Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. febrúar 2025 07:28 Enginn átti von á að Dallas Mavericks myndu vilja losa sig við Luka Doncic. En Anthony Davis hefur greinilega heillað. Getty Los Angeles Lakers og Dallas Mavericks hafa snúið NBA-heiminum á hvolf með skiptum sem senda Luka Doncic til Lakers og Anthony Davis til Mavericks. Skiptin virðast koma upp úr þurru en Dave McMenamin hjá ESPN greindi frá dílnum í nótt. Viðræður hófust fyrir nokkrum dögum og hafa verið komnar á hreint í gærkvöldi. Auk Luka Doncic munu Lakers einnig fá kraftframherjana Maxi Kleber og Markieff Morris meðan framherjinn Max Christie fylgir Davis til Dallas ásamt valrétti í fyrstu umferð árið 2029. Þá mun Utah Jazz einnig vera viðriðið skiptin og fá frá Lakers hinn unga Jalen Hood-Schifino og valrétt í annarri umferð í nýliðavalinu í ár. Sá valréttur kemur upprunalega frá Clippers. Þá senda Dallas einnig valrétt í annarri umferð í ár til Utah. „Ég trúi því að vörn vinni titla,“ sagði Nico Harrison, framkvæmdastjóri Dallas Mavericks, við ESPN. „Ég trúi því að fá „All-Defensive“ miðherja og „All-NBA“ leikmann með varnarhugarfar gefi okkur meiri séns. Liðið er byggt til að vinna núna og í framtíðinni.“ Luka Doncic er illviðráðanlegur og hér eru bæði Anthony Davis og LeBron James að reyna að ráða við hann.Getty Komið flestum á óvart Skiptin hafa komið flestum öðrum framkvæmdastjórum deildarinnar á óvart þar sem Doncic hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar og talinn ósnertanlegur. Skiptin komu einnig LeBron í opna skjöldu sem og öðrum leikmönnum og þjálfurum liðanna. Það var hins vegar Dallas-liðið sem bauð hinn 25 ára Doncic til Lakers og hefur framkvæmdastjórinn Rob Pelinka ekki þurft að hugsa sig tvisvar um. Doncic mun þar spila með hinum fertuga LeBron James og væntanlega taka við af honum sem núverandi andlit liðsins. Luka Doncic hefur verið mikið meiddur undanfarin ár.Instagram - anze9 Stór hluti leikmannanna sem verið er að senda á milli eru hins vegar meiddir. Doncic hefur verið meiddur í nokkrar vikur vegna tognunar í kálfa og óvíst hvenær hann snýr aftur á völlinn meðan Davis tognaði í kviðvöðva á þriðjudag og missir af nokkrum leikjum. Þá eru bæði Kleber og Hood-Schifino líka meiddir. Hinn 25 ára Doncic er á sínu sjöunda tímabili í NBA og er með meðaltöl upp á 28.1 stig, 8.3 fráköst og 7.8 stoðsendingar í 22 leikjum. Hann var valinn þriðji í nýliðavalinu 2018 og hefur verið einn allra besti leikmaður deildarinnar síðan. Hins vegar hefur hann verið töluvert meiddur og ku það vera ástæðan fyrir því að Dallas-liðið ákvað að skipta honum. LeBron og Davis voru aðalmennirnir í Lakers-liðinu sem vann búbblutitilinn í Orlandó árið 2020. Síðan þá hefur gengið brösuglega hjá liðinu.Getty Hinn 31 árs Davis er líka dálítill meiðslapési þó hann hafi verið hraustur í ár. Hann er á sínu þrettánda tímabili í NBA, var valinn fyrstur árið 2012 af New Orleans Pelicans og spilaði þar í sjö tímabil áður en honum var skipt til Los Angeles Lakers þar sem hann vann titilinn árið 2020. Hann er með meðaltöl upp á 25.7 stig, 11.9 fráköst, 3.4 stoðsendingar og 2.1 blokk í 42 leikjum. Davis er einn besti varnarmaður deildarinnar. Eins og sakir standa er Lakers-liðið í fimmta sæti vesturdeildarinnar með 28 sigra og 19 töp. Dallas er þremur sætum neðar, í áttunda sæti, með 26 sigra og 23 töp. Það er þó bara augnabliksmynd og getur einn sigur til og frá haft mikil áhrif. NBA Bandaríkin Slóvenía Tengdar fréttir Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Maté Dalmay gekk fram af Leifi Steini Árnasyni með fullyrðingu sinni um LeBron James í Lögmáli leiksins. 13. janúar 2025 15:47 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Skiptin virðast koma upp úr þurru en Dave McMenamin hjá ESPN greindi frá dílnum í nótt. Viðræður hófust fyrir nokkrum dögum og hafa verið komnar á hreint í gærkvöldi. Auk Luka Doncic munu Lakers einnig fá kraftframherjana Maxi Kleber og Markieff Morris meðan framherjinn Max Christie fylgir Davis til Dallas ásamt valrétti í fyrstu umferð árið 2029. Þá mun Utah Jazz einnig vera viðriðið skiptin og fá frá Lakers hinn unga Jalen Hood-Schifino og valrétt í annarri umferð í nýliðavalinu í ár. Sá valréttur kemur upprunalega frá Clippers. Þá senda Dallas einnig valrétt í annarri umferð í ár til Utah. „Ég trúi því að vörn vinni titla,“ sagði Nico Harrison, framkvæmdastjóri Dallas Mavericks, við ESPN. „Ég trúi því að fá „All-Defensive“ miðherja og „All-NBA“ leikmann með varnarhugarfar gefi okkur meiri séns. Liðið er byggt til að vinna núna og í framtíðinni.“ Luka Doncic er illviðráðanlegur og hér eru bæði Anthony Davis og LeBron James að reyna að ráða við hann.Getty Komið flestum á óvart Skiptin hafa komið flestum öðrum framkvæmdastjórum deildarinnar á óvart þar sem Doncic hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar og talinn ósnertanlegur. Skiptin komu einnig LeBron í opna skjöldu sem og öðrum leikmönnum og þjálfurum liðanna. Það var hins vegar Dallas-liðið sem bauð hinn 25 ára Doncic til Lakers og hefur framkvæmdastjórinn Rob Pelinka ekki þurft að hugsa sig tvisvar um. Doncic mun þar spila með hinum fertuga LeBron James og væntanlega taka við af honum sem núverandi andlit liðsins. Luka Doncic hefur verið mikið meiddur undanfarin ár.Instagram - anze9 Stór hluti leikmannanna sem verið er að senda á milli eru hins vegar meiddir. Doncic hefur verið meiddur í nokkrar vikur vegna tognunar í kálfa og óvíst hvenær hann snýr aftur á völlinn meðan Davis tognaði í kviðvöðva á þriðjudag og missir af nokkrum leikjum. Þá eru bæði Kleber og Hood-Schifino líka meiddir. Hinn 25 ára Doncic er á sínu sjöunda tímabili í NBA og er með meðaltöl upp á 28.1 stig, 8.3 fráköst og 7.8 stoðsendingar í 22 leikjum. Hann var valinn þriðji í nýliðavalinu 2018 og hefur verið einn allra besti leikmaður deildarinnar síðan. Hins vegar hefur hann verið töluvert meiddur og ku það vera ástæðan fyrir því að Dallas-liðið ákvað að skipta honum. LeBron og Davis voru aðalmennirnir í Lakers-liðinu sem vann búbblutitilinn í Orlandó árið 2020. Síðan þá hefur gengið brösuglega hjá liðinu.Getty Hinn 31 árs Davis er líka dálítill meiðslapési þó hann hafi verið hraustur í ár. Hann er á sínu þrettánda tímabili í NBA, var valinn fyrstur árið 2012 af New Orleans Pelicans og spilaði þar í sjö tímabil áður en honum var skipt til Los Angeles Lakers þar sem hann vann titilinn árið 2020. Hann er með meðaltöl upp á 25.7 stig, 11.9 fráköst, 3.4 stoðsendingar og 2.1 blokk í 42 leikjum. Davis er einn besti varnarmaður deildarinnar. Eins og sakir standa er Lakers-liðið í fimmta sæti vesturdeildarinnar með 28 sigra og 19 töp. Dallas er þremur sætum neðar, í áttunda sæti, með 26 sigra og 23 töp. Það er þó bara augnabliksmynd og getur einn sigur til og frá haft mikil áhrif.
NBA Bandaríkin Slóvenía Tengdar fréttir Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Maté Dalmay gekk fram af Leifi Steini Árnasyni með fullyrðingu sinni um LeBron James í Lögmáli leiksins. 13. janúar 2025 15:47 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Maté Dalmay gekk fram af Leifi Steini Árnasyni með fullyrðingu sinni um LeBron James í Lögmáli leiksins. 13. janúar 2025 15:47