkföll grunnskólakennara eru aftur á móti öll tímabundin. Að óbreyttu leggja kennarar í eftirfarandi þremur skólum niður störf á tímabilinu 1. til 21. febrúar. Árbæjarskóli í Reykjavík Garðaskóli í Garðabæ Heiðarskóli í Reykjanesbæ Verkföll vara fimm dögum lengur, eða frá 1. til 26. febrúar, í eftirfarandi skólum, að óbreyttu. Egilsstaðaskóli á Egilsstöðum Engjaskóli í Reykjavík Grundaskóli á Akranesi Lindaskóli í Kópavogi Enn óljóst með framhalds- og tónlistarskóla Enn hafa ekki borist upplýsingar um umfang fyrirhugaðra verkfallsaðgerða framhalds- og tónlistarkennara. Á vef Kennarasambandsins, þar sem ofangreindra upplýsinga var aflað, segir að viðkomandi aðildarfélög muni hefja undirbúning aðgerða þann 1. febrúar en þá lýkur friðarskyldu sem sett var á deiluaðila eftir að verkföllum var frestað þann 29. nóvember. Fram kemur að greint verði frá fyrirhuguðum aðgerðum í framhalds- og tónlistarskólum þegar upplýsingar liggja fyrir.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Leikskólar Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira